Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 295 á ísafirði voru liðnar meira en 24 stundir frá lyfjatöku. Hann var þá enn með sára kviðverki, kastaði upp og reyndust lifrarprufur óeðlilegar, ALAT 680 ein. Sjúklingur var síðan fluttur á Borgarspítalann og kom þangað um 48 stundum eftir lyfjatöku. Var hann þá enn með sára kviðverki en ástand að öðru leyti stöðugt. ALAT var ntikið hækkað, 5.178 einingar, einnig var hann með nokkra bílirúbínhækkun og lengdan próþrombíntíma (mynd 2). A næstu 24 tímum, eða á fjórða degi eftir lyfjatöku, hurfu kviðverkirnir smám saman og honum virtist líða mun betur, en lifrarástand fór versnandi samkvæmt blóðprufum. Þá var hann og kominn nteð væga prótínúríu og sermikreatínín, sem var eðlilegt við komu, hækkaði í 170 /mrol á þriðja degi. Þrátt fyrir versnandi lifrarpróf fékk hann aldrei einkenni urn alvarlega lifrarbilun og lifrarprófin fóru smám saman batnandi og einnig hvarf prótínúrían og sermikreatínín varð eðlilegt. Hann fékk einungis venjulega stuðningsmeðferð með vökvagjöf. Við útskrift var aðeins mjög væg brenglun á lifrarprófum, próþrombíntími var eðlilegur, ASAT 70 og ALAT 134 einingar. Bílirúbín var enn dálítið hækkað, eða 106 /rmol/l. Hér er því dæntigerð alvarleg parasetamóleitrun með merkjum um lifrarskemmd og einnig fékk sjúklingur nokkra nýmaskemmd, en einkenni gengu til baka, nýmastarfsemi varð alveg eðlileg og lifrarpróf vom næstum eðlileg þremur vikum eftir töku lyfsins. PARASETAMÓLEITRANIR Á BORGARSPÍTALA I rannsókn á lyfjaeitrunum sem gerð var á Borgarspítalanum á 12 mánaða tímabili, 1983- 4 (5), var gerð lyfjaleit í blóði 104 sjúklinga af 145 sem komu inn á slysadeild vegna gruns um lyfjaeitrun. Parasetamól fannst í blóði sex sjúklinga, eða 6,4% jákvæðra sýna, og voru fimm þessara tilfella meðhöndluð með N-acetyl-cysteini, en í einu tilfelli var parasetamól það lágt að ekki þurfti meðhöndlunar við. Lyfjasaga sjúklings réði mestu um hvaða lyfjamælingar voru gerðar og lyfjamælingar voru einungis framkvæmdar þegar grunur lék á að um alvarlega eitrun væri að ræða. Komið hefur í ljós, bæði í þessari rannsókn og ýmsum öðrum erlendum rannsóknum, að Mynd 2. Mynd þessi sýnir breytingar á aspartat- amínótransferasa (ASAT), alanín-amínótransferasa (ALAT), sermisbilírúbín og próþrombíntíma á 20 daga tímabili í sjúkdómstilfelli því, sem hér er lýst. Tafla. Sérlyf sem sjúklingar tóku samkvœmt lyfjasögu. Lyf Fjöldi Lobac 11 Dolvipar 7 Kódípar 2 Parkódín 5 Tylenol 1 Norgesic 1 Parasetamól 11 saga sjúklings er mjög ónákvæmur mælikvarði á, um hvers konar eitranir sé að ræða, og lyfjamælinga því mun oftar þörf. Sérstaklega eru lyfjamælingar gagnlegar við parasetamól- eitranir þar sem einkenni eru tiltölulega væg í fyrstu og öllu máli skiptir að fá greiningu snemma svo hægt sé að hefja meðferð. Á síðustu árum hefur því verið lögð rík áhersla á að mæla parasetamól í blóði ef grunur leikur á að um parasetamóleitrun geti verið að ræða. Er hægt að fá þessar mælingar gerðar hvenær sólarhrings sem er, ef nauðsyn krefur. Við athugun á fjölda parasetamólmælinga á rannsóknastofu Borgarspítalans á þriggja ára tímabili, 1986-1988, kemur í ljós að alls voru gerðar 118 mælingar hjá 72 einstaklingum og mældist parasetamól í blóði 65 einstaklinga. í flestum tilfellum var parasetamólþéttni hins vegar innan lækningamarka en hjá níu einstaklingum (12,5%) mældist parasetamól yfir hættumörkum. Alls var N-acetyl-cystein gefið í 21 tilfelli en meðferð hætt í 12 tilfellum þegar parasetamólmælingar bárust, en níu einstaklingar fengu fulla meðferð. Lifrarensím hækkuðu einungis hjá tveimur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.