Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ
297
hækkað kreatínín (líkuhlutfall 5,11), en einnig
var marktækt aukin notkun á parasetamóli
hjá þessum sjúklingum (lfkuhlutfall 3,21).
Hins vegar var enginn munur milli hópanna
þegar aspirín var annars vegar. Það er því vert
að hafa í huga að parasetamól gæti valdið
krónískum nýmaskemmdum við langvarandi
notkun lyfsins.
Þegar litið er á efniviðinn frá
Borgarspítalanum á undanförnum árum er
ljóst, að parasetamóleitranir verða að teljast
nokkuð algengar og nokkrar þeirra hafa verið
alvarlegar.
Mikilvægt er að hefja meðferð og senda blóð
í lyfjamælingu svo fljótt sem auðið er, ef
minnsti grunur leikur á að hættulegt magn
parasetamóls hafi verið tekið. Jafnfraint er
mikilvægt að hefja hefðbundna meðferð
með lyfjakolum og magaskoli ef nægilega
snemma næst til sjúklings. Sérstaklega
ber að hafa í huga að parasetamól er
oftast tekið sem samsett verkjalyf og var
Lobac®algengasta sérlyfið í ofangreindri
rannsókn á Borgarspítalanum. Einnig ber
að hafa í huga að tiltölulega fáar töflur þarf
til að um hættulega skammta sé að ræða.
I parasetamóltöflum eru 500 mg af lyfinu
og í samsettum verkjalyfjum sem innihalda
parasetamól eru frá 250-500 mg af lyfinu.
N-acetyl-cystein ætti að vera til á
öllum sjúkrahúsum á Islandi og öllum
heilsugæslustöðvum utan Reykjavíkur svo
að hægt sé að hefja meðferð strax ef grunur
leikur á að um parasetamóleitrun sé að ræða.
HEIMILDIR
1. Smilkstein MJ, Knapp GL, Kulig KW. Rumack BH.
Efficasy of oral N-acethylcysteine in the treatment
of acetaminophen overdose: Analysis of the National
Multicenter Study (1976-1985). N Engl J Med 1988;
319: 1558-62.
2. Goodman and Gilman’s. The Pharmacological Basis
of Therapeutics 8th ed. New York: Pergamon press,
1990: 656-9.
3. Keays R, Harrison PM, Wendon JA, et al.
Intravenous acetylcysteine in paracetamol induced
fulminant hepatic failure: a prospective controlled
trial. Br Med J 1991; 303: 1026-9.
4. Prescott FL. Analgesic poisoning. MEDICINE
Intemational 1989; 61: 2516-21.
5. Guðmundur Oddsson. Jakob Kristinsson, Þórarinn
H. Harðarson, Finnbogi Jakobsson. Lyfjaeitranir á
bráðamóttöku Borgarspítalans á sex mánaða tímabili
1983-1984. Læknablaðið 1989; 75: 5-9.
6. Þórarinn H. Harðarson, Guðmundur Oddsson,
Bogi Jónsson, Gunnar Sigurðsson. Lyfjaeitranir á
lyfiækningadeild Borgarspítalans árin 1976-1981.
Læknablaðið 1986; 72: 89-97.
7. Jakob Kristinsson. Arsskýrslur rannsóknastofu H.í. t'
lyfjafræði 1977-1990. Reykjavík: Háskóli íslands.
8. Davenport A, Finn R. Paracetamol (acetaminophen)
poisoning resulting in acute renal failure without
hepatic coma. Nephron 1988; 50: 55-6.
9. Wakeel RA, Davies HT, Williams JD. Toxic
myocarditis in paracetamol poisoning. Br Med J
1987; 295: 1097.
10. Maddrey WC. Hepatic effects of Acetaminophen. J
Clin Gastroenterol 1987; 9 (2); 180-5.
11. Sandler DP. Smiyn JC, Weinberg CR, et al. Analgesic
use and chronic renal disease. N Engl J Med 1989;
320: 1238-43.