Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 293-7 293 Guðmundur Oddsson PARASETAMÓLEITRUN Parasetamól er eitt algengasta og vinsælasta verkjalyf hér á landi. Lyfið er gott verkjalyf, það hefur álíka kröftuga verkjastillandi verkun og asetýlsalisýlsýra en hins vegar mjög fáar aukaverkanir, þolist yfirleitt vel og á þetta vafalaust inestan þátt í hinni miklu útbreiðslu þess. Þar við bætist að lyfið er selt án lyfseðils hér á landi og það er mikið notað í samsettum verkjalyfjum. Fyrsta verkjalyfið í þessum flokki var asetanelíð sem var selt undir nafninu antifebrín en það reyndist hins vegar mjög eitrað og var því notkun þess hætt. Náskylt lyf var fenasetín sem varð mjög vinsælt og mikið notað, enda hafði það ágæta verkjastillandi og hitalækkandi verkun en í ljós kom að það gat haft alvarlegar nýrnaskemmdir í för með sér við langvarandi notkun og jafnvel spuming um ávanahættu og var því notkun lyfsins víðast hvar hætt, meðal annars hér á landi. Fenasetín umbrotnar hins vegar að verulegu leyti í parasetamól og eftir að notkun fenasetíns var hætt jókst notkun parasetamóls að sama skapi. Auk verkjastillandi áhrifa hefur parasetamól ágæta hitalækkandi verkun, eða svipaða og aspirín, en hefur hins vegar nánast enga bólgueyðandi verkun og er því gagnslaust sem gigtarlyf. Eins og áður getur er lyfið mjög þægilegt í notkun vegna þess hve fáar aukaverkanir það hefur. Það hefur ekki ertandi áhrif á magaslímhúð sem er mikill kostur en ofnæmi, svo sem húðútbrot, eru vel þekkt og blóðflögufæð og hvítfrumnafæð hefur verið lýst í fáum tilfellum. Alvarlegasta hjáverkun parasetamóls er lifrarskemmd sem er háð skömmtum og kemur yfirleitt ekki fyrir ef lyfið er notað í venjulegum lækningaskömmtum. Er þessi hjáverkun aðaltilefni þessarar greinar og verður henni nánar lýst hér á eftir. Frá hjartadeild Borgarspítalans. Höfundur er lektor í klínískri lyfjafræöi. UMBROT PARASETAMÓLS Parasetamól frásogast næstum fullkomlega, nær mestri þéttni í blóði eftir 30-60 mínútur og helmingunartími þess er um það bil tvær klukkustundir eftir venjulega skammta. Það er næstum allt brotið niður í lifrinni og samtengist venjulega glukúronsýru eða súlfati og skilst þannig út. Örlítill hluti af lyfinu er hins vegar brotinn niður með oxun með cytochrom P450-háðum oxíðösum og við það myndast N-acetyl-p-benzokinonimin en efni þetta er mjög eitrað fyrir lifrarvef og binst stórsameindum í lifrarfrumum og eyðileggur þær. Eftir venjulega lyfjaskammta binst efnið hins vegar strax við glútatíon og er þannig gert skaðlaust. Við of háa skammta af parasetamóli mettast hins vegar þessir bindingsmöguleikar og glútatíonbirgðir lifrarinnar eyðast þannig að N-acetyl- p-benzokinonimin safnast upp og binst lifrarfrumum með þeim afleiðingum að frumumar eyðileggjast. Lifrarskemmdirnar eru háðar skömmtum og í alvarlegustu tilfellum á sér stað lifrarbilun sem getur leitt til dauða. MEÐFERÐ PARASETAMÓLEITRUNAR Arið 1977 var N-acetyl-cystein fyrst notað sem mótefni við parasetamól- eitrun. N-acetyl-cystein binst N-acetyl-p- benzokinonimin og kemur þannig í stað glútatíons en auk þess virðist það örva myndun glútatíons í líkamanum. Talið er að 7,5 g af parasetamóli geti valdið eitrunareinkennum og lifrarskemmdum í sumum tilvikum, en yfirleitt þurfi hærri skammta til að valda alvarlegum eitrunum (1). Dauðsföll geta átt sér stað eftir 25 g inntöku (2). Börnum er talin hætta á eitrunareinkennum eftir 150 mg/kg. Við parasetamóleitrun er mjög mikilvægt að hefja meðferð eins fljótt og auðið er og hefur N-acetyl-cystein meðferð gefið mjög góðan árangur ef lyfið er gefið innan 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.