Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 36
296 LÆKNABLAÐIÐ sjúklingum og urðu eðlileg í báðum tilvikum eftir meðferð. Lyfjasaga fékkst hjá 38 einstaklingum og kom í ljós að samsett lyf sem innihalda parasetamól eru mun algengari (27 tilfelli) en parasetamól eitt sér (11 tilfelli) (sjá töflu). Ef litið er á aldursdreifingu kemur í ljós að 73,9% einstaklinga eru frá 14 til 39 ára og er það mun hærri tala en búast mætti við hjá þessum aldurshópi, en í desember 1987 voru 49,7% íslendinga á aldursbilinu 10-39 ára. UMRÆÐA Mikið hefur verið skrifað um parasetamól- eitranir í erlend læknisfræðirit á undanfömum árum. Tíðni þeirra hefur yfirleitt farið vaxandi með aukinni notkun lyfsins eins og við er að búast. I stórri bandarískri rannsókn (1) sem gerð var 1976-1985 á mörgum sjúkrahúsum voru skráð yfir 11.000 tilfelli og 2.540 sjúklingar voru meðhöndlaðir með N-acetyl- cysteini sem gefið var um munn. Þar konr í ljós að því fyrr sem lyfið er gefið þeim mun minni hætta er á lifrarskemmdum. Einungis komu fram lifrarskemmdir í 6,1% tilfella þegar N-acetyl-cystein var gefið innan 10 tíma frá því parasetamól var tekið og í 26,4% tilfella ef meðhöndlun var hafin 10-24 tímum eftir lyfjatöku. Hjá þeim sem fengu meðferð 16-24 tímum eftir lyfjatöku var lifrarskemmd í 41% tilfella. Eru þessar niðurstöður í samræmi við þá skoðun að N-acetyl-cystein sé mjög gagnlegt, ef það er gefið innan 16 stunda frá lyfjatöku og gæti gert eitthvert gagn allt að 24 tímum eftir töku lyfsins. í þessari stóru rannsókn dóu 11 sjúklingar, eða 0,43%. Nýlega birtust í British Medical Journal (3) niðurstöður rannsóknar þar sem N-acetyl- cystein var gefið sjúklingum með alvarlega lifrarbilun af völdum parasetamóls. Voru liðnar að meðaltali 55 klukkustundir frá töku lyfsins þar til N-acetyl-cystein-meðferð hófst. Rannsóknin var framsýn og náði til 50 sjúklinga. Fékk helmingur sjúklinganna hefðbundna meðferð en hinn helmingurinn fékk einnig N-acetyl-cystein í stöðugu innrennsli í æð þar til einkenni gengu til baka eða sjúklingur lést. Með tillitil til dauðsfalla, heilabjúgs og blóðþrýstingsfalls var árangur nteðferðar marktækt betri hjá þeim sem fengu N-acetyl-cystein. í N-acetyl-cystein hópnum lifðu 48% (12/25) en í hópnum sem fékk aðeins hefðbundna meðferð lifðu 20% (5/25). Engar alvarlegar hjáverkanir komu fram við gjöf lyfsins. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er reynandi að gefa sjúklingum með alvarlega lifrarbilun af völdum parasetamóls N-acetyl-cystein þó langt sé liðið frá töku lyfsins. Á Borgarspítalanum hefur einn sjúklingur látist af völdum parasetamóleitrunar (6) og frá rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði eru heimildir um annað dauðsfall og jafnframt tvö önnur tilfelli þar sem parasetamól er talin meðvirkandi dánarorsök (7). Þótt lifrarskemmdir séu langalvarlegasta eiturverkun parasetamóls og algengasta dánarorsök getur lyfið einnig í ofskömmtum valdið nýrnabilun (8) og skráð hefur verið tilfelli þar sem sjúklingur dó vegna hjartavöðvabólgu (toxic myocarditis) af völdum parasetamóls (9). Lifrarskemmdir af völdum parasetamóls virðast ekki verða varanlegar og sjúklingar ná sér yfirleitt að fullu. Talin er aukin hætta á lifrarskemmdum hjá áfengissjúklingum, að öllum líkindum vegna aukinnar verkunar cytochrom P-450 oxíðasakerfisins og einnig minnkunar á glútatíon-birgðum hjá þeim (10). Þá er jafnvel talin aukin hætta á lifrarskemmdum hjá áfengissjúklingum við langvarandi notkun parasetamóls í eðlilegum lækningaskömmtum. Lýst hefur verið örfáum tilfellum lifrarskemmda hjá sjúklingum sem ekki voru áfengissjúklingar og virtust aðeins hafa notað parasetamól sem verkjalyf í eðlilegum skömmtum (10). Börn eiga erfiðara með að binda parasetamól við glúkúron- sýru en fullorðnir, en þrátt fyrir það virðist heldur minni hætta á parasetamóleitrunum og lifrarskemmdum hjá þeim en hjá fullorðnum við sambærilega skammta. Eins og áður er getið er parasetamól eitt helsta niðurbrotsefni fenasetíns. Eiturverkanir fenasetíns á nýru eru vel þekktar og því eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort parasetamól geti einnig valdið nýmaskemmdum við langvarandi notkun lyfsins. Sandler og fleiri (11) athuguðu nýlega notkun verkjalyfja hjá sjúklingum með varanlega sermikreatínín hækkun þar sem þekktir nýmasjúkdómar voru útilokaðir. I ljós kom, að miðað við samanburðarhóp, var mikið aukin notkun fenasetíns hjá sjúklingum með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.