Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 34
294 LÆKNABLAÐIÐ klukkustunda og hjálpar örugglega innan 16 klukkustunda en eftir það er verkun mun vafasamari og eftir 24 stundir hefur yfirleitt verið talið tilgangslaust að gefa N- acetyi-cystein. Þó benda niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Bretlandi til þess að bæta megi lífslíkur sjúklinga með alvarlega lifrarbilun með N-acetyl-cystein gjöf þó lengra sé liðið frá töku parasetamóls en 24 stundir (3). Parasetamól er tiltölulega auðmælt í sermi og er það mælt á rannsóknastofum allra bráðasjúkrahúsanna í Reykjavík og rannsóknastofu Háskóla Islands í lyfjafræði. Meðferðin er háð þéttni í sermi og tímalengd frá töku og er venslarit það sem hér fylgir notað til að ákveða meðferð (mynd 1). Sjálfsagt er að byrja meðferð í öllum vafatilfellum og síðan er hægt að stöðva meðferð er niðurstöður lyfjamælingar liggja fyrir og ljóst er að ekki er hætta á lifrarskemmdum, samkvæmt venslaritinu. Hefðbundin meðferð hér á landi og í flestum Evrópulöndum er að gefa N-acetyl-cystein (Mucomyst®) í æð og eru 300 mg látin renna inn á 24 klukkustundum. I Bandaríkjunum er lyfið yfirleitt gefið í töflu- eða vökvaformi um munn og er þá gefinn hleðsluskammtur 140 mg/kg og síðan 70 mg/kg á fjögurra stunda fresti, 17 skammtar alls. Þessi meðferð verður þó að teljast óöruggari, sérstaklega með tilliti til þess að sjúklingar með parasetamóleitrun fá oft uppköst og því verður inntaka lyfsins óöruggari. Einnig getur N-acetyl-cystein valdið ógleði. N-acetyl-cystein er fáanlegt hér undir sérlyfjaheitinu Mucomyst®og er bæði fáanlegt sem stungulyf og í töfluformi. EINKENNI PARASETAMÓLEITRUNAR Einkennum parasetamóleitrunar má skipta í þrjú stig. Fyrsta stigið á sér venjulega stað innan 24 klukkustunda frá því lyfið er tekið. Einkennin eru þá yfirleitt væg, fyrst og fremst ógleði, uppköst, óróleiki og sjúklingur svitnar mikið, en á þessu stigi eru engin merki lifrarskemmdar. Annað stig hefst svo 24-68 klukkustundum eftir lyfjatöku og getur staðið í allt að fjóra daga. Til að byrja með hverfa einkenni sjúklings að mestu og honum líður ágætlega og lítur vel út, en þá byrja að koma frarn merki lifrarskemmdar. Lifrarenzým og bilirúbín í blóði fara hækkandi og ef lifrarskemmdin er mikil lengist próþrombíntími. A þriðja stigi Plasma parasetamól jrg/ml Mynd 1. Venslarit þetta er lijálplegt við að álcveða Itvort gefa skal N-acetyl-cystein við parasetamóleitrunum þegar þéttni lyfsins í senni er þekkt og vitað er live langt er liðið frá töku þess. eru komin merki lifrardreps og einkenni um lifrarbilun. Hækkun á ASAT eða ALAT, yfir 1000 ein./l, eru talin merki um alvarlega lifrarskemmd. Meðferðin er nú fyrst og fremst stuðningsmeðferð við lifrarbilun með vökvagjöf og K-vítamín er gefið ef nauðsyn krefur. Ef hægt er að hefja N-acetyl-cystein meðferð innan 10 tíma frá töku lyfsins, sjást næstum aldrei alvarlegar lifrarbilanir, en ef lifrardrep á sér stað þar sem ASAT eða ALAT hækkar í meira en 1000 ein./l má búast með 1-2% dánartíðni (4). Þeir sjúklingar sem lifa af lifrarskemmdir ná sér hinsvegar ytírleitt fullkomlega og fá ekki varanlegar lifrarskemmdir. Eftirfarandi sjúkratilfelli frá lyflækningadeild Borgarspítalans lýsir vel alvarlegri parasetamóleitrun. Tvítugur sjómaður, sem dvaldi í verbúð á Vestfjörðum, hafði eftir tveggja sólarhringa áfengisdrykkju skellt í sig rúmlega 40 töflum af Lobac (18 g parasetamól) sem hann hafði áður leyst upp í kóki. Atta tíinum síðar var hann kominn með mjög sára kviðverki og kastaði upp en leitaði þó ekki læknis fyrr en síðar um daginn. Erfitt var um færð fyrir vestan og þurfti að sækja sjúkling á snjóbfl til Isafjarðar. Þegar hann kom á sjúkrahúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.