Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 313-5 313 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands og Lacknafclag Rcykjavikur 78. ARG.-OKTOBER 1992 Jón Þorsteinsson íslenskar gigtarrannsóknir í tilefni Norræns gigtarárs 1992 er þetta hefti Læknablaðsins helgað rannsóknum á gigtarsjúkdómum. Gigtsjúkdómafræðin á sér ekki langa sögu sem vísindagrein þótt gigtin hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda. Það var ekki fyrr en Philip Hench fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1950 fyrir cortisonmeðferð við liðagigt að gigtsjúkdómafræðin skipaði sér sess meðal annarra greina læknisfræðinnar. Tveimur árum áður hafði Hargraves fundið LE- frumuna og Rose hafði endurvakið rheumatoid faktor Waalers sem hann fann 10 árum áður og nú er kallað Rose-Waaler próf. Þessar þrjár uppgötvanir, cortisonið, LE-fruman og Rose-Waaler prófið valda tímamótum og gera gigtsjúkdómafræðina að raunverulegri vísindagrein. Hér á landi á gigtsjúkdómafræðin sér enn skemmri sögu sem vísindagrein en þetta hefti Læknablaðsins sýnir að hún hefur nú skipað sér sess sem slík. Gigtin hefur þó fylgt Islendingum frá landnámstíð. Það sýna bein Þjórsárdæla hinna fomu (1). Gigt er þó hvorki nefnd í íslendingasögum né annálum (2-4), hefur líklega þótt of hversdagsleg. Það eina sem ég hef rekist á, að gæti gefið grun um bráða liðagigt, er lýsing á því í Sturlungu þegar Snorri Sturluson var lögsögumaður og gat ekki sinnt skyldustörfum sínum á Alþingi árið 1229 vegna helti. í Sturlungu segir: »Snorri tók ámusótt um þingið og mátti hann ekki ganga« (5). Amusótt er talin vera heimakoma sem getur verið erfitt að greina frá podagra. Podagra er svo kvalafullur sjúkdómur að sjúklingurinn »má ekki ganga«. Snorri var ríkasti höfðingi Sturlungaaldar. Hann hélt vinum sínum dýrlegar veislur og lét ekki skorta ölföng. Hann var gleðimaður og kvennamaður mikill. Slikir höfðingjar fá »ríkra manna gigt«. Jón Pétursson fjórðungslæknir Norðlendinga lýsir þvagsýrugigt í bók sinni Stutt ágrip um Iktsýke eður Liðaveike sem geíin var út á Hólum 1772 (6). Hann undrast mjög að Islendingar fái þennan sjúkdóm, fátækir og lítt gefnir fyrir heimsins lystisemdir. Jón Pétursson er með fyrstu læknum sem lýsa arthritis rheumatoides og scleroderma og hafa þessir sjúkdómar því verið þekktir á íslandi á 18. öld (7). A 19. öld voru skrifaðar tvær doktorsritgerðir við Hafnarháskóla um sjúkdóma á íslandi. Schleisner komst að því að þrír algengustu sjúkdómar á íslandi væru sullur 12,6%, gigt 9,7% og hysteria 7,2% (8). Jón Finsen komst að því að Islendingar væru gigtveikari en Danir og algengust var vöðvagigt. Hann lýsti fyrstur manna taksótt (pleurodynia) og taldi þann sjúkdóm til gigtar (9).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.