Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 8
316 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 316-21 Kristján Erlendsson, Kristján Steinsson, Kristín Traustadóttir, Helgi Valdimarsson KOMPLÍMENTSKORTUR OG RAUÐIR ÚLFAR; HLUTVERK KOMPLÍMENTS í HREINSUN MÓTEFNAFLÉTTNA ÁGRIP Sjúklingur með C2 skort og rauða úlfa (SLE) hefur verið meðhöndlaður í tæp átta ár með fersku frosnu plasma sem bætir upp C2 skortinn. Við hverja plasmagjöf lagast öll sjúkdómseinkenni á um það bil 10 dögum en koma aftur fram sex til átta vikum síðar. Sýnt hefur verið fram á að starfsemi klassíska ferilsins er endurreist við hverja meðferð, CH50 og IIP mælast innan eðlilegra marka og magn mótefnafléttna minnkar meðan á plasmagjöf stendur. Jafnframt eykst magn C3d sem sýnir að komplímentræsing verður samfara plasmagjöf. Niðurstöður þær sem kynntar eru hér styðja þá tilgátu að komplímentkerfið taki þátt í eðlilegri meðhöndlun líkantans á mótefnafléttum. Tengsl óeðlilegrar starfsemi komplímentkerfisins og sjúkdómsmyndar mótefnafléttusjúkdóms er staðfest hjá þessum sjúklingi. INNGANGUR Komplímentkerfið gegnir margþættu hlutverki í líkamanum. Þegar mótefnafléttur myndast, einkum með mótefnum af IgG og IgM gerð, bindast þær við Clq, fyrsta þátt komplímentkerfisins, og valda keðjuverkun er leiðir til ræsingar á C4, C2, C3 og síðan til enda, C5-C9. Þeir þættir sem mest hafa verið rannsakaðir eru bólgumyndun fyrir tilstilli virkra þátta, svo sem C3a og C5a, og frumurof vegna áhrifa síðari hluta komplímentkerfisins C5-9, en þeir þættir valda mótefnamiðluðu himnurofi (1). Kerfið gegnir einnig mikilvægu hlutverki við hreinsun mótefnafléttna úr blóði til átfrumukerfisins. C3b, sent myndast við ræsingu C3, brýtur mótefnafléttur í smærri einingar og eykur leysanleika þeirra. Frá lyflækningadeild og ónæmisfræöideild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Kristján Erlendsson ónæmisfræöideild Landspítalans. Fyrstu þættir klassíska ferlisins eru þannig mikilvægastir til að hindra útfellingu (inhibition of immune precipitation, IIP), en styttri ferillinn til að leysa fléttur sem þegar hafa myndast (solubilization of immune complexes, SOL) (2-4). Auk þessa er C3b nauðsynlegur tengihluti fyrir mótefnafléttur til að þær nái að tengjast við komplíment- viðtaka 1 (CRl) á rauðum blóðkornum. Rauðu blóðkornin flytja mótefnafléttumar síðan til átfrumukerfisins sem tekur við þeim fyrir tilstuðlan CRl og Fc viðtaka. Nái C3b ekki að myndast á eðlilegan hátt minnkar leysanleiki mótefnafléttna, flutningur þeirra truflast og mótefnafléttur falla út í vefi og valda þar bólgu (5). Þannig gæti það virst mótsagnakennt, að ræsing komplímentkerfisins geti bæði valdið bólgu og sé þannig hlekkur í meinferli fléttusjúkdóma svo sem rauðra úlfa, en sé jafnframt vemdandi og minnki líkur á þessum sömu sjúkdómum með því að hindra útfellingu mótefnafléttna í vefi. Á síðari árum hefur komið í ljós, að aukna tíðni mótefnafléttusjúkdóma, sérstaklega rauðra úlfa, má finna hjá einstaklingum með skort á vissum þáttum komplímentkerfisins (6-8). Vera má að það tengist vanhæfni þeirra til að ferja mótefnafléttur á eðlilegan hátt til átfrumukerfisins og hindra útfellingu í vefi. Þessi aukna sjúkdómstíðni er einkum áberandi hjá þeim, sem hafa arfhreinan (homozygous) skort á vissum þáttum klassíska ferilsins, Clq, C2 og C4. Sjúkdómsmynd þessara sjúklinga er oft væg og bundin húð og liðum sem gæti samrýmst og því að komplímentskorturinn sé vemdandi og bólgusvörun ekki eins öflug og annars væri (7). Alvarlegri einkennum rauðra úlfa hefur þó verið lýst (8,9). Menn hafa því verið hikandi og óttast, að meðferð er bætir starfsemi klassíska ferilsins hjá þessum sjúklingum, til dæmis með gjöf þeirra komplímentþátta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.