Læknablaðið - 15.10.1992, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
325
þörfnuðust hærri skammta en 2000 eininga
fengu tvær dælingar undir húð. Markmið
meðferðarinnar var að blóðrauðinn hækkaði
um meira en 15 gr/1. Þegar takmarkinu var
náð var rh-EPO skammturinn helmingaður.
Ef styrkur ferritíns í sermi var lægri en 250
Hg/\ voru sjúklingamir jafnframt meðhöndlaðir
með jámtöflum (100 mg/dag) til að hindra
jámskort, sem er fylgikvilli aukinnar
uppbyggingar rauðra blóðkoma (22).
Eftirlit: Sjúkdómseinkenni (morgunstirðleiki
og liðverkir í hvfld og við hreyfingu)
voru könnuð vikulega með samtölum við
sjúklingana og skráð á 10 sentimetra sjónskala
(visual analogue scale). Hlutlægt virknismat
fyrir og eftir meðferð með rh-EPO var
metið með kvarða Ritchie (23) og hreyfigeta
samkvæmt Steinborcker (24). Sama mat var
endurtekið er sjúklingamir höfðu verið án rh-
EPO meðferðar í sex vikur. Blóðþrýstingur
var metinn fyrir hverja rh-EPO gjöf.
Allir sjúklingamir gengust undir nákvæma
blóðmeinafræðilega rannsókn (tafla II). Jám,
transferrín og ferritín var mælt í sermi og
próf fyrir blóðkomarofi (hemolysis) vom
gerð. Einnig var beinmergur rannsakaður.
Sjúklingar með einkenni um blóðkomarof eða
með jámsnauðan beinmerg vom útilokaðir frá
rannsókninni.
Vikulega vom blóðrauði og blóðkomaskil
(hematocrit) mæld, netfmmur, hvít blóðkom
og blóðflögur voru talin. Einnig voru
kreatínín, kalíum, sökk, CRP og haptóglóbín
mæld í sermi. Sömu mælingar voru
gerðar aðra hvora viku í sex vikur eftir að
sjúklingamir hættu á rh-EPO meðferðinni.
Rauðkomavaki í sermi var mældur vikulega
meðan á meðferð stóð og síöan aðra hvora
viku í sex vikur, eftir að meðferð lauk. Notuð
var geislaónæmismæling (radioimmunoassay,
RIA) eins og áður hefur verið lýst (25).
Lægsta mælanlega gildi er 0,5 eining/1,
og meðalgildi er 6,7 einingar/1 (3,3-
13,5 alþjóðlegar einingarfl). Tölumar em
meðalgildi og spönnun frá viðmiðunarhópi.
NIÐURSTÖÐUR
Meðalgildið fyrir blóðrauða var 93,1 ± 8,4 g/1
fyrir meðferð, en náði 116,3 ± 10,1 g/1 eftir
fimm vikna meðferð með rh-EPO (p<0,001).
Meðalgildið fyrir blóðrauðaskil
Reticulocytes %
Hemoglobin g/l
Erythropoietin
Weeks
Figure 1. Hemoglobin, hematocrit and reticulocyte
counts in eleven patients with inflammatory arthritides
during and after treatment with recombinant human
erythropoietin (rh-EPO). The data are presented as
means±SD. The p values were calculated by one factorial
ANOVA. The treatment period with rh-EPO is indicated.
jókst á sama tíma frá 29,4 ± 2,8% til 35,9
±2,1% (p<0,001) og fjöldi netfrumna
jókst marktækt (p<0,05) (mynd 1). Níu
sjúklingar náðu meðferðarmarkmiðinu
með aukningu í Hb>15 g/1. Þó var rh-
EPO skammturinn aðeins minnkaður hjá
fjórum sjúklingum. Hinir fimm sjúklingamir
náðu meðferðarmarkmiðinu á síðustu
dögum meðferðarinnar og vannst því ekki
tími til skammtaaðlögunar samkvæmt
meðferðaráætlun. Þessi skammtaminnkun
endurspeglaðist í vægri fækkun netfrumna
og lækkun blóðrauða (mynd 1). Sjúklingamir
tveir með skerta nýmastarfsemi vegna
bólgumýlildis svöruðu báðir meðferðinni, þrátt
fyrir mjög mikla virkni í grunnsjúkdómnum;