Læknablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 18
326
LÆKNABLAÐIÐ
blóðrauðinn jókst frá 98 til 130 g/1 og frá 75
til 117 g/1 (mynd 2). Mynd 3 sýnir svörun í
blóðrauða hjá sjúklingunum níu sem höfðu
eðlilega nýmastarfsemi. Sjö af þessum
sjúklingum svöruðu rh-EPO meðferðinni með
meira en 15 gr/1 aukningu í blóðrauða, meðan
tveir sjúklingar höfðu óbreytt blóðrauðagildi
fyrir og eftir meðferð. Þó fjölgaði netfrumum
(8%) hjá öðrum þessara sjúklinga næst síðustu
meðferðarvikuna.
Sjúklingamir tveir, sem svöruðu ekki
meðferðinni, höfðu báðir mjög virka iktsýki
með hátt sökk (62 og 94 mm/klst), mjög
hátt CRP (111 og 170 mg/1) og háan Ritchie
kvarða (20 og 14 stig).
Sex vikum eftir að rh-EPO meðferðinni var
hætt voru sjúklingamir enn með marktæka
hækkun á bæði blóðrauða og blóðrauðaskilum
miðað við fyrir meðferð (p<0,001 og
p<0,01), þó sást marktæk lækkun á fjölda
netfrumna og blóðrauðaskilum, meðan engin
marktæk lækkun varð á blóðrauða (mynd 1).
Einungis hjá einum sjúklingi féll blóðrauðinn
niður í sama gildi og fyrir meðferð
(mynd 3). Engin marktæk breyting varð á
meðalfrumurými (MCV), meðalfrumurauða
(MCH), meðalfmmurauðastyrk (MCHC),
þéttni jáms, ferritíns eða transferritíns í sermi
fyrir og eftir meðferð.
Meðalgildi blóðrauðavaka í sermi fyrir
meðferð var 19,5 ± 11,6 alþjóðaeiningar/1
(6,1-43). Fjórir sjúklingar höfðu
blóðrauðavaka innan eðlilegra marka, tveir
höfðu væga hækkun og fimm sjúklingar
höfðu hærra gildi en 20 einingar/1. Annar
sjúklinganna, sem ekki svaraði meðferð,
hafði næst hæsta blóðrauðavakagildið
(37,9 einingar/1) og hinn hafði 17,3
einingar/1. Ekkert samband fannst milli
blóðrauðavakagildanna fyrir meðferð og
árangurs af rh-EPO meðferðinni.
Engra aukaverkana varð vart af rh-EPO
meðferðinni. Einn sjúklingur kvartaði
um aukna verki í öxlum, en þarfnaðist
ekki verkjalyfja. Þrír sjúklingar voru í
meðferð vegna háþrýstings er meðferðin
með rh-EPO hófst. Enginn þeirra þarfnaðist
breyttrar blóðþrýstingsmeðferðar og ekki
varð heldur vart blóðþrýstingshækkunar
hjá hinum níu sjúklingunum sem höfðu
eðlilegan blóðþrýsting. Sex sjúklinganna
lærðu að sprauta sig sjálfir með hjálp
hjúkrunarfræðings.
Virkni sjúkdómsins mæld með sökki, CRP,
haptóglóbín, Ritchie eða Steinbrocker
kvörðum breyttist ekki marktækt meðan á
meðferðinni stóð. Huglæg einkenni svo sem
morgunstirðleiki, hreyfi- eða hvíldarverkir
breyttust ekki heldur meðan á meðferðinni
stóð. Hins vegar varð marktæk lækkun
á sökki fyrir og eftir rh-EPO meðferðina
(p<0,01). Þessi lækkun á sökki hafði hins
vegar ekkert samband við aðra bólguþætti
(CRP og haptóglóbín) eða við blóðrauða og
blóðrauðaskil.
Hvíldarþörf sjúklinganna minnkaði marktækt
meðan á rh-EPO meðferð stóð eða að
meðaltali um 42 mínútur. Einnig álitu
sjúklingarnir að almennt ástand þeirra batnaði
við rh-EPO meðferðina (p<0,01).
Atta sjúklingar höfðu ferritínþéttni í sermi
lægri en 250 /ig/1 og voru því gefnar jámtöflur
samkvæmt meðferðaráætlun. Tveir þessara
sjúklinga svöruðu ekki rh-EPO meðferð.
UMRÆÐA
Langvinnir bólgusjúkdómar hafa oft
vægan blóðskort sem fylgikvilla. Erfitt
er að meta hvaða þýðingu blóðleysið
hefur fyrir gigtarsjúklinga. Bæði getur
gigtarsjúkdómurinn valdið þreytu og hindrað
líkamlega áreynslu og þannig verða hjarta
og lungu ekki fyrir álagi. Hins vegar er það
reynsla margra lækna að bætt blóðrauðagildi
bæti ástand sjúklinga almennt, jafnvel þegar
virkni grunnsjúkdómsins er óbreytt. Það er því
áhugavert að athuga virkni blóðrauðavaka til
betrunar blóðrauða hjá sjúklingum sem hafa
blóðskort vegna langvinnra gigtarsjúkdóma.
I þessari rannsókn höfum við sýnt fram
á að meðferð með rh-EPO hefur aukið
blóðrauðagildið um 15 gr/1 hjá níu af ellefu
gigtarsjúklingum.
Meðferð með blóðrauðavaka (rh-EPO) hefur
verið árangursrík við meðferð á blóðskorti
vegna nýmabilunar og nýlega hafa birst
greinar um jákvætt svar við rh-EPO meðferð
á blóðleysi vegna iktsýki. Means et al (17)
birtu niðurstöður frá tveimur sjúklingum
sem svöruðu rh-EPO meðferð. Annar
sjúklinganna hafði jámskort áður en rh-EPO
meðferðin byrjaði og hinn sjúklingurinn
fékk jámskort eftir átta vikna meðferð, þrátt