Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1993, Page 5

Læknablaðið - 15.05.1993, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 175-84 175 Birna Þórðardóttir PYNTINGAR BRJÓTA NIÐUR SJÁLFSVIRÐINGU OG PERSÓNULEIKA Rætt viö Inge Genefke og Jens Andersen Kafbáturinn Páfagaukspinninn Falanga Mótorhjólið Picana Einhverjum gæti flogið í hug að orðin hér að ofan væru stikkorð ferðaskrifstofu fyrir sumarleyfisparadís, lýsandi fyrir ferðamöguleika og unaðssemdir í mat og drykk. En svo er ekki, heldur eru þetta nöfn á alræmdum pyntingaaðferðum, pyntingum sem svívirða, niðurlægja, meiða og drepa. Við sitjum inni á bjartri skrifstofu í fallegu og vinalegu húsi mitt í Kaupmannahöfn. Fyrrverandi prófessorsbústaður. Annað tveggja húsa sem RCT - Rehabilitationscenter for torturofre - Endurhæfingarstöð fyrir fórnarlömb pyntinga - hefur aðsetur í. Pappír flóir unt allt. Bæklingar, skýrslur, reikningsuppgjör, beiðnir um stuðning, rannsóknarniðurstöður, hrottalegri lýsingar en hér verður greint frá. Viðmælendur okkar Inge Kemp Genefke læknir, primus motor samtakanna, og Jens Andersen skipulagsstjóri, fyrrum fjármálastjóri Danska læknafélagsins og læknablaðsins Ugeskrift for læger. Inge skýrir fyrst frá tilurð RCT. Hvernig það starf hófst sem hefur gefið ótrúlega mörgum lífsvon eftir þá afmáun eigin sjálfs sem pyntingar hafa í för með sér. En gefum Inge orðið: Segja má að undirbúningsvinna hafi byrjað 1973 og 1974. Upphafið má rekja til Danmerkurdeildar Amnesty Intemational, en hópur lækna hafði starfað þar innan. Þessi hópur tók sig saman, fyrst með það fyrir augum að sanna læknisfræðilega að pyntingum hefði verið beitt. Það kom fyrir að fórnarlömb pyntinga sem leituðu réttar síns Inge Genejke og Jens Andersen á skrifstofu Inge í Endurhœfingarstöðinni fyrir fórnarlömb pyntinga. Ljósm.: -bþ- fyrir dómstólum fengu að heyra að þau væru sjálf ábyrg fyrir eigin skaða. Þau hefðu sjálf brennt sig á sígarettum, brotið sig eða skaðað á annan hátt. A þessum tíma var ég starfandi innan læknahóps Amnesty. Árið 1982 var RCT stofnað og 1984 tók stöðin formlega til starfa. Með notkun tölvuskráðra upplýsinga reyndum við að komast að því hvort aðrir læknar hefðu rannsakað pyntingar skipulega, en svo var ekki. Okkar hópur var fyrstur til þess að rannsaka fórnarlömb pyntinga út frá læknisfræðilegum forsendum. Við höfðum því enga reynslu til að styðjast við. Á þessum tíma komu fyrstu flóttamennirnir frá Chile til Danmerkur, margir hverjir mjög illa

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.