Læknablaðið - 15.05.1993, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ
177
eru ríkisstjórnir sem æskja pyntinga og þetta
viðgengst í ríflega 70 löndum í heiminum í
dag.
Þetta voru fyrstu þrjú atriðin sem komu okkur
á óvart.
HJÁLP ER MÖGULEG
Fjórða atriðið sem við komumst að raun
um og það sem hægt er að gleðjast yfir er
að við getum í raun hjálpað. Það er mögulegt
að endurhæfa þessa einstaklinga. Við tölum
ekki um meðferð vegna þess að við lítum ekki
á fórnarlömb pyntinga sem sjúklinga heldur
ræðum við um skjólstæðinga og við vitum
núna að við getum hjálpað. Með það í huga
höfum við byggt starf okkar upp á einföldum
grundvallarreglum.
Mikilvægast af öllu og hornsteinn allrar
aðstoðar er að hjálpa sálrænt, þar beitum við
samtalsaðferð. Skjólstæðingar okkar verða
að ræða um það sem þeir hafa orðið fyrir.
En um leið veitum við einnig líkamlega
hjálp. Itarleg læknisskoðun fer fram og
við veitum sjúkraþjálfun. Þar sem skórinn
kreppir virkilega eftir pyntingar er ekki í
maganum, nýrunum eða lifrinni, þótt þess
séu auðvitað líka dæmi, en þar sem fólk er
virkilega skaddað, fyrir utan sálrænan skaða,
er í stoðkerfi líkamans. Þetta á við um nálega
alla skjólstæðinga okkar. Fólk hefur verið
hengt upp, það hefur verið barið og þá með
vöðvana spennta. Þess vegna notum við mjög
mikið sjúkraþjálfun. Það er grunnatriði að
sinna líkama og sál í einu. Auk þessa veitum
Pyntingar leiða oft til breyttrar skynjunar fómarlambsins
á eigin líkama. Þvífinnst líkaminn Ijótur og afmyndaður.
við einnig félagslega aðstoð, ekki síst ef um
fjölskyldur er að ræða.
HVAÐ VARAST BER í MEÐFERÐ
I öllum tilvikum verðum við að varast
kringumstæður sem minna skjólstæðinga
okkar á pyntingar. Það getur til dæmis verið
Sjálfsálit konu er lítið eftir
kynferðislega niðurlœgingu.
Skömmin er yfirþyrmandi.