Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 10
180 LÆKNABLAÐIÐ sem við vitum af um allan heim. Við sitjum hér með starfsáætlanir og beiðnir um peningaaðstoð frá samtökum og stöðvum um allan heim. Við höfum lagt fram mjög einfalda aðferð við Evrópubandalagið í Brussel: Þegar þið hafið gengið frá tvíhliða samningum við ríkisstjórnir eða einkaaðila um byggingu sjúkrahúss, verksmiðju eða framkvæmd landbúnaðarverkefnis í löndum þar sem pyntingar hafa verið eða eru stundaðar, þá veitið þið 1% af samningsupphæðinni til meðferðarstöðva eða læknahóps sem við þekkjum í landinu og við skulum sjá til þess að peningamir gangi til réttra aðila. Þetta ætti ekki að vera ofverkið. SKYLDUR RÍKJA AÐ LEGGJA SITT AF MÖRKUM Eg er nýkomin frá Bandaríkjunum og þar reyna samstarfsaðilar okkar nú að hafa áhrif á þingmenn í Washington í því skyni að fá stuðning við bandaríska endurhæfingarstöð sem staðsett er í Minneappolis. Við teljum, Tókíóyfirlýsinging 1. Lœknirinn má ekki veita stuðning við, láta óátaldar eða eiga þátt í að framkvœma, pyndingar eða annað grimmdarlegt eða niðurlœgjandi athœfi, hvað svo sem fórnarlamh slíkra aðgerða er grunað um, er kcert fyrir eða er sekt um og hverjar svo sem eru skoðanir eða hvatir þolandans og á þetta við í öllum tilvikum, þar með talin hernaðarátök og borgarastyrjöld. 2. Lœknirinn má ekki leggja til húsmeði, áhöld, efni eða þekkingu til þess aö auðvelda framkvœmd pyndinga eða grimmdarlegrar, ómannlegrar eða niðurlœgjandi meðferðar af öðru tagi eða til þess að draga úr getu fórnarlamhsins til þess að standast slíka meðferö. 3. Lœknirinn má ekki vera viðstaddur neina þá athofn, þar sem pyndingum eða annarri grimmdarlegri, ómannlegri eða niðuríœgjandi meðferð er beitt eða slíku er hótað. 4. Lœknirinn verður að liafa fullkomlega klínískt sjálfstœði, þegar hann ákveður hvernig annast skuli um þá mannveru, sem hann her lceknisfrœðilega áhyrgð á. Frumhlutverk læknisins er, að draga úr neyð meðbrœðra sinna og hvorki eigin hvatir, hópástœður né stjórnmálatilgangur mega ná yfirhöndinni yfir þessu œðra stefnumarki. 5. Þegar að fangi neitar að matast og lceknirinn telur hann færan um það, að mynda sér óbrenglaða, rökrétta skoðun, að því er varðar ajieiðingar þess að neita fæðu af eigin hvötum, má ekki næra hann með tilgerðum ráðum. Að minnsta kosti einn óháður lœknir annar ætti að staðj'esta úrskurðinn um liæfi fangans til þess að mynda sér slíka skoðun. Lœkninum ber að skýra fanganum frá ajleiðingum þess, að hann neitar að borða. 6. Alþjóðafélag lcekna mun styðja og œtti að hvetja samfélag þjóðanna, læknafélög þjóðríkja og einstaka lcekna, til þess að styðja þann lækni og fjölskyldu hans, sem verður fyrir ógnunum eða refsiaðgerðum, sem leiða afþví, að neitað er að loka augunum fyrir notkun pyndinga og annarra grimmilegrar, ómannlegrar eða niðurlægjandi meðferðar. Saniþykkt á 29. Heimsþingi lækna í Tókíó í október 1975 (Þýðing: Örn Bjarnason. Siðfrœði og siðamál lcekna. Reykjavík: Iðunn, 1991: 215-6.)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.