Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ
181
að þar sem Bandaríkin eru nú eina stórveldi
heimsins, þá geti þau séð af fjármagni til
þessa. Það er ekki um stórar fjárfúlgur að
ræða á mælikvarða Bandaríkjanna. En fáist
peningar er mögulegt að veita fórnarlömbum
pyntinga aftur þá sjálfsvirðingu og reisn sem
þau voru rænd, þannig að þau verði fær um að
gera það sem vilji þeirra stendur til. Þannig
skapast jafnvægisástand og lýðræðisþróun
hefst. Þetta hefur danska ríkisstjórnin skilið
mjög vel.
Danmörk gefur mest allra ríkja til
endurhæfingar fómarlamba pyntinga.
Við höfum átt mjög gott samstarf við
utanríkisráðuneytið. Þegar við ferðumst í
löndum, þar sem ef til vill er ekki mjög
þægilegt að sinna þeim verkefnum sem við
vinnum að, þá hafa dönsku sendiráðin staðið
á bak við okkur, stutt okkur og aðstoðað á
alla lund. En þeir segja líka, og það með
réttu: Af hverju ætti Danmörk að borga
þetta allt saman? Þótt ísland gerði ekki
annað þá gæti það samt gefið peninga til
þessa starfs. Læknar eru bærilega launaðir
og íslenskir læknar mættu gjarnan hafa
samband við RCT. Við tökum einnig á
móti framlögum einstaklinga, sem eru
vel að merkja frádráttarbær til skatts.
Aðalvandamálið í dag er peningaskortur. Við
höfum eytt miklum tíma og orku í að búa
til kennslu- og upplýsingaefni. Við höfum
útbúið leiðbeiningar fyrir hjúkrunarfræðinga,
sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og fleiri
heilbrigðishópa.
MENNTUN HEILBRIGÐISSTÉTTA
Við höldum námskeið
í Kaupmannahafnarháskóla, til dæmis fyrir
hjúkrunarfræðinga, en við viljuin fá að kenna
öllu heilbrigðisstarfsfólki þannig að það viti
að pyntingar eru til. Vitneskjan er líka hindrun
í vegi frekari pyntinga og við verðum að
reyna að koma í veg fyrir pyntingar.
Því meira sem við tölum um pyntingar
því meir sem við opnum umræðuna, því
meir sem fómarlömbin tjá sig þeim mun
ákveðnar getum við fordæmt þau 70 lönd
sem beita ríkisstjórnarpyntingum. Island
hefur einnig samband við þessi lönd. Ég er
ekki að ræða um pyntingar sem viðgangast
á milli andstæðra hópa eða samtaka, ég er
að tala um löndin og stjórnendur þeirra.
Þessi lönd eru öll á skrá hjá Amnesty, en við
leggjum ekki í vana okkar að telja þau upp,
við segjum einungis: Það eru 70 lönd sem
beita ríkisstjórnarpyntingum. Stjórnir landanna
hafa vitneskju um þær, þess vegna eru þetta
ríkisstjómarpyntingar. Ég tek ekki afstöðu til
stjórnmálakerfa, en pyntingum er beitt í austri
og vestri, suðri og norðri.
Hér í Danmörku höfum við haft fólk frá 45
löndum sem hefur verið pyntað og við höfum
séð ákveðið munstur sem pyntingaböðlarnir
nota og aðferðirnar eru þær sömu. Þeir kenna
hver öðrum, enda er markmiðið hið sama -
að brjóta niður einstaklingana. Afleiðingar
pyntinga hjá fórnarlömbunum em einnig
þær sömu, hvort heldur pyntað er í Afríku,
Rómönsku-Ameríku eða Asíu. Við vitum
hvernig farið er að, við vitum að þeir taka
leiðtogana fyrst og pynta þá og við þekkjum
afleiðingarnar. Um þetta eigum við að tala. En
vegna þessa vitum við líka að endurhæfingin
er hin sama, við vitum hvernig við eigum
að hjálpa fórnarlömbum pyntinga, hvar
sem er í heiminum. En að sjálfsögðu er um
menningarlega mismunun að ræða og ólíkar
félagslegar aðstæður sem við verðum að taka
tillit til í endurhæfingunni.
NÁMSKEIÐ í DANMÖRKU
Þegar viðtalið við Inge og Jens var tekið stóð
yfir fjögurra daga námskeið hjá RCT.
Námsefnið er talsvert, sagði Inge, og það
er engin skemmtilesning. Það er í rauninni
það erfiðasta. Efnið er svo sjúklegt og
óhugnanlegt, að þú hefur hvorki löngun til
að lesa né heyra. Erfiðast er að hlusta á fólk
og sitja hjá fólki sem hefur gengið í gegnum
slíkan óhugnað, en það er nauðsynlegt. Þau
verða að geta grátið, öskrað, æpt, lagst á
gólfið og hvað annað sem veitir svölun þegar
þau skýra frá óhugnaðinum. Við höfum ekki
fundið upp neinar nýjar aðferðir til hjálpar,
heldur beitum við neyðarmeðferð til þess að
vinna bug á andlegu áfalli sem hefur ef til vill
varað árum saman. En markmiðið er að ræða
um það. Ná skelfingunni út úr hugskotinu
og færa hana í fortíðina, þannig að hægt sé
að lifa áfram þó svo maður gleymi aldrei
því sem gerðist. Það getur verið ótrúlega
kvalafullt að ýta svona atburðum í burtu. í
byrjun endurhæfingar hjá sjúkraþjálfara getur
ástandið versnað tímabundið og það þarf að
útskýra. Þegar skjólstæðingar okkar byrja að
tala og muna þá líður þeim oft verr, en síðan