Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 22
192 LÆKNABLAÐIÐ Blóðþrýstingur í hvíld er áfram hækkaður hjá 10-30% eftir aðgerð (5-9) og við áreynslu verður óeðlileg blóðþrýstingsaukning hjá 30-65% af hópnum (10-12). Ekki eru allir sammála um það hvenær best sé að skera upp sjúklinga með CoA. Sumir mæla með aðgerð sem allra fyrst (13) en aðrir vilja bfða (14). Þegar sjúklingur hefur greinst með CoA fer það eftir aldri og einkennum hvort aðgerðin er framkvæmd strax við greiningu eða hvort beðið er þar til sjúklingur er orðinn það stór að minni hætta sé á endurþrengslum eftir aðgerðina. Hafi barn einkenni hjartabilunar á fyrstu vikum ævinnar er aðgerðin að jafnaði gerð þegar í stað, enda er um lífshættulegt ástand að ræða. Barn sem greinist fyrir fjögurra ára aldur, en er einkennalaust og hefur eðlilegan hjartavöðva, gengst undir aðgerð við fjögurra ára aldur. Þannig eru börnin sem fara í aðgerð innan eins árs yfirleitt veikari og með lélegri hjartastarfsemi en eldri börnin. Markmið rannsóknarinnar var því að athuga hvort börnin sem fara yngri í aðgerð hafi sambærilegan árangur og eldri börnin, með því að athuga úthald og blóðþrýstingshækkun við áreynslu hjá íslenskum CoA sjúklingum og bera saman við paraðan samanburðarhóp. Athugað var hvort áreynsla framkalli einkenni þrengsla með hækkun á blóðþrýstingi umfram það sem eðlilegt getur talist. Einnig var athugað hvort sjúklingar hefðu jákvæðan blóðþrýstingsstigul milli efri og neðri útlima (gradient) og hvernig hann breytist við áreynslu. Ætlunin var að meta gildi áreynsluprófsins við eftirlit með CoA sjúklingum sem teljast læknaðir eftir aðgerðina. EFNI OG AÐFERÐIR Sjiiklingar: Á árunum 1968-1987 greindust á íslandi 42 sjúklingar með CoA (1). Af þessum hópi eru níu látnir og fjóra var ekki unnt að áreynsluprófa vegna fötlunar. Einn sjúkling náðist ekki í. Alls voru athugaðir 28 sjúklingar með greininguna CoA sem gengist hafa undir aðgerð. Einn sjúklingur, 18 ára drengur sem nýlega var skorinn upp vegna CoA, reyndist enn á blóðþrýstingslækkandi lyfjum og telst því ekki gjaldgengur í rannsóknina. Hér er því um 27 sjúklinga að ræða á aldrinum sex til 21 árs, 11 stúlkur og 16 drengi. Allir voru við góða heilsu, án einkenna frá hjarta og tóku engin blóðþrýstingslækkandi lyf. Á sama hátt voru rannsakaðir 27 heilbrigðir einstaklingar. Þeir voru aldurs- og kynparaðir við sjúklingana og valdir af handahófi úr hópi heilbrigðra barna og unglinga, 11 stúlkur og 16 drengir. Aðferðir: Einstaklingarnir voru látnir liggja útaf og hjartalínurit tekið. Tekinn var blóðþrýstingur í hægri handlegg og vinstri kálfa útafliggjandi. Þessi mæling var gerð með rafdrifnum blóðþrýstingsmæli og voru slíður ávallt höfð þannig að þau hyldu að minnsta kosti tvo þriðju hluta upphandleggs eða tvo þriðju hluta kálfa. Síðan var sjúklingur áreynsluprófaður samkvæmt Bruce prótókolli (15), látinn ganga á traðkmyllu og hraði hennar og halli aukinn á þriggja mínútna fresti. Þessu var haldið áfram þar til viðkomandi var uppgefinn. Blóðþrýstingur var mældur í lok hvers þreps með kvikasilfursmæli og einnig var skráður hjartsláttarhraði og tekið hjartalínurit. Þegar traðkmyllan var stöðvuð voru mælingarnar endurteknar og viðkomandi síðan látinn leggjast niður. Þá var aftur mældur blóðþrýstingur á handlegg og fæti með rafdrifnum mæli. Fylgst var með hvernig blóðþrýstingur lækkaði og hvort hjartsláttarhraði félli eðlilega við hvíld. Einnig var skráður heildaráreynslutími. Við samanburð allra sjúklinga og samanburðarhóps var athugað hvort um marktækan mun væri að ræða milli þessara hópa, hvað varðar: 1. Þol (max endurance time), 2. breytingar á hjartsláttarhraða, 3. slagbilsþrýsting og 4. blóðþrýstingsstigul milli handleggs og fótleggs. Sjúklingunum var svo skipt í tvo hópa eftir því hvenær þeir höfðu farið í aðgerð. Þessir hópar voru bornir saman með tilliti til sömu þátta. Hópur A eru sjúklingar sem gengust undir aðgerð fyrir eins árs aldur en hópur B eru sjúklingar sem skornir voru eftir eins árs aldur. Hvor hópur um sig var síðan borinn saman við sinn samanburðarhóp en einnig voru hóparnir bornir saman innbyrðis. Tölfrœðileg úrvinrisla: Niðurstöður voru gefnar sem meðaltöl ± SEM (standard error of mean) og var mismunur milli hópa borinn saman með tveggja hala t-prófi (two-tailed T-test). Þar sem einstaklingar í samanburðarhópnum voru aldurs- og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.