Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ
207
Dögg Pálsdóttir
MEGINREGLUR EVRÓPUBANDALAGSINS UM
STARFSRÉTTINDI
INNGANGUR
Eitt af markmiðum Evrópubandalagsins
(EB) er að ryðja úr vegi hindrunum við
frjálsri för manna, frjálsum vöruviðskiptum,
frjálsum þjónustuviðskiptum og frjálsum
fjármagnsflutningum milli aðildarríkjanna.
Þetta markmið hefur oft verið nefnt tjórfrelsið
eða fjórþætta frelsið.
Rómarsáttmálinn (Rs) geymir ýmis
fyrirmæli um hvernig ryðja skuli brott þeim
hindrunum sem verða á vegi fjórfrelsisins. I
1. málsgr. 54. gr. er mælt fyrir um almenna
áætlun um afnám gildandi hamla vegna
staðfesturéttar og í 1. málsgr. 63. gr. er
rætt um sambærilega áætlun vegna frjálsra
þjónustuviðskipta. Hugtakið staðfesturéttur
er nýyrði og er þýðing á enska hugtakinu
right of establishment og norræna hugtakinu
etableringsfrihed. Með hugtakinu er átt
við rétt borgara aðildarríkjanna til að geta
óhindrað sest að og stofnað til atvinnurekstrar
hvar sem er á svæðinu.
í samræmi við tilvitnuð ákvæði Rs um
afnám hamla á þessum sviðum samþykkti
Ráðherraráð EB, sem í á sæti einn ráðherra
úr ríkisstjórn hvers aðildarríkis EB, hinn
18. desember 1961 tvær almennar áætlanir
um afnám hindrana vegna staðfesturéttar og
frjálsra þjónustuviðskipta.
SAMEIGINLEGUR VINNUMARKAÐUR
EVRÓPUBANDALAGSINS OG
GAGNKVÆM VIÐURKENNING PRÓFA
OG PRÓFSKÍRTEINA
Tilskipunum þeim, sem settar hafa verið á
grundvelli fyrrnefndra áætlana má skipta í
þrjá flokka eftir innihaldi þeirra og skipta þeir
allir máli varðandi reglur EB um starfsréttindi.
Þessir flokkar eru:
Erindi þetta var flutt á málþingi Lögfræðingafélags
íslands 10. október 1992. Höfundur er lögfræðingur og
skrifstofustjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
en ekki deildarstjóri eins og misritaðist í marshefti
Læknablaðsins. Er beðist velvirðingar á því.
- tilskipanir um afnárn hindrana
- tilskipanir um samræmingu og gagnkvæma
viðurkenningu
- millibilsástandstilskipanir.
Aður en vikið er nánar að þessum
mismunandi flokkum tilskipana er rétt að rifja
upp skilgreininguna á tilskipun. Tilskipun er
ein tegund réttarheimilda EB. Tilskipanir kalla
á það að aðildarrfldn breyti innan tiltekins
tímafrests löggjöf sinni og samræmi hana
reglum EB. Aðildarríkjunum er látið eftir að
ákveða með hvaða hætti þau uppfylla skilyrði
tilskipananna, til dæmis með lagasetningu
eða útgáfu reglugerða. Af ýmsum dómum
má leiða þá reglu að tilskipun getur haft
bein réttaráhrif í aðildarríki enda séu ákvæði
hennar skýr. Rekist tilskipun á löggjöf
aðildarríkis ganga ákvæði tilskipunarinnar
framar.
Tilskipanir um afnám hindrana: Fram til
ársins 1974 voru allmargar tilskipanir af
þessu tagi settar, eða 30 talsins. Með þeim
var staðfest skyldan til að ryðja úr vegi
hindrunum með nánari vísun til áætlananna.
Banni við hindrunum fylgdi gjarnan
upptalning á þeim reglum aðildarríkjanna sem
einkum og sér í lagi skyldi afnema. Þá mæltu
þær fyrir um viðurkenningu ýmissa vottorða
annarra aðildarríkja í þeim tilvikum þar sem
gistilandið krafðist vottorða. Með dómi á
árinu 1974 var ákveðið að ákvæði 52., 59. og
60. gr. Rs giltu um þessi tilvik og urðu þessar
tilskipanir þar með ekki fleiri.
Tilskipanir um samrœmingu vegna staðfestu
og frjálsrar þjónustustarfsemi, þar á meðal
um gagnkvœma viðurkenningu: A grundvelli
samræmingarstarfs á vettvangi EB hafa verið
settar á sjötta tug tilskipana um það efni.
Eitt svið þessa starfs snertir gagnkvæma
viðurkenningu prófa og prófskírteina.
Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. Rs setur
Ráðherraráð EB tilskipanir um gagnkvæma