Læknablaðið - 15.05.1993, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ
209
reynsla fengist á framkvæmd hennar. Þrátt
fyrir gildistöku þessarar tilskipunar hefur
ályktunin frá 1974 áfram gildi, því samkvæmt
2. gr. nær hún ekki til starfsgreina sem
eru viðfangsefni annarrar tilskipunar um
fyrirkomulag gagnkvæmar viðurkenningar
aðildarríkja á prófskírteinum. Með
tilskipuninni er stefnt að því, að eftirleiðis
verði ekki settar tilskipanir um einstök störf
er njóta löggildingar. I undirbúningi mun
santbærileg almenn tilskipun um iðnnám.
Nánar um efni almennu tilskipunarinnar
um þriggja ára nám á œðra skólastigi:
Þessi tilskipun tekur til lögverndaðra starfa,
það er þeirra starfa sem þeir einir mega
stunda sem lokið hafa tilteknum prófum og
starfsþjálfun. Hún tekur til ríkisborgara í
aðildarríki sem hyggjast stunda lögverndað
starf í gistiríki, annað hvort sem launamaður
eða sjálfstætt starfandi. Tilskipunin skilgreinir
ekki nánar hvað felst í hugtakinu œðra nám
og þurfa því aðildarríkin hvert fyrir sig að
ákveða hvaða störf falla undir tilskipunina.
Ef iðkun lögvemdaðrar starfsgreinar í
aðildarríki er háð því að umsækjandi hafi
prófskírteini, getur lögbært yfirvald ekki neitað
ríkisborgara aðildarríkis um heimild til að
hefja eða stunda starfsemina, hafi hann undir
höndum prófskírteini sem krafist er í öðru
aðildarríki til að leggja stund á viðkomandi
starfsgrein. Sama gildir hafi hann stundað
starf í viðkomandi starfsgrein í fullu starfi
í tvö ár á undangengnum tíu árum í öðru
aðildarríki, sem ekki lögverndar starfsgreinina
enda hafi umsækjandi undir höndum vottorð
um menntun og hæfi. Þrátt fyrir þetta getur
gistiríkið þó krafist þess að umsækjandi
leggi fram vitnisburð um starfsreynslu,
ef náms-og þjálfunartími í heimaríkinu
er að minnsta kosti einu ári skemmri en
í gistiríkinu. Aldrei má þó krefjast lengri
starfsreynslu en sem nemur fjórum árum. Þá
getur gistiríkið krafist að hlutaðeigandi ljúki
aðlögunartíma sem ekki vari lengur en þrjú ár
eða taki hæfnispróf ef menntun og þjálfun
hans er verulega frábrugðin þeim kröfum
sem gistiríkið áskilur. 1 þessuin tilvikum
má gistiríkið gefa hlutaðeigandi kost á að
velja milli aðlögunartíma og hæfnisprófs. Þó
getur gistiríkið ákveðið aðlögunartíma eða
hæfnispróf ef um er að ræða starfsgrein þar
sem nákvæm þekking á landslögum er
nauðsynleg og þar sem ráðgjöf eða aðstoð
í tengslum við landslög er mikilvægur og
stöðugur þáttur starfseminnar.
Nánar um efni tilskipana um gagnkvœma
viðurkenningu prófa og prófskírteina
á heilbrigðissviði: I 2. gr. almennu
tilskipunarinnar er skýrt tekið fram að
hún haggi í engu gildi eldri tilskipana
um gagnkvæma viðurkenningu prófa og
prófskírteina. I ljósi þess sem áður sagði
um þá skyldu sem 3. mgr. 57. gr. leggur á
Ráðherraráð EB um að aflétta hömlum á sviði
lækninga, lyfjafræðistarfa og skyldra starfa,
ætti ekki að koma á óvart að meðal þeirra
tilskipana sem hér er vísað til, eru tilskipanir
um sex starfsstéttir á heilbrigðissviði, lækna,
tannlækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra,
lyfjafræðinga og dýralækna. I þessum
tilskipunum felst, að gistiríki er skylt að
viðurkenna starfsleyfi þessara stétta frá öðru
aðildarríki. Gistiríkið leggur því ekki sjálfstætt
mat á menntun hlutaðeigandi einstaklings
eins og almenna tilskipunin gerir ráð fyrir,
heldur metur prófskírteini hans og önnur
skjöl. Reynist þau í samræmi við fyrirmæli
tilskipana fyrir viðkomandi starfsstétt ber
að staðfesta að hann geti starfað innan
starfsgreinarinnar í gistiríkinu. A þetta atriði
hefur reynt í dómi Evrópudóinstólsins í
svokölluðu Auer-máli (271/82). Þar voru
málsatvik þau, að maður var ákærður í
Frakklandi fyrir að stunda dýralækningar án
tilskilinna leyfa. Akærði bar fyrir sig tilskipun,
sem kvað á um gagnkvæma viðurkenningu
á dýralæknaprófi, milli aðildarríkjanna. EB-
dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að
umrædd tilskipun hefði bein réttaráhrif. Frönsk
yfirvöld hefðu verið skyldug til að veita
ákærða tilskilin dýralækningaleyfi. Af þessum
sökum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu,
að það bryti í bága við umrædda tilskipun að
fylgja fram ákæru í málinu.
Sérreglur eru um gagnkvæmni varðandi
sérfræðiviðurkenningar lækna, sem miðast
við að gistiríki er eingöngu skylt að staðfesta
sérgrein sem viðurkennd er í því ríki.
Reglur aðildarríkjanna um það hvaða
sérfræðinám er viðurkennt eru misjafnar.
Þannig eru skurðlækningar og barnalækningar
viðurkenndar sem sérgreinar innan