Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 12

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 12
440 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table III. Incidence figures for comparable timeperiods extracted from recent reports ofthe mean annual incidence of Crohn’s disease in some regions of neighbouring countries. Study Area Study period lncidence/100.000 and 95% confidence limits Björnsson (present study) lceland 1980-89 3.1 (2.5-3.99) Roin (6) Faero Islands 1981-88 3.6 Munkholm (8) Copenhagen 1979-87 4.1 Haug (9) Western Nora/ay 1984-85 5.3 Nyhlin (10) Northern Sweden 1974-81 4.9 Ekbom (11) Uppsala, Sweden 1965-83 6.1 Lindberg (12) Örebro, Sweden 1983-87 6.7 (2.6-14.0) Lee (13) Northwest England 1981-90 6.4 (5.1-7.8) Fellows (14) Derby, England 1981-85 6.7 Rose (15) Cardiff, England 1981-85 8.3 (7-10.1) Kyle (16) Northeast Scotland 1985-87 9.8 (8.2-11.4) Shivananda (17) Leiden, Netherlands 1979-83 3.9 (3.1-5.0) Goebel (18) Ruhr, Germany 1980-84 4.0 (3.1-4.9) Daiss (19) Tubingen, Germany 1981-84 4.0 kannaðar (3). Slíkt var ekki talið nauðsynlegt nú, þar sem vefjasýnistaka er orðin nánast óhjákvæmilegur liður í sjúkdómsgreiningu. Skilmerki sjúkdómsgreiningar eru einnig óbreytt frá fyrri könnun og í samræmi við al- þjóðlega staðla (5). Greining sjúkdómsins byggðist á einkennandi breytingum við rönt- genrannsóknir, speglanir og vefjarannsóknir og einnig á útilokun annarra þeirra meltingar- færasjúkdóma, sem ávallt þarf að hafa í huga (5). Hjá 46 sjúklingum (61,3%) var meingerð í vefjasýnum afgerandi þáttur í sjúkdómsgrein- ingu, en í þeim tilvikum fundust einkennandi bólguhnúðar. Við álítum því að þær breytingar á nýgengi svæðisgarnabólgu, sem í ljós komu, séu raunverulegar og ekki til komnar vegna bættrar leitar eða breyttra greiningaraðferða. Hins vegar má vel vera að sjúklingar með svæðisgarnabólgu hafi nú verið betur rann- sakaðir með tilliti til útbreiðslu sjúkdómsins í meltingarveginum en á árum áður. Nýgengi svæðisgarnabólgu hefur sums stað- ar hækkað í löndunum umhverfis okkur (6- 9,15,16) þótt annars staðar hafi það haldist stöðugt síðasta áratug (10-14,19). Ástæður hækkaðs nýgengis hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit að mögulegum orsakaþáttum. Á þremur svæðum í Svíþjóð (10-12) breyttist ný- gengi lítið eftir 1980. Hins vegar hækkaði það fram á níunda áratuginn í Færeyjum (6,7), Kaupmannahöfn (8) og Vestur-Noregi (9). í Norðvestur-Englandi (13) óx nýgengið til árs- ins 1975 og í Mið-Englandi (14) óx það fram til 1980, en ekki eftir það. Stöðug aukning hefur orðið á nýgengi í Suður-Englandi (15) og Norðaustur-Skotlandi (16) langt fram á níunda áratuginn. í Hollandi (17) var nýgengið svipað og hér á landi. Á tveimur svæðum í Vestur- Þýskalandi var nýgengið um 4,0 tilfelli á 100.000 íbúa (18,19), en á öðru hækkaði það ekki eftir 1980 (19). Aldurstengt nýgengi: Hæsta nýgengið árin 1980-1989 var í aldurshópnum 60-69 ára, 8,9 tilfelli á 100.000 íbúa á ári (mynd 1), en í fyrri rannsókninni var nýgengi hæst á aldrinum 71- 80 ára (4). Þetta afar háa nýgengi hjá eldra fólki er óvenjulegt miðað við nágrannalöndin, þó sums staðar megi einnig sjá hátt nýgengi í elstu aldurshópunum (8). í Danmörku (8), Noregi (9), og Svíþjóð (10,11) var nýgengi hins vegar hæst í aldurshópum á bilinu 15-29 ára. I rannsókn okkar nú kemur þó fram nýgengis- toppur í aldurshópnum 20-29 ára, sem ekki var eins greinilegur í fyrri rannsókninni (4). Útbreiðsla bólgunnar: Hlutfall sjúklinga með breytingar einskorðaðar við ristil hefur aukist úr 39% í 54,7% (3). Hlutfall sjúklinga með sjúkdóm einskorðaðan við mjógirni hefur þar í móti lækkað úr 42,4% í 25,3%(3). Bólga í ristli var hlutfallslega algengust í aldurshópnum 60 ára og eldri (tafla II). Bætt skoðun á efri hluta ristils með betri röntgenaðferð og alristilspegl- un gæti átt einhvern þátt í þessari breytingu á skráðri útbreiðslu, eins og stungið var upp á í sænskri grein (12). Tafla IV sýnir útbreiðslu bólgunnar í rannsóknum í Svíþjóð, Skotlandi og Englandi borna saman við okkar rannsókn, þar sem svipaður greinarmunur er gerður á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.