Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 12
440 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table III. Incidence figures for comparable timeperiods extracted from recent reports ofthe mean annual incidence of Crohn’s disease in some regions of neighbouring countries. Study Area Study period lncidence/100.000 and 95% confidence limits Björnsson (present study) lceland 1980-89 3.1 (2.5-3.99) Roin (6) Faero Islands 1981-88 3.6 Munkholm (8) Copenhagen 1979-87 4.1 Haug (9) Western Nora/ay 1984-85 5.3 Nyhlin (10) Northern Sweden 1974-81 4.9 Ekbom (11) Uppsala, Sweden 1965-83 6.1 Lindberg (12) Örebro, Sweden 1983-87 6.7 (2.6-14.0) Lee (13) Northwest England 1981-90 6.4 (5.1-7.8) Fellows (14) Derby, England 1981-85 6.7 Rose (15) Cardiff, England 1981-85 8.3 (7-10.1) Kyle (16) Northeast Scotland 1985-87 9.8 (8.2-11.4) Shivananda (17) Leiden, Netherlands 1979-83 3.9 (3.1-5.0) Goebel (18) Ruhr, Germany 1980-84 4.0 (3.1-4.9) Daiss (19) Tubingen, Germany 1981-84 4.0 kannaðar (3). Slíkt var ekki talið nauðsynlegt nú, þar sem vefjasýnistaka er orðin nánast óhjákvæmilegur liður í sjúkdómsgreiningu. Skilmerki sjúkdómsgreiningar eru einnig óbreytt frá fyrri könnun og í samræmi við al- þjóðlega staðla (5). Greining sjúkdómsins byggðist á einkennandi breytingum við rönt- genrannsóknir, speglanir og vefjarannsóknir og einnig á útilokun annarra þeirra meltingar- færasjúkdóma, sem ávallt þarf að hafa í huga (5). Hjá 46 sjúklingum (61,3%) var meingerð í vefjasýnum afgerandi þáttur í sjúkdómsgrein- ingu, en í þeim tilvikum fundust einkennandi bólguhnúðar. Við álítum því að þær breytingar á nýgengi svæðisgarnabólgu, sem í ljós komu, séu raunverulegar og ekki til komnar vegna bættrar leitar eða breyttra greiningaraðferða. Hins vegar má vel vera að sjúklingar með svæðisgarnabólgu hafi nú verið betur rann- sakaðir með tilliti til útbreiðslu sjúkdómsins í meltingarveginum en á árum áður. Nýgengi svæðisgarnabólgu hefur sums stað- ar hækkað í löndunum umhverfis okkur (6- 9,15,16) þótt annars staðar hafi það haldist stöðugt síðasta áratug (10-14,19). Ástæður hækkaðs nýgengis hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit að mögulegum orsakaþáttum. Á þremur svæðum í Svíþjóð (10-12) breyttist ný- gengi lítið eftir 1980. Hins vegar hækkaði það fram á níunda áratuginn í Færeyjum (6,7), Kaupmannahöfn (8) og Vestur-Noregi (9). í Norðvestur-Englandi (13) óx nýgengið til árs- ins 1975 og í Mið-Englandi (14) óx það fram til 1980, en ekki eftir það. Stöðug aukning hefur orðið á nýgengi í Suður-Englandi (15) og Norðaustur-Skotlandi (16) langt fram á níunda áratuginn. í Hollandi (17) var nýgengið svipað og hér á landi. Á tveimur svæðum í Vestur- Þýskalandi var nýgengið um 4,0 tilfelli á 100.000 íbúa (18,19), en á öðru hækkaði það ekki eftir 1980 (19). Aldurstengt nýgengi: Hæsta nýgengið árin 1980-1989 var í aldurshópnum 60-69 ára, 8,9 tilfelli á 100.000 íbúa á ári (mynd 1), en í fyrri rannsókninni var nýgengi hæst á aldrinum 71- 80 ára (4). Þetta afar háa nýgengi hjá eldra fólki er óvenjulegt miðað við nágrannalöndin, þó sums staðar megi einnig sjá hátt nýgengi í elstu aldurshópunum (8). í Danmörku (8), Noregi (9), og Svíþjóð (10,11) var nýgengi hins vegar hæst í aldurshópum á bilinu 15-29 ára. I rannsókn okkar nú kemur þó fram nýgengis- toppur í aldurshópnum 20-29 ára, sem ekki var eins greinilegur í fyrri rannsókninni (4). Útbreiðsla bólgunnar: Hlutfall sjúklinga með breytingar einskorðaðar við ristil hefur aukist úr 39% í 54,7% (3). Hlutfall sjúklinga með sjúkdóm einskorðaðan við mjógirni hefur þar í móti lækkað úr 42,4% í 25,3%(3). Bólga í ristli var hlutfallslega algengust í aldurshópnum 60 ára og eldri (tafla II). Bætt skoðun á efri hluta ristils með betri röntgenaðferð og alristilspegl- un gæti átt einhvern þátt í þessari breytingu á skráðri útbreiðslu, eins og stungið var upp á í sænskri grein (12). Tafla IV sýnir útbreiðslu bólgunnar í rannsóknum í Svíþjóð, Skotlandi og Englandi borna saman við okkar rannsókn, þar sem svipaður greinarmunur er gerður á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.