Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1996, Page 13

Læknablaðið - 15.06.1996, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 441 Table IV. Crohn’s disease. Reporls of major sites of inflammation. Percentage ofpatients. Place Small bowel (%) lleocolic (%) Large bowel (%) Number of patients studied Nyhlin (10), Sweden (48) (32) (20) 199 Lindberg (12), Sweden (26) (57) (17) 246 Kyle (13), Scotland (29.9) (29.2) (40.9) 856 Lee (16), England (38) (23.2) (38.8) 358 Björnsson, lceland (present study) (25.3) (18.7) (54.7) 75 staðsetningu. Þar sést að hér á landi ber hlut- fallslega meira á ristilbreytingum en minna á mjógirnisbreytingum. í rannsókn í Blackpool í norðvestur Englandi, fannst bólga bundin við ristil aðallega hjá þeim sem eldri voru en 75 ára (13). Kynjahlutfall: Svæðisgarnabólga var heldur algengari hjá konum en körlum árin 1980-1989. Kynjahlutfallið (karlar/konur) var 0,9 og hafði lækkað úr 1,3 á tímabilinu 1970-1979 (3). Hæsta hlutfallið í nálægum löndum kom fram í Færeyjum 1,6 (6), en við rannsókn á svæði í Norður-Svíþjóð var það 1,03 (10) og í Túbingen í Þýskalandi 1,12 (19). í öllum hinum rannsókn- unum reyndist það lægra eða frá 0,59 (16) til 0,93 (17). Svœðisdreifing: Island (3) og Færeyjar (6,7) eru einu löndin sem okkur er kunnugt um, þar sem kannanir á nýgengi svæðisgarnabólgu hafa náð til heillar þjóðar. Samkvæmt fyrirliggjandi rannsókn dreifðist sjúkdómurinn um allt land- ið með nokkrum mun á nýgengi milli kjör- dæma, en sá munur var ekki tölfræðilega marktækur. Rannsóknir í Svíþjóð (10-12), Englandi (13-15) og Þýskalandi (18,19) benda til þess að munur á nýgengi sé yfirleitt ekki mikill milli svæða innan sama lands. Ættgengi: Hjá sex sjúklingum (8%) fengust upplýsingar um náinn ættingja, oftast foreldri, systkini eða barn, með staðfestan þarmabólgu- sjúkdóm. Þetta er svipað hlutfall og í Noregi (9), Skotlandi (16) og Danmörku (20). Þar sem könnun okkar var afturskyggn og byggði ein- ungis á hefðbundnum upplýsingum í sjúkra- skrám, má gera ráð fyrir, að ættgengi sjúk- dómsins hér á landi sé hærra en þessi tala gefur til kynna. Lokaorð Nýgengi svæðisgarnabólgu á íslandi hefur farið vaxandi síðustu áratugi, en er þó enn fremur lágt miðað við nágrannalöndin. Það að aldurstengt nýgengi sé hæst hjá fólki eldra en 60 ára er óvenjulegt og byggist fyrst og fremst á fjölgun tilfella af ristilbólgu í þessum hópi. Við álítum, að þessi aukning á nýgengi svæð- isgarnabólgu sé raunveruleg og ekki til komin vegna bættrar greiningar eða ítarlegri leitar að sjúkdómnum. Æskilegt er að áfram verði fylgst með hegðun hans hér á landi. Þakkir Höfundar færa Vísindaráði bestu þakkir fyrir fjárstuðning, læknunum Gunnari Sigurðs- syni og Jónasi Hallgrímssyni fyrir yfirlestur og góðar ábendingar og meltingarsérfræðingum og fjölmörgum öðrum læknum víðs vegar á landinu fyrir veittar upplýsingar um sjúkling- ana og aðgang að sjúkraskrám. Erni Ólafssyni tölfræðingi er þökkuð tölfræðileg aðstoð. HEIMILDIR 1. Kirsner JB. Inflammatory BowelDisease.Part I: Nature and Pathogenesis. DM 1991; 37: 605-66. 2. Kirsner JB. Inflammatory Bowel Disease, Part II: Clin- ical and Therapeutic Aspects. DM 1991; 37: 671-746. 3. Bjömsson S, Þorgeirsson P, Guðnason Þ. Morbus Crohn á Islandi 1950-1979. Faraldsfræðileg könnun á 30 ára tímabili. Læknablaðið 1981; 67: 238-44. 4. Björnsson S. Inflammatory bowel disease in Iceland dur- ing a 30-year period 1950-1979. Scand J Gastroenterol 1989; 24/Suppl. 170: 47-9. 5. Lennard-Jones JE. Ciassification of inflammatory bowel disease. Scand J Gastroenterol 1989; 24/Suppl.l70: 2-6. 6. Roin F, Roin J. Inflammatory bowel disease in the Fa- roe Islands 1981-1988. A prospective epidemiological study; primary report. Scand J Gastroenterol 1989; 24/ Suppl.170: 44-6. 7. Berner L, Kiær T. Ulcerative colitis and Crohn’s disease on the Faroe Islands 1964-83. A retrospective epidemi- ological survey. Scand J Gastroenterol 1986; 21:188-92. 8. Munkholm P, Langholz E, Nielsen OH, Kreiner S, Binder V. Incidence and prevalence of Crohn’s disease in the county of Copenhagen 1962-87; a sixfold increase in incidence. Scand J Gastroenterol 1992; 27: 609-14. 9. Haug K, Schmmpf E, Halvorsen JF, Fluge G, Hamre E, Hamre T, et al. Epidemiology of Crohn’s disease in Western Norway. Scand J Gastroenterol 1989; 24: 1271-5. 10. Nyhlin H, Danielsson A. Incidence of Crohn’s disease in a defined population in Northern Sweden 1974-1981. Scand J Gastroenterol 1986; 21: 1185-92. 11. Ekbom A, Helmick C, Zack M, Adami HO. The Epide- miology of Inflammatory bowel disease: A large pop-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.