Læknablaðið - 15.06.1996, Side 20
446
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
tveggja í fyrri hluta rannsóknarinnar. Fyrir
meðferð var meðalslagþrýstingur liggjandi 168
± 13 mmHg og lagþrýstingur liggjandi 100 ± 5
mmHg. Samsvarandi gildi standandi voru 165
± 15 og 104 ± 5 mmHg. Eftir fjögurra vikna
meðferð kom í ljós að átta sjúklingar þurftu
viðbótarskammt (50 mg) af kaptóprfli, auk
12,5 mg af hýdróklórtíasíði, en 17 héldu áfram
með 25 mg skammt. í lok fyrri hluta rannsókn-
arinnar var blóðþrýstingur liggjandi 148 ± 16
og 88 ± 6 mmHg, en standandi 139 ± 18 og 88
± 9 mmHg.
í síðari hluta rannsóknarinnar var gerður
samanburður á blóðþrýstingslækkandi verkun
hýdróklórtíasíðs í skömmtunum 6,25 og 12,5
mg ásamt fyrri skammti kaptóprfls. Meðal-
blóðþrýstingur á lægri skammtinum var 152 ±
14 og 92 ± 8 mmHg liggjandi, en 144 ± 12 og 91
± 10 mmHg standandi. Af stærri lyfjaskammt-
inum varð meðalþrýstingur 145 ± 15 og 89 ± 9
mmHg liggjandi en 139 ± 17 og 91 ± 11 mmHg
standandi. Slagþrýstingur liggjandi var mark-
tækt lægri við 12,5 mg en 6,25 mg af hýdróklór-
tíasíði (p>0,02). Hins vegar var ekki marktæk-
ur munur á lagþrýstingi þótt hann væri að með-
altali 2 mmHg lægri á hærri skammtinum af
tíasíði. Ef borin voru saman áhrif 6,25 mg af
hýdróklórtíasíði og kaptópríls án tíasíðs reynd-
ist munurinn á liggjandi slagþrýstingi vera um 5
mmHg og lagþrýstingi 3 mmHg. Þessi munur
var í hvorugu tilviki marktækur. Við 12,5 mg
skammt af hýdróklórtíasíði var þrýstingsmun-
urinn meiri eða um 12 mmHg í slagþrýstingi og
5 mmHg í lagþrýstingi. í báðum tilvikum var
þessi munur marktækur (p<0,01 og <0,02). í
öllum tilvikum var blóðþrýstingur í liggjandi
stöðu marktækt (p<0,01) lægri ef virk meðferð
var borin saman við lyfleysu. Ekki reyndist
marktækur munur milli hópa hvort sem sjúk-
lingar fengu 25 eða 50 mg af kaptópríli. Ekki
kom heldur marktækur munur fram á blóð-
þrýstingi hvort sem byrjað var á 6,25 eða 12,5
mg skammti af tíasíði. Tafla I sýnir að fall
slagþrýstings við að standa upp var að meðal-
tali 3 mmHg án lyfja, en jókst í 6-12 mmHg á
virkri meðferð. Enginn verulegur munur kom
fram á lagþrýstingi. í upphafi meðferðar voru
meðalgildi kalíums í sermi 4,0 ± 0,25 mmól/1. í
lok fyrri hluta rannsóknar voru kalíumgildi 3,8
± 0,3 mmól/1, við 6,25 mg skammt af tíasíði
voru meðalgildin 4,0 ± 0,3 mmól/1, við 12,5 mg
skammt voru þau 3,9 ± 0,2 mm/1 og loks í lok
rannsóknar meðan sjúklingar tóku kaptópríl
án tíasíðs voru meðalgildin 4,1 ± 0,3 mm/1.
Munurinn reyndist einungis marktækur
(p<0,01) ef kalíumgildi voru borin saman ann-
ars vegar án tíasíðlyfja og hins vegar á 12,5 mg
skammtinum. Einn sjúklingur hafði lágt ka-
líumgildi (3,4 mmól/1) fyrir lyfjagjöf. Kalíum-
gildi hjá honum voru 3,0 og 3,3 mmól/1 við 12,5
mg skammt af tíasíði en 3,2 mmól/1 við 6,25
mg. Aðeins einn sjúklingur annar hafði ka-
líumgildi undir 3,5 mmól/1. Kalíurn mældist hjá
honum 3,3 og 3,8 mmól/1 á 12,5 mg skammti af
tíasíði. Meðalgildi kreatíníns f sermi voru 98 ±
16 mmól/1 í upphafi rannsóknar. Þau voru 93 ±
16 mm/1 á 6,25 mg skammti af tíasíði, 93 ± 15
mmól/1 á 12,5 mg skammti og loks 101 ± 21
mmól/1 meðan rannsóknarhópurinn tók aðeins
kaptóprfl án tíasíðs. í engum tilvikum var þessi
munur marktækur. Aðeins einn sjúklingur
hafði hærra kreatínín í sermi en 120 mmól/1
(134-144 mmól/1). Enginn marktækur munur
mældist á kalíum í þvagi. Tafla II sýnir hlut-
fallslega tíðni hjáverkana og var hún fundin
með því að reikna þann fjölda einstaklinga sem
tilkynnti annað hvort engar hjáverkanir, smá
óþægindi eða veruleg óþægindi. Einnig sýnir
taflan hvers eðlis hjáverkanirnar voru. I engum
tilvikum voru slík brögð að hjáverkunum að
sjúklingar þyrftu að hætta þátttöku í rannsókn-
inni.
Umræða
Rannsókn okkar staðfestir, að unnt er að
lækka blóðþrýsting marktækt með gjöf kaptó-
prfls og tíasíðlyfja í litlum skömmtum (5). Líkt
og í fyrri rannsókn okkar kom í ljós lækkun á
blóðþrýstingi, sem mældur var liggjandi, við
tíasíð skammtinn 12,5 mg ásamt kaptóprfli í
samanburði við kaptóprfl án tíasíðs. Munurinn
á slagþrýstingi nemur 9-12 mmHg, en 6-7
mmHg á lagþrýstingi. Þessi munur er mikil-
vægur, því samkvæmt faraldsfræðilegum gögn-
um ætti 7,5 mm lækkun lagþrýstings að hafa í
för með sér fækkun heilaáfalla um 46% og
kransæðaáfalla um 29% (6). Rannsóknir á af-
drifum sjúklinga á lyfjameðferð vegna háþrýst-
ings staðfestir fyrri tilgátuna, en ágreiningur er
um hina síðari (7). Raunar hafa flestar um-
fangsmestu rannsóknirnar tekið til þvagræsi-
lyfja og 8-blokka, en óvissa ríkir enn um ávinn-
ing af töku angíótensín ummyndunarblokka og
kalsíumblokka. Því hafa opinberir aðilar í ýms-
um löndum lagt áherslu á notkun fyrrnefndu