Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 26

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 26
452 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 huguð var töf á greiningu þeirra, stigun og lífshorfur. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað sjötíu og átta sjúklingar greindust með ristilkrabba- mein. Karlar voru 92, konur 86 og meðalaldur 70 ár (bil 19-96 ár). Eitt hundrað sextíu og sex sjúklingar gengust undir skurðaðgerð og var skurðdauði 7,2%. Skráð voru einkenni, tíma- lengd einkenna og blóðrauði við komu. Sjúk- lingarnir voru stigaðir (samkvæmt stigunar- kerfi Dukes), lífshorfur reiknaðar og áhrif ým- issa breyta á líftímann voru athugaðar með fjölbreytugreiningu. Samanburður var gerður á hægri og vinstri ristilkrabbameinum en skipt- ing í hægri og vinstri miðaðist við miltisbugðu. Niðurstöður: Flestir, eða 168 af 178, greind- ust vegna einkenna og voru blóðleysi, blóð í hægðum og kviðverkir þeirra algengust. Af sjúklingum höfðu 38% einkenni lengur en þrjá mánuði fyrir greiningu og var það hlutfall svip- að fyrir hægri og vinstri æxli. Fleiri vinstri æxli greindust innan viku (hægri 7% en vinstri 17,5%). Meðalgildi blóðrauða alls hópsins við greiningu var 115 g/1 (staðalfrávik 24,5 g/1), en það reyndist marktækt lægra hjá sjúklingum með hægri ristilkrabbamein samanborið við vinstri. Upplýsingar um stigun lágu fyrir hjá 174 sjúklingum, þar af voru 17 á Dukes stigi A, 60 á stigi B, 51 á stigi C. Fjarmeinvörp (stig ,,D“) höfðu 46 sjúklingar og voru meinvörp í lifur algengust. Ekki reyndist marktækur mun- ur á stigun eða lífshorfum sjúklinga með hægri og vinstri æxli. Fimm ára lífshorfur voru 43%, sambærilegar fyrir bæði kynin, 68% á stigi A og 9% á stigi „D“. Ekki var marktækur munur á stigun og lífshorfum sjúklinga með hægri og vinstri æxli, blóðrauða minni eða meiri en 110 g/1 við greiningu eða einkenni skemur eða lengur en þrjá mánuði fyrir greiningu. Einung- is hækkandi aldur við greiningu og Dukes stig reyndust sjálfstæðir áhættuþættir samkvæmt fjölbreytugreiningu Cox (Cox multivariate analysis). Ályktun: Einkenni, stigun og lífshorfur sjúklinga með ristilkrabbamein á Landspítal- anum á fyrrgreindu árabili eru sambærileg við nágrannalönd en hlutfallslega margir hafa út- breiddan sjúkdóm (stig C og ,,D“). Tímalengd einkenna fyrir greiningu er sömuleiðis sam- bærileg við erlendar rannsóknir en ljóst er að oft verður veruleg töf á greiningu. Aukinni töf á greiningu virðist þó ekki fylgja hærri stigun eða verri lífshorfur. Inngangur Ristilkrabbamein var fjórða algengasta krabbameinið á íslandi á tímabilinu 1987-1991 samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfé- lags Islands. A þessu tímabili greindust að meðaltali um 22 karlar og 17 konur af 100.000 á ári en frá árinu 1958 hefur aldursstaðlað ný- gengi ristilkrabbameins farið vaxandi hér á landi (1,2). Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis en þar hefur æxlum í hægri hluta ristils fjölgað mest (2). Einkenni sjúklinga með ristilkrabbamein eru margbrotin og ráðast meðal annars af stað- setningu æxla í ristlinum. Einkenni sjúklinga með hægri ristilkrabbamein eru oft óljósari og birtast seinna, vegna meiri víddar hægri ristils og þunnfljótandi innihalds. Vinstri æxli gefa hins vegar fyrr einkenni og frekar staðbundin (3-5). Samkvæmt erlendum rannsóknum verð- ur oft töluverð töf á greiningu ristilkrabba- meina, einkum hægri ristilkrabbameina (5-9). Ekki er ljóst hvaða áhrif þessi töf hefur á lífs- horfur sjúklinga með ristilkrabbamein. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna stig- un og lífshorfur sjúklinga með ristilkrabba- mein og tengsl þeirra við töf á greiningu. Einnig var athugað með hvaða hætti æxlin greinast og einkenni sjúklinga við greiningu. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga, sem greindust með krabbamein í ristli á Landspítalanum á tímabilinu frá 1. jan- úar 1980 til 31. desember 1992, samkvæmt Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Rannsóknin einskorðaðist við kirtilkrabba- mein (adenocarcinoma). Ristill var skilgreind- ur frá og með botnristli (coecum) að enda- þarmi (rectum), sem afmarkast af brún spjald- höfða (promontorium). Skipting í hægri og vinstri ristil miðaðist við miltisbugðu. Krabba- mein í botnristli, risristli (colon ascendens) og þverristli (colon transversum) ásamt miltis- bugðu töldust til hægri ristilkrabbameina, en æxli handan miltisbugðu til vinstri. í sjúkraskrám Landspítalans og gögnum Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði fengust upplýsingar um sjúklingana og mein- gerð æxlanna. Vefjasvör voru endurskoðuð en vefjagler ekki skoðuð að nýju. Alls greindust 178 sjúklingar, þar af 92 karlar (52%) og 86 konur (48%). Meðalaldur við greiningu var 70,1 ár (staðalfrávik 13,7 ár).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.