Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
453
Yngsti sjúklingurinn var 19 ára en sá elsti 96
ára. Sjúklingar með hægri ristilkrabbamein
voru 106 (60%) en 72 (40%) með vinstri. Nán-
ari staðsetning æxlanna er sýnd í töflu I.
Kannað var nýgengi hægra og vinstra
krabbameins á fyrrgreindu tímabili og athugað
hvort um marktækar breytingar væri að ræða
milli ára. Farið var yfir einkenni sjúklinga við
greiningu og lagt mat á hversu mikil töf varð á
greiningu æxlanna. Skráð voru fyrstu blóð-
rauðagildi og sökk í þeirri innlögn sem leiddi til
greiningar.
Allir sjúklingarnir voru stigaðir samkvæmt
stigunarkerfi Dukes (sjá töflu II). Af 178 sjúk-
lingum gengust 167 undir skurðaðgerð, þar af
fóru 127 í læknandi aðgerð (curative) en 39 í
Table I. The sile ofcolonic carcinoma in patients diagnosed at
Landspítalinn University Hospital 1980-1992.
Localization n=175* (%)
Coecum 48 (27)
Right colon / flexure 28 (16)
Transverse colon / flexure 26 (15)
Descending colon 18 (10)
Sigmoid colon 54 (31)
Polyposis coli 1 (1)
* Information on site lacking in three cases.
Table II. Duke’s classification*(17).
Duke’s stage
A: Tumor localized to colonic wall
B: Tumor growth through wall into adjacent tissue
C: Metastasis to regional lymph nodes
„D“: Metastasis in omentum, peritoneum or distant
metastasis i.e. outside operative field
The orginal Duke's classification did not include „Du stage.
líknandi (palliative). Ellefu sjúklingar fengu
enga sérhæfða meðferð. Þrettán þeirra sem
fóru í skurðaðgerð fengu viðbótarmeðferð, þar
af sjö lyfjameðferð en sex geislameðferð.
Tólf sjúklingar af 167 er fóru í aðgerð létust
innan 30 daga frá aðgerðinni (skurðdauði
7,2%). Sé hins vegar eingöngu litið til þeirra
sem fóru í læknandi aðgerð var skurðdauði
5%. í töflu III sjást aðgerðir þessara 12 sjúk-
linga og lífshorfur.
Með líftöflum Kaplan-Meier voru reiknaðar
lífshorfur sjúklinganna við greiningu (11).
Sjúklingar, sem dóu í aðgerð voru teknir með í
útreikninga. Við samanburð á stigun og lífs-
horfum var beitt kí-kvaðratsprófi en t-prófi við
aðra útreikninga. Með fjölbreytugreiningu
Cox ( Cox multivariate analysis) var athugað
hvort tilteknar breytur hefðu sjálfstæð mark-
tæk áhrif á lífshorfur. Marktekt í útreikningum
miðast við p-gildi 0,05.
Niðurstöður
Hægri og vinstri ristilkrabbamein, sem
greindust á Landspítalanum á þriggja ára tíma-
bilum frá 1980-1991, eru sýnd á mynd 1. Ekki
reyndist vera marktæk aukning milli tímabila
hvorki hjá hægri né vinstri æxlum. Hlutfall
hægri/vinstri æxla var óbreytt á rannsóknar-
tímabilinu (p>0,05).
Af 178 sjúklingum greindust 168 vegna ein-
kenna en fjórir greindust fyrir tilviljun og upp-
lýsingar vantaði hjá sex sjúklingum (tafla IV).
Meðal sjúklinga með krabbamein í hægri hluta
ristils voru algengust blóðleysiseinkenni og
kviðverkir en hjá sjúklingum með vinstri ristil-
krabbamein var blóð í hægðum algengast
ásamt kviðverkjum.
Table III. Patients that died whithin 30 days of operation for colonic carcinoma at Landspítalinn University Hospital1980-1992*.
Right/ left Age (years) Sex Year of diagnosis Duke’s stage Operation Survival (days)
Right 87 Female 1985 c Right colectomy 9
Right 83 Male 1988 D Transversectomy 23
Right 72 Male 1981 D Left colectomy 7
Right 79 Female 1980 D Right colectomy 5
Right 57 Female 1984 D Right colectomy 15
Left 44 Male 1988 D Left colectomy 26
Left 80 Female 1985 D Sigmoidectomy 11
Left 86 Male 1989 C Hartmanns 14
Left 86 Female 1982 ? Left colectomy 11
Left 85 Male 1989 C Hartmanns 1
Left 85 Female 1989 B Colostomy 7
Left 79 Male 1992 B Sigmoidectomy 7
* Twelve patients of 167 operated on died = 7.2% operative mortality (< 30 days)