Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 30
456 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Með fjölbreytugreiningu Cox voru skoðuð áhrif ýmissa breytna á líftíma sjúklinga, meðal annarra einkenni sjúklinga, gildi blóðrauða og sökks, Dukes stigun, staðsetning og stærð æxla, aldur sjúklinga og tímalengd einkenna fyrir greiningu. Einungis hækkandi aldur og Dukes stig „D“ (það er útbreiðsla sjúkdóms- ins) reyndust hafa sjálfstæð marktæk áhrif á lífshorfur sjúklinga (tafla IX). s Umræða Niðurstöður okkar sýna að fjöldi bæði hægri og vinstri ristilkrabbameina var svipaður á rannsóknartímabilinu. Hlutfall hægri og vinstri æxla hefur því ekki aukist á Landspítalanum líkt og sést hefur erlendis (2). Hafa verður þó í huga að hér er aðeins um 13 ára tímabil að ræða og einungis tilfelli af Landspítalanum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélagi Is- lands var nýgengi ristilkrabbameins 10,3 á 100.000 karla á árabilinu 1958-1962 en 11,5 Estimated probability of survival % 100 80- 60 40 20- Symptoms > 3 months -e- --L _ Symptoms < 3 months Years post op Fig. 4. Estimated probability of survival of colon cancer patients in Landspítalinn University Hospital 1980-1992 rela- ted to delay in diagnosis. Table IX. Cox multivariate analysis expressed as relative risk in colonic carcinoma patients at Landspítalinn University Hospital 1980-1992. Only age and Duke's stage are independ- ent prognostic variables. Relative risk p-value Increased age 1.015 0.044 Duke’s-stage „D“ 2.049 0.000 Increased duration of symptoms 0.561 Low hemoglobin level 0.216 Raised ESR 0.216 Right side 0.293 Increased size of tumor 0.569 meðal kvenna. Á árunum 1988-1992 var ný- gengið hins vegar orðið 19,1 á 100.000 karla en 15,2 meðal kvenna. Aukningin er því veruleg á þessu 30 ára tímabili en vert er þó að geta þess að sveiflur voru miklar í nýgengi (12). Hér á landi hefur nýgengi hægri ristilæxla ekki verið rannsakað sérstaklega. Þó er til rannsókn af Landspítalanum, sem náði til tímabilsins 1952- 1971, en þar voru vinstri æxli algengari en hægri (13). í rannsókn frá Borgarspítalanum, sem tók til æxla er greindust á árunum 1975-1987, voru hægri æxli hins vegar í meirihluta, eða 56% (14). Helstu orsakaþættir ristilkrabbameins tengj- ast mataræði og hefur athyglin einkum beinst að tengslum trefjasnauðs fæðis og ristilkrabba- meins. Trefjasnautt fæði veldur hægari ferð fæðunnar um ristilinn, þar með breyttri bakter- íuflóru, og hugsanlega auknurn verkunartíma krabbameinsvaldandi efna, staðbundið (15). Erlendis hefur verið sýnt fram á samband auk- innar prótínneyslu og hækkaðs nýgengis vinstri ristilkrabbameina, en aukning á hægri æxlum hefur verið tengd neyslu fituríks fæðis (2). Minnkuð neysla kolvetna er að auki áhættu- þáttur fyrir bæði vinstri og hægri æxli (2). Auk mataræðis eru þekktir orsakaþættir til dæmis bólgusjúkdómar í görn, áfengi, gallblöðrutaka og geislun (2,15-16). Erfðir geta einnig haft sitt að segja og þekktar eru fjölskyldur þar sem ristilkrabbamein er ættgengt (17). Einkenni sjúklinga í þessari rannsókn voru svipuð og í erlendum rannsóknum (4, 6,15,17, 19). Meðal sjúklinga með hægri ristilkrabba- mein voru algengust blóðleysiseinkenni (59%) en kviðverkir fylgdu fast á eftir (58%). Al- gengustu einkenni sjúklinga með vinstri ristil- krabbamein voru blóð í hægðum (66%), kvið- verkir (58%) og hægðabreytingar (55%). Sjúklingar með krabbamein hægra megin í ristli virðast því frekar hafa almenn einkenni, en staðbundin einkenni eru meira áberandi við vinstri æxli. í þessari rannsókn var ákveðið að skipta hópnum í tvennt, eftir tímalengd einkenna lengur og skemur en þrjá mánuði. í erlendum rannsóknum hefur meðaltöf á greiningu ristil- krabbameins legið frá 17 til 31 viku (6). Stór hluti sjúklinga hefur þó fengið meðferð innan 12 vikna frá upphafi einkenna. Með tilliti til þess var fyrrnefnd skipting valin sem „gullstað- all“, auk þess sem hún auðveldar samanburð við sambærilegar erlendar rannsóknir (6,8).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.