Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 32
458
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Flestar rannsóknir sýna verri lífshorfur með
vaxandi tímalengd, en einnig eru til rannsókn-
ir, sem sýnt hafa fram á verri lífshorfur eftir
stutta tímalengd einkenna fyrir greiningu
(7,9). Slík æxli eru þá talin vera í eðli sínu
meira illkynja (7,9). Margar rannsóknir eru til
á áhrifum þess að greina og meðhöndla sjúk-
linga með ristilkrabbamein meðan þeir eru enn
einkennalausir og hefur í flestum tilfellum tek-
ist að sýna fram á bættar lífshorfur um sem
nemur 20-30% (5,6,8).
í nýlegri rannsókn Blake Cady og félaga
kom í ljós að æxli bæði í hægri og vinstri hluta
ristils fóru minnkandi á 65 ára tímabili (2). Á
sama tíma var tíðni og nýgengi eitlameinvarpa
óbreytt. Þeir vörpuðu fram þeirri spurningu
hvort hugsanlega gæti verið um tvenns konar
ristilkrabbamein að ræða með ólíka líffræði-
lega hegðun. Annars vegar væru krabbamein
sem leiti í eitla og líffæri, og hins vegar krabba-
mein sem fari ekki í eitla og gefi sjúklingum þar
af leiðandi betri lífshorfur. Þetta er athyglis-
verð kenning og gæti hugsanlega skýrt af
hverju lífshorfur sjúklinga eru óbreyttar við
aukna tímalengd einkenna.
Hægt er að spyrja hvernig bæta megi lífs-
horfur sjúklinga með ristilkrabbamein. Eins og
áður sagði hefur verið sýnt fram á bættar lífs-
horfur séu sjúklingar greindir áður en einkenni
koma fram (5,6,8). Kembileit að sjúklingum
með ristilkrabbamein er ekki mjög árangursrík
og fremur kostnaðarsöm (20). Hægðapróf, svo
sem Hemoccult®, hafa lágt næmi og sértekt, og
ristilspeglun þykir of dýr rannsókn til að nota
við kembileit hjá einkennalausum sjúklingum.
Einstaklingar í fjölskyldum þar sem ristil-
krabbamein eða ristilsepager er ættlægt, og
sjúklingar sem áður hafa fengið ristilkrabba-
mein, ættu hins vegar að vera ristilspeglaðir
með reglulegu millibili, einnig sjúklingar með
sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) og svæðis-
garnabólgu (Crohn’s disease) (17,20-21). í
framtíðinni gætu frekari rannsóknir á erfðaefni
fjölskyldna þar sem ristilkrabbamein er ættlægt
gert kleift að finna þá sem eru í aukinni hættu á
að fá krabbameinið, áður en einkenni koma
fram, og bætt þannig horfur þeirra (5-6,8).
HEIMILDASKRÁ
1. Tulinius H, Storm HH, Pukkala E, Andersen A, Er-
icsson J. Cancer in the Nordic Countries, 1981-86. A
joint publication of the five Nordic cancer registries.
Acta Path Micr Im Scand 1992; 100/Suppl. 31: 95-6.
2. Cady B, Stone M, Wayne J. Continuing trends in the
prevalence of right-sided lesions among colorectal carci-
nomas. Arch Surg 1993; 128; 505-9.
3. Aldridge MC, Phillips RKS, Hittinger R, Rey JS, Field-
ing LP. Influence of tumor site on presentation, man-
agement and subsequent outcome in large bowel cancer.
Br J Surg 1986; 73: 663-70.
4. Irvin TT, Greaney MG. Duration of symptoms and
prognosis of carcinoma of the colon and rectum. Surg
Gyn Obs 1977; 144: 883-6.
5. Wright HK, Higgins EF. Natural history of occult right
colon cancer. Am J Surg 1982; 143: 169-70.
6. Goodman D, Irvin TT. Delay in the diagnosis and prog-
nosis of carcinoma of the right colon. Br J Surg 1993; 80:
1327-9.
7. Holliday HW, Hardcastle JD. Delay in diagnosis and
treatment of symptomatic colorectal cancer. Lancet
1979; ii: 309-11.
8. Fegiz G, Barillari P, Ramacciato G, De Angelis R,
Gozzo P, Indinnimeo M, Valabrega S. Right colon can-
cer: Long term results after curative surgery and prog-
nostic significance of duration of symptoms. J Surg Onc
1989; 41: 250-5.
9. Ratcliffe R, Kiff RS, Kingston RD, Walsh SH, Jeacock
J. Early diagnosis in colorectal cancer. Still no benefit? J
R Coll Surg Edinb 1989; 34: 152-5.
10. Welch Ce, Burke JF. Carcinoma of the colon and rec-
tum. N Engl J Med 1962; 266: 211-9.
11. Kaplan EL, Meier P. Nonparametric estimation from
incomplete observations. J Am Stat Ass 1958; 53: 457-
81.
12. Skýrsla 1994. Ársskýrsla Krabbameinsfélags íslands
lögð fram á aðalfundi 6. maí 1994. Reykjavík: Krabba-
meinsfélag íslands, 1994: 33.
13. Pórarinsson H. Krabbamein í ristli og endaþarmi.
Greinargerð um 238 sjúklinga, sem vistast hafa á hand-
læknisdeild Landspítalans á árunum 1952-1971. Lækna-
blaðið 1976; 62: 185-95.
14. Magnússon J, Þorsteinsdóttir G, Möller PH. Ristil-
krabbamein á Borgarspítala 1975-1987 og lífshorfur eftir
aðgerð. Læknablaðið 1990; 76: 399-403.
15. Corman ML, Carcinoma of the colon. In: Hallowell R.
ed. Colon and Rectal Surgery. Philadelphia: JB Lip-
pincott, 1984: 268-70.
16. Burkitt DP. Epidemiology of cancer of the colon and
rectum. Cancer 1971; 28: 3-13.
17. Schwartz SI. Colon, rectum and anus. In: Shires CT,
Spencer FC, eds. Principles of Surgery. 5th ed. New
York: McGraw — Hill Book Company, 1989:1225-315.
18. Potter JD. Reconceiling the epidemiology, physiology
and molecular biology of colon cancer. JAMA 1992;
268: 1573-7.
19. Sayer JM, Long RG. A perspective on iron deficiency
anaemia. Gut 1993; 34: 1297-9.
20. Dent TL, Kukora JS, Buinewicz BR. Endoscopic
screening and surveillance for gastrointestinal malignan-
cy. Surg Clin North Am 1989; 69: 1205-25.
21. Yamada T. Malignant tumors of the colon. In: Alpers
DH, Owyang C, Powell DW, Siverstein FE, eds. Text-
book of enterology; vol 2. Philadelphia: JB Lippincott,
1991: 1768-813.
22. Jarvinen HJ, Ovaska J, Mecklin J-P. Improvements in
the treatment and prognosis of colorectal carcinoma. Br
J Surg 1988; 75: 25-7.
23. Berge T, Ekelund G, Mellner C, Pihl B, Wenckert A.
Carcinoma of the colon and rectum in a defined pop-
ulation. Acta Chir Scand 1973; Suppl. 438: 19-38.
24. John TG, Garden OJ. Laparoscopic ultrasonograpgy:
extending the scope of diagnostic laparoscopy. Br J Surg
1994; 81: 5-6.
25. Miles WFA, Paterson-Brown S, Garden OJ. Laparo-