Læknablaðið - 15.06.1996, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
461
Inngangur
Arið 1955 kynnti læknirinn Gregory Pincus
hugmyndir um notkun kynhormóna til getnað-
arvarna og 1956 var getnaðarvarnarpillan í
fyrsta sinn notuð í tilraunaskyni á konum á
eyjunni Puerto Rico. Árið 1960 komst hún á
almennan markað í heiminum og sama ár hófst
notkun hennar á Islandi (1). Samkvæmt sölu-
tölum tóku um 20% íslenskra kvenna, á aldrin-
um 15-44 ára, pilluna á árunum 1976-1990, sem
var svipuð meðalnotkun og á hinum Norður-
löndunum (2).
Ekki hafa áður verið birtar ýtarlegar niður-
stöður rannsókna á notkun getnaðarvarnar-
pillunnar hjá íslenskum konum, eftir aldri og
fæðingarhópum, eða á tímalengd notkunar.
Hjá Krabbameinsfélagi íslands hefur verið
safnað gögnum sem nota má til að kanna notk-
unarmynstur getnaðarvarnarpillunnar auk
þess að kanna tengsl hennar við líkur á að
greinast með ákveðin krabbamein. Pillan er
talin hafa verndandi áhrif gegn eggjastokka- og
legbolskrabbameini en auka lítillega líkur á
lifrarkrabbameini. Hugsanlega eykur hún lík-
ur á krabbameini í leghálsi og á brjóstakrabba-
meini hjá ungum konum (3). Verið er að rann-
saka það síðastnefnda hjá krabbameinsfélag-
inu, en nýlegar erlendar rannsóknir benda til
þess að pillan geti aukið líkur á brjóstakrabba-
meini hjá ungum konum, sem hafa notað hana
í fjögur ár eða lengur fyrir tvítugt. Rannsókn-
arniðurstöður eru þó langt frá því að vera sam-
hljóða varðandi þetta atriði og því þörf á nán-
ari athugunum, en konur sem gátu hafið notk-
un pillunnar svo ungar eru nýlega komnar á
þann aldur að brjóstakrabbamein fari að koma
fram (4-6).
Hér er greint frá lýsandi rannsókn á notk-
unarmynstri getnaðarvarnarpillunnar á Islandi
á árunum 1965-1989, sem byggir á gagnasafni
Krabbameinsfélagsins.
Efniviður og aðferðir
Heilsusögubanki Leitarstöðvar Krabba-
meinsfélags íslands hefur að geyma svör við
spurningum varðandi blæðingar og fæðinga-
sögulega þætti kvenna sem mætt hafa í legháls-
og brjóstakrabbameinsleit, sem boðað er í ann-
að hvert ár. Heilsusöguspurningarnar hafa
breyst umtalsvert frá 1964 er gagnasöfnunin
hófst. í upphafi takmarkaðist leitin við konur á
höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25-59 ára.
Árið 1969 var allt landið orðið eitt leitarsvæði
og voru efri aldursmörkin jafnframt hækkuð í
69 ár. Leitaraldurinn var færður niður í tvítugt
árið 1988 (7). Konurnar voru upphaflega
spurðar heilsusöguspurninga í hvert skipti er
þær mættu, en frá 1986 voru þær aðeins spurðar
á 15 ára fresti.
í árslok 1989 hafði verið safnað svörum frá
um 74.000 konum sem höfðu svarað einu sinni
til sex sinnum. Um 80% allra íslenskra kvenna
á aldrinum 20-69 ára höfðu svarað heilsusögu-
spurningum á árunum 1964-1989 og þær konur
sem fæddar voru á árunum 1930-1949 höfðu
nánast allar svarað (97%) (8).
Frá 1964 var spurt um notkun getnaðarvarn-
arpillunnar og frá 1975 um tímalengd notk-
unar. Allan tímann hefur verið spurt um „nú-
verandi notkun“ og frá 1971 einnig um fyrri
notkun. Frá 1979 hefur tegund verið skráð. Á
árunum 1964 og 1971-1974 voru upplýsingar um
notkun getnaðarvarnarpillunnar ófullnægjandi
og er þeim árum sleppt í þessari rannsókn.
Ekki eru til upplýsingar um aldur við upphaf
notkunar nema frá tímabilinu apríl 1991 til des-
ember 1992, er spurningu þar að lútandi var
bætt við tímabundið, en 14.344 konur svöruðu
þessari viðbótarspurningu.
Stuðst var við upplýsingar frá konum á aldr-
inum 20-44 ára varðandi notkun á hverjum
tíma, alls 112.388 svör. Við úrvinnslu tíma-
bundnu spurningarinnar um aldur við upphaf
notkunar getnaðarvarnarpillunnar voru notuð
öll svör, óháð aldri við svar.
Þótt tegund pillunnar hafi verið skráð frá
1979, er þess ekki getið á hvaða tíma hver
tegund var notuð, auk þess sem aðeins um
75% kvenna virtust muna hvaða tegund þær
notuðu. Til að fá mynd af breytingum með
tímanum var því notast við upplýsingar frá
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
1975-1992, en þó vantaði þær upplýsingar fyrir
árið 1977.
Til að kanna réttmæti upplýsinga í heilsu-
sögubankanum, um hlutfallslega notkun pill-
unnar, var notkunin hjá konum sem mættu í
leitarstöðina borin saman við sölutölur frá
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
fyrir tímabilið 1978-1989. Fyrir þennan og ann-
an samanburð þurfti að aldursstaðla, því að
notkun getnaðarvarnarpillu er tengd aldri, auk
þess sem aldursdreifing þeirra sem mæta í leit-
ina er breytileg og ólík aldursdreifingu þjóðar-
innar. Tvenns konar aldursdreifingarstaðlar
voru notaðir. Fyrir samanburð milli ára var