Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 38

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 38
462 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 notuð aldursdreifing allra kvenna sem mættu í leitina árin 1965-1970 og 1975-1989. Fyrir sam- anburð við sölutölur var notuð aldursdreifing þjóðarinnar á árunum 1978-1989. Niðurstöður f töflu I sést að aldursdreifing rannsóknar- hópsins var ólík aldursdreifingu þjóðarinnar. Aðeins 13% rannsóknarhópsins voru á aldrin- um 20-24 ára en 25% þjóðarinnar. Mynd 1 sýnir hve stórt hlutfall kvenna hafði einhvern tímann notað pilluna. Hlutfall þeirra sem höfðu einhvern tímann notað pilluna hækkaði með tímanum og var orðið 90% hjá konum sem fæddust eftir 1944. Á mynd 2 sést að af konum fæddum eftir 1944 sem höfðu prófað pilluna, höfðu 23% notað hana í eitt ár eða minna er þær svöruðu heilsusöguspurningunum. Aðeins örfáar þeirra kvenna sem notuðu pilluna í svo stuttan tíma greindu frá „núverandi notkun“ er þær voru spurðar. Fimmtungur notenda fæddra eftir 1944 var því hættur eftir eins árs notkun eða minna. Þriðjungur hafði notað pilluna í meira en fjögur ár og 3% áttu að baki meira en 10 ára notkun. Á mynd 3 sést hve stórt hlutfall kvenna á aldrinum 20-44 ára notaði pilluna á árunum 1965-1970 og 1975-1989 („núverandi notkun“). Mikil aukning varð á notkuninni frá árinu 1965 (13%) til loka sjöunda áratugarins (29%). Eftir það fór talan lækkandi og hefur frá 1978 verið á bilinu 17-20%. Á mynd 4 kemur fram að notkun pillunnar dróst saman hjá konum 30 ára og eldri á árun- um 1975-1989 og var orðin hverfandi hjá kon- um sem voru eldri en 39 ára í lok tímabilsins. Hins vegar jókst notkunin hjá konunum á aldr- inum 20-24 ára síðustu árin. Mynd 5 sýnir að hlutfall kvenna sem hóf notkun fyrir tvítugt hækkaði ört milli fæðingar- hópa. Sjá má að upphafsaldur lækkaði hratt á fyrri hluta áttunda áratugarins, því að helming- ur kvenna sem fæddust 1950-1954 hóf notkun undir 20 ára aldri, en þessar konur voru 19 ára á árunum 1969-1973, meðan aðeins 29% not- enda í fæðingarhópnum 1945-1949 byrjuðu fyrir tvítugt. Nánari athugun á yngstu hópunum tveimur á mynd 5 sýndi að 33% notenda sem fæddust 1960-1967 höfðu byrjað notkun fyrir 17 ára ald- ur og 10% höfðu byrjað fyrir 16 ára aldur. Samkvæmt sölutölum frá Heilbrigðis- og Table I. Age distribution of the study group and of the Ice- landic population. Age Study group Years 1965-1970 and 1975-1989, % lcelandic population Years 1978-1989, % 20-24 13.2 25.1 25-29 25.6 23.0 30-34 21.5 20.3 35-39 22.7 17.2 40-44 17.0 14.4 Fig.l. Proportion of women who had ever used oral cont- raceptives, by five year birth cohorts. Fig. 2. Distribution ofduration ofuse oforal contraceptives, for users born after 1944. Information from the years 1986- 1989. Percent Fig. 3. Proportion* of women aged 20-44 years, presently using oral contraceptives, by year of attendance (95% confi- dence interval). *Age adjusted to the age distribution of screening attenders in 1965-1970 and 1975-1989.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.