Læknablaðið - 15.06.1996, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Þakkarorð
475
m íkjali \m cr slaijtsí aó
(Olafur -s iiim4iáí!iii
var einróma kjárínn,
hnkríféiaji iíiknafclags Jsianlí
a aóalfundi jckpm 29.-30.9.1995
vtqna slarja braufriiíjanda
á sviii
lijjliikmnja
cq ijrir mikilvagt Jramla^
iil ktmiílw oq þjáljunar laknisejna
fijmL
C ,t>f;n affela# IJiiiife
Ég vil þegar taka fram, að
mér er kær sú nafnbót sem ég
hefi nú verið sæmdur. Hún er
mér ekki lítils virði. Þó á enn
heima hið fornkveðna að verk
manna lofa sig sjálf ef þau eru
vel af hendi leyst og lasta sig
sjálf ef illa er. Aftur á móti er
mönnum ekki alltaf ljóst hversu
vel verk þeirra hafa heppnast
hverju sinni. Svo sem segir í
Nýja Testamentinu eru menn
ósjaldan glámskyggnir á sjálfa
sig, þekkja ekki hug sinn, sjá
flísina í auga bróður síns en
greina ekki bjálkann í eigin
auga. Menn eru iðulega í óvissu
í sjálfs sín sök. Og vegna efa-
semda okkar um eigið sjálf svo
og sökum ílöngunar og eftir-
sóknar okkar í hróður og orðstír
eru viðurkenningar yfirleitt vel
og þakksamlega þegnar og svo
er um mig. Nafnbót er gjöf og
við móttöku hennar koma í hug-
ann hin kunnu orð úr Njálu, þau
sem svo hljóða: „Góðar eru
gjafir þínar en meira þykir mér
verð vinátta þín. “ Víst er vinar-
hugur okkur alla tíð mikils
virði, ekki síst í elli okkar þá er
hann yljar okkur og dregur úr
þeirri einsemd sem þá sækir á
okkur. Ég þakka ykkur kollegar
og félagar í Læknafélagi Islands
fyrir þann sóma sem þið hafið
sýnt mér og þakka ykkur vin-
fengi ykkar og gott þel. Tilnefn-
ing ykkar mér til handa hefur
komið með glampa af sól inn í
huga minn. I gömlu miðalda-
stefi segir:
„Hvað er fegra en sólarsýn,
þá sveimar hún yfir stjörnu-
rann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann, “
Þökk sé ykkur kollegar.
Þökk.
Nú þegar liðin er hálf öld og
hálfur áratugur betur frá lækna-
prófi mínu leitar hugurinn
ósjálfrátt aftur til fyrri daga.
Ljósm. Lbl.
Það mun vera nokkuð almenn
kennd þegar horft er til baka á
efri árum að þá virðist tíminn
hafa liðið hratt. Svo sagði Einar
Benediktsson:
„Mér gleymast öll árin mín
tug eftir tug,
mér tíminn finnst horfinn sem
örvarflug
og allt sem ein augnabliks-
saga. “
Og trúleysinginn mikli Shak-
espeare sagði: „Og líf eins
manns er sem að segja einn“, á
frummálinu: „Andaman’slife's
no more than to say one. “ Og
tíminn breytir mörgu. Svo sem
alkunna er hafa breytingar og
framfarir í læknavísindum orðið
geipilegar og stórfelldar á síð-
ustu 55 árum, það er á minni
læknisævi, miklu mun meiri en
áður var í læknisfræði frá upp-
hafi. Ekki verða þó raktir hér
þeir margvíslegu ávinningar og
sigrar, sem áunnist hafa í lækna-
vísindum á því árabili. Ekki
heldur verður getið þeirra sjúk-
dóma, sem ekki hefur verið
hægt að ráða við enn sem komið
er. En hvað sem líður árangri og
vandkvæðum í læknisstarfinu er
það fólgið hálft í hvoru í um-
hyggju fyrir öðrum. Margir vit-
menn og hugsuðir hafa trúað
því að einstaklingurinn ætti að
þróast frá því að vera sérdrægur
í að verða ósérplæginn. Einstein
hélt því fram að umhyggja fyrir
manninum og örlögum hans
ætti alltaf að vera meginmark-
mið allrar tæknilegrar viðleitni.
Seinna sagði hann: „Einungis líf
sem er lifað fyrir aðra er þess
virði að því sé lifað. “ Það eru
forréttindi læknisins að hafa at-
vinnu og lifibrauð af því að
hjálpa öðrum til heilsu eða
bættrar líðanar. Það er líf sem er
lifað fyrir aðra.
Ólafur Sigurðsson