Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 54
476 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hvaða læknar ættu að bera faglega ábyrgð á almennum þjónusturannsóknarstofum? Tryggingastofnun ríkisins hefur verið að endurskoða hvers konar læknar ættu að veita fullgreiðslubærum al- mennum þjónusturannsóknar- stofum forstöðu. Hér er ekki verið að tala um sérhæfðar rannsóknarstofur við Háskól- ann, á Landspítalanum, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, heldur almennar þjónustu- rannsóknarstofur á minni sjúkrahúsum, á heilsugæslu- stöðvum og á einkareknum rannsóknarstofum. Greinar- korni þessu er ætlað að auð- velda læknum sem nýta sér þjónustu rannsóknarstofa skiln- ing á ýmsu sem þessu tengist. Til að auðvelda umfjöllun um þær stofur sem hér um ræðir þarf helst að hafa eitt heiti yfir þær. Nú er ekki einfalt að finna fullkomið samheiti um svo sundurleita starfsemi, en það mætti kalla hana prímerar lœkn- ingarannsóknarstofur, því þær þjóna sjúklingum fyrst eftir að mál þeirra koma til kastanna. Vandasamara er að lýsa því með einu orði hvaða rannsóknir eru gerðar á prímerum læknis- stofum. Þarna kennir ýmissa grasa, enda er nú hægt með samanþjappaðri tækni að vinna að greiningu á mörgum sjúk- dómum á litlum og afskekktum lækningarannsóknarstofum. Viðfangssviðið hlýtur því að vera breitt og spanna margar undirgreinar meinafræðinnar. Þjónusturannsóknir aðrar en vefjarannsóknir telst sérstök sérgrein til dæmis í Bandaríkj- unum og kallast „clinical patho- logy“ eða „laboratory medici- ne“. Flestir meinafræðingar þarlendis fullnema sig í þessari grein, auk vefjameinafræðinn- ar. Fjölmenntaðir meinafræð- ingar þykja hagkvæmur kostur fyrir lítil sjúkrahús í bæjum og sveitum og eru engin merki þess að Bandaríkjamenn ætli að hverfa frá þessari tilhögun. Nú getum við reynt að skil- greina hvers kyns mismunandi fræði eru stunduð á prímerum rannsóknarstofum og í fram- haldi af því reynt að ákvarða hvaða sérgrein sá læknir ætti að hafa sem veitir slíkri stofu fag- lega ábyrgð. Tökum sem dæmi blóðmeinafræði. Þessi grein kemur fyrir ýmist sem undir- grein lyflækninga, eða sem und- irgrein „clinical pathology/la- boratory medicine", eða sem undirgrein vefjameinafræði. í öllum tilfellum er áherslan á mein sem varða hvítar blóð- frumur, blóðmyndandi vef, blóðkorn og jafnvel blóðstorku, en munurinn á þessum mismun- andi nálgunum liggur meðal annars í því hvort menn stunda einvörðungu rannsóknarstofu- vinnu eða hvort þeir annast einnig sjúklinginn beint. Blóðfrumurannsóknir eru gerðar mestmegnis í vélum, en mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þótt Coulter vél fljótt á litið líkist vinnuvélum mein- efnafræðinganna, er um ólík viðfangsefni að ræða. Blóð- meinarannsóknir, að frátöldum storkurannsóknum, varða at- huganir á frumum sem greinast myndrænt og hægt er að meta með smásjárskoðun. Formfræði (morphology) er alls ráðandi í blóðmeinafræði, líkt og í vefja- meinafræðinni. Olíku gildir um meinefnafræðina, þar sem efnin eru mæld. Flestar rannsóknir á prímer- um rannsóknarstofum falla undir meinefnafræði. Þarna tekur við allt annað svið heldur en blóðmeinafræðingar fjalla um, þótt að flest viðföngin í báðum greinum renni að vísu í æðum sjúklinga. Blóðrann- sóknir eru sumar strangt tekið utan sviða bæði blóðmeinafræð- inga og meinefnafræðinga. Dæmi eru erfða- og faðernis- rannsóknir, sem einum þræði eru ónæmisfræðilegar og öðrum þræði sameindameinafræðileg- ar (kjarnsýrugreining). Nútímatækni hefur gert það að verkum að á prímerum rann- sóknarstofum er hægt að gera allt í senn blóðmeinarannsókn- ir, meinefnarannsóknir, ónæm- isrannsóknir, blóðgjafarann- sóknir, sýklaræktanir og jafnvel sameindameinafræðilegar ör- verurannsóknir, sé nægjanlegur rannsóknarfjöldi og viðeigandi þekking fyrir hendi. Gæði ættu að vera eina leið- arljós ákvarðana um hvaða rannsóknir ber að framkvæma á prímerum rannsóknarstofum. Gæði er hugtak sem tekur til margra hluta. Allir vita að gæði ráðast af þekkingu og vand- virkni. Sjaldnar er minnst á að gæði nást með upplýstri og skynsamlegri ráðstöfun mann- afla, véla, efna og húsnæðis,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.