Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 55

Læknablaðið - 15.06.1996, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 477 með öðrum orðum fjármuna. Það mætti kannski tala um „of mikil“ gæði, til dæmis ef kostað er miklu til við að mæla eitthvað með margfalt meiri nákvæmni heldur en stýrikerfi heilbrigðs líkama gera. Einnig er hægt að viðhafa „of mikil“ gæði í læknis- rannsóknum, ef kostnaður við þær ber heilbrigðiskerfið ofur- liði og fé fæst trauðla til annarra þátta þjónustunnar. Sagt er að vatnsveitustokkar Rómverja hafi verið slælega hannaðir, því þeir virka enn, löngu eftir fall þeirrar menningar og hefur því augljóslega verið of miklu til kostað. Gæði í ríkisgreiddri heilbrigðisþjónustu eru hag- fræðilegs eðlis þar er þau varða skynsamlega ráðstöfun verð- mæta þegar á allt þjóðfélagið er litið. A sama hátt taka gæðamál á sig viðskiptafræðilegan svip þegar rekstur sjálfrar rannsókn- arstofunnar er annars vegar. Líklega er rétt að segja að gæði séu fyrir hendi á rannsóknar- stofum landsins þegar verðmæt- um er varið þannig að viðsætt- anleg nákvæmni og þjónusta fæst til handa sem flestum (öll- um?) landsmönnum fyrir sem minnst fé. Hvers konar læknir eða lækn- ar eiga að veita prímerum rann- sóknarstofum faglega umsjón? Lyflæknir eða meinafræðingur? Blóðmeinafræðingur? Sýkla- fræðingur? Meinefnafræðing- ur? Almennur meinafræðing- ur? Þegar þessari spurningu verður svarað, ætti að taka tillit til þjóðhagslegra og rekstrar- legra forsendna. Ljóst er að ekki er hægt að hafa sérfræð- inga í öllum undirgreinum meinafræðinnar alltaf á öllum rannsóknarstofum landsins. í draumi getur maður þó séð fyrir sér að meinefnafræðingur, blóðmeinafræðingur, sýkla- fræðingur, veirufræðingur og ónæmisfræðingur færu á hverju ári til umsjónarmanna rann- sóknarstofa og spjölluðu um rétt val og framkvæmd rann- sókna. Þessir læknar myndu vera til taks í síma þegar á þyrfti að halda. Þó er því ósvarað hvort þetta starfsfólk má vera að því að yfirgefa sínar heima- stofnanir til slíkra starfa. Einnig er óséð hvort einhver aðili í þjóðfélaginu, til dæmis Trygg- ingastofnun ríkisins, telur að þessi auknu gæði og bætta þjón- usta borgi sig nægjanlega til að greiða meira fyrir. Þá er því ósvarað hvaða lækn- ir ætti að veita rannsóknarstof- unni forstöðu þegar þessir fá- tíðu gestir, sérhæfðir sérfræð- ingar, eru ekki á staðnum. - Ohætt er þó að segja að það þyrfti að vera læknir sem fer oft á rannsóknarstofuna og hægt er að kalla til með litlum fyrirvara. Mætti þetta vera heilsugæslu- læknir, lyflæknir eða kannski al- hliða meinafræðingur með breiðara viðfangssvið heldur en íslenskar reglugerðir gera nú ráð fyrir? Það fer allt eftir því hversu nákvæmar mælingar við krefjumst að séu gerðar og hvort það á að gilda fyrir allt fólk eða flest, jafnvel eftir bú- setu. Öllu skiptir að sjúklingar fái gæðaþjónustu, það er nákvæm- ar og tímabærar rannsóknarnið- urstöður með þeim þægindum, öryggi og hagkvæmni sem unnt er að veita við íslenskar aðstæð- ur. Þetta hlýtur að gerast með því að búa vel að almennri rann- sóknarþjónustu þar sem hennar er þörf, það er að segja þar sem sjúklingurinn er staddur, en með stuðningi sérhæfðra rann- sóknarstofa og starfsliðs þeirra. Björn Logi Björnsson The Britisi Ceuncii P,°^of 'e""»ars ' Febrt Uar*>996toAll Xm»ClSEASú “re/, J99? health Liggur frammi hjá Læknablaðinu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.