Læknablaðið - 15.06.1996, Side 56
478
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Þekking eða blekking?
Nýleg, umfangsmikil trygg-
ingasvik nokkurra einstaklinga
hafa orðið læknum umhugsun-
arefni. Læknar gáfu, í góðri trú,
út vottorð fyrir skjólstæðinga
sína sem sviðsett höfðu umferð-
aróhöpp og gert sér upp ein-
kenni í hagnaðarskyni.
Trúnaður milli lækna og
skjólstæðinga þeirra er nauð-
synlegur og læknirinn er í eðli
sínu málsvari síns skjólstæðings
út á við. Læknar beita þannig
þekkingu sinni og reynslu til
þess að túlka sögu og einkenni
og skrá þau, og gera þær upplýs-
ingar aðgengilegar fyrir þá aðila
sem aðstoða þurfa skjólstæð-
inga lækna við að leita réttar
síns, og á það fyrst og fremst við
lögmenn ogtryggingafélög. Eft-
irtalin atriði hefði ég talið að
læknar gætu verið sammála um:
* Tryggingafélög (og TR) þurfa
aðgang að læknisfræðilegum
upplýsingum.
* Þau þurfa lækna til að túlka
upplýsingarnar og ráða slíka til
sín.
* Læknum er gert að safna sam-
an á einn stað gögnum um skjól-
stæðinga sína.
* Gögn þessi eru eign heilbrigð-
istofnunar, eða læknastofu, en
sá sem um er fjallað á rétt á
afriti.
* Faglegt mat læknis viðkom-
andi á gögnunum getur oft verið
nauðsynlegt.
* Læknar geta, ef eigandi leyfir,
fengið afrit af gögnunum.
* Læknum ber að sinna beiðni
læknis um upplýsingar fljótt og
vel.
* Heimild til þess að afla upplýs-
inga þarf að vera eins þröng og
kostur er.
* Nauðsynlegt er að góð sam-
vinna sé um þessi mál milli
lækna.
Fagleg þekking í trygginga-
læknisfræði fer vaxandi á Is-
landi. Leita þarf leiða til þess að
koma í veg fyrir að læknar séu
leiddir út í það af skjólstæðing-
um sínum að votta það sem ekki
á sér stoð í raunveruleikanum.
Koma þarf í veg fyrir að tor-
tryggni skapist milli lækna sem
starfa við tryggingafræðilega
ráðgjöf og þeirra lækna sem
veita þurfa nauðsynlegar upp-
lýsingar um skjólstæðinga sína.
Læknar með reynslu á sviði
tryggingalæknisfræði eiga að
vera kollegum sínum til halds og
trausts, sérstaklega í flóknum
eða óljósum málum. Miklir
hagsmunir eru í húfi fyrir alla
lækna.
Undirritaður hefur lagt til við
landlækni og stjórn Læknafé-
lags íslands að skipaður verði
vinnuhópur um þessi mál.
Guðmundur Björnsson
endurhæfingarlæknir
Davíðsbók
Rit til heiðurs Davíð Davíðs-
syni, prófessor emeritus og
fyrrverandi forstöðulækni á
Landspítala. Nánari upplýs-
ingar um ritið veitir Há-
skólaútgáfan, Háskóla ís-
lands, Suðurgötu, Reykja-
vík, sími 525 4003 og Lífeðl-
isfræðistofnun Háskóla
Islands, Læknagarði, Vatns-
mýrarvegi 16, Reykjavík,
sími 525 4835.