Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 58
480 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Bréf til Arna Björnssonar Kæri Árni! Eg sendi þér þetta bréf í til- efni af ágætri áminningu þinni í Læknablaðini undir fyrirsögn- inni „Hvað er að?“ Þú bendir í greinarkorni þínu réttilega á, að klínísk skoðun er grundvöllur allrar klínískrar læknisfræði. Þú ályktar af til- felli því, sem var tilefni skrifa þinna, að það bendi til, „að eitt- hvað [skorti] á um gæði þess klíníska veganestis, sem ungir læknar [séu] búnir við útskrift úr læknadeild Háskóla íslands" og spyrð í lokin, „Hvort há- tæknin sé að gera okkur [ólæs] á sjúkdómseinkenni, sem verða numin með næmum höndum, vakandi augum og rökréttri hugsun (leturbreyting mín)?“ Mitt svar til þín er það, að þetta er ekki verið að gera held- ur er það búið og gert. Ég hafði grun um að svona væri komið fyrir allmörgum ár- um, en sannfærðist fyrir tæpum þremur árum. Ég lagði þá sjúk- ling mér nákominn inn á eitt há- tæknisjúkrahúsið. Meðferð kollega minn á sjúklingnum var tilefni nokkurra bréfaskipta við þá. Það sem hér fer á eftir er kafli úr alllöngu svari mínu við greinargerð sjúkrahúslækna um meðferðina, en greinargerðin var undirrituð af þremur sjúkra- húslæknum af ekki lægra standi. Meðal þess, sem ég taldi ástæðu til að benda á af þessu tilefni, var eftirfarandi: „ 1. Fráleitt er, að sjúkdóms- greining hefði vafist svo fyrir lærifeðrum okkar og [aðstoðar- læknum] þeirra, sem eyddu drjúgum tíma á hverjum virkum degi til að ganga saman stofu- gang og skoða sjúklinga að ut- an. 2. Þróun sú, sem orðið hefur á vinnubrögðum sjúkrahús- lækna á undanförnum árum, hefur hvorki orðið sjúkrahúsun- um né skjólstæðingum þeirra til heilla. 3. Sjúkrahúslæknum er ekki sæmandi að sjúklingar þeirra liggi mánuðum saman á deild- um van- og/eða ranggreindir og iðulega óskoðaðir af þeirra hálfu og að meðferð þeirra sé beinlínis til skaða. 4. Klínískri skarpskyggni (og áhuga(?)) sjúkrahúslækna hef- ur hrakað meira en viðunandi er og því þurfa virðulegir [colleg- ar] að vakna til vitundar um, að ekki muni aðeins kennslu þeirra ábótavant, heldur þurfi lítt reyndir læknar, sem í skjóli þeirra starfa, meira aðhald og aðstoð heldur en þeim er í té látið. 5. Algerlega er óviðunandi fyrir skjólstæðinga [sjúkrahúss], að ekki megi treysta því, að glögg klínísk einkenni komi læknum [sjúkrahússins] á rétt spor, jafnvel þó anamnesis sé óglögg (eins og sjúkrahúslækn- ar vilja skýla sér á bak við í þessu sérstaka tilviki). 6. Aðstoðarlæknar með litla klíníska reynslu og kunnáttu eru látnir einir um að skoða sjúklinga, ákveða rannsóknir og draga ályktanir, þar með talið að ákveða að klínísk greining innlagningarlæknis eigi ekki við rök að styðjast og í framhaldi af því að ekki skuli kallaður til sér- fræðingur þeirrar deildar, sem læknirinn hefur upphaflega snúið sér til. 7. Læknum [] deildar [] tjóar ekki að treysta á, að röntgen- læknar komi þeim til hjálpar í framhjáhlaupi. 8. Sjúkrahúslæknar þurfa að gera rækilega naflaskoðun á sjálfum sér og vinnubrögðum sínum og gerbreyta þeim gagn- vart inniliggjandi sjúklingum. 9. [Ekkert getur] komið í staðinn fyrir þann tíma, sem sérfræðingar sjúkrahúsanna verja í návist deildarsjúklinga sinna og í þágu þeirra." Ég vil gera orð þín að mínum, mutatus mutandis: Já. Hvort sem það er hátækn- in eða léleg klínísk kennsla sem veldur, fullyrði ég, að læknar upp til hópa eru orðnir ólæsir á sjúkdómseinkenni, þurfi þeir að reiða sig á næmar hendur, vak- andi augu og rökrétta hugsun. Það er sem betur fer fleirum orðið ljóst, að hér er komið í óefni. Nægir í því sambandi að benda á króníku Povl Riis í maí- hefti Nordisk Medicin, sem mér barst sama dag og þetta er sett á blað. Þannig leyfist manni ef til vill að vona, að Eyjólfur muni hressast. Collegialiter Vigfús Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.