Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 481 íðorðasafn lækna 78 Antimetabolite Snemma í vor barst fyrir- spurn um íslenskt heiti á fyrir- bærinu antimetabolite, en það hafði ekki fundist við uppflett- ingu í íðorðasafni lækna. í prentaða safninu má hins vegar finna metabolism sem er þýtt með íslenska heitinu efnaskipti og metabolite sem þar er nefnt lífefni á íslensku. Til samræm- ingar lagði undirritaður þá til að notað yrði að sinni heitið and- lífefni, en þótti stirðlegt og ákvað að skoða málið betur þegar tóm gæfist. Efnaskipti Eins og alltaf, þegar við íð- orðavinnu er fengist, var byrjað á því að kanna hugtökin að baki heitunum. Ekki dugir að fást við orðin ein. Fyrst var leitað skýringa í hinni miklu alþjóð- legu læknis- og líffræðiorðabók Wileys. Heitið metabolism er þar sagt notað um heild þeirra efnafrœðilegu ferla sem eiga sér stað í lifandi verum, sérstaklega þá sem hafa íförmeð sérskipti á efnasamböndum og orku milli frumna og umhverfis. Ljóst er þó að heitið metabolism er einnig notað um einstaka efna- ferla eða söfn ferla, sem dæmi má nefna fat metabolism, car- bohydrate metabolism og jafn- vel electrolyte metabolism. Is- lenska heitið efnaskipti virðist túlka þessa skilgreiningu dável og heitin fituefnaskipti, sykru- efnaskipti og rafvakaefnaskipti fara ekki illa í munni. Nefna má að gríska orðið metabole þýðir breyting eða umbreyting. Læknisfræðiorðabók Stedmans getur þess að í efnaskiptum fel- ist annars vegar anabolism, þœr efnabreytingar sem breyti litlum sameindum ístórar, og hins veg- ar catabolism, þœr sem breyti stórum sameindum í litlar. Ana- bolism hefur augljóslega valdið erfiðleikum þegar leitað var að íslensku heiti. Iðorðasafnið gef- ur fjórar þýðingar: aðlífun, til- lífun, tillífgun og flifun. Ekki hefur verið neitt auðveldara að komast að niðurstöðu um cata- bolism: frálífun, efnismolun og sundrunarferli. I Islenskri orða- bók Máls og menningar finnst að auki orðið úrlífun og er það talið samheiti við frálífun. Gríska forskeytið ana- merkir upp, aftur eða til baka, en kata- er andheiti þess og merkir nið- ur. Heitið anabolism er því not- að um uppbyggingu lífrænna efna, en catabolism um niður- brot. Undirrituðum er ekki kunnugt um uppruna orðhlut- ans -lífun, en í orðabók Máls og menningar er hann ekki út- skýrður með öðru en tilvísun í frálífun og úrlífun. Lífun er að ýmsu leyti gott heiti þegar vísa skal í lífræna starfsemi, en það virðist ekki hafa náð vinsældum í öllum herbúðum. Efnalífun gæti þó verið heiti á lífrænum efnabreytingum, efnaskiptum. Metabolite Læknisfræðiorðabók Sted- mans skilgreinir á þann veg að metabolite sé sérhver afurð (fœðuefni, milliefni, úrgangs- efni) efnaskipta, sérstaklega frálífunar. I því samhengi er líf- efni vafalítið vel samrýmanlegt íslenskt heiti. Þó finnst undirrit- uðum nú að betri kostur sé að taka upp heitið lífunarefni og það má þá skýra þannig að það sé efni sem tekur þátt í eða verð- ur til við efnalífun. Þessari hug- mynd til varnar má búa til þær einföldu orðskýringar að lífefni sé hvert það efni sem nauðsyn- legt er lífi, en að lífunarefni séu einungis þau efni sem tengjast efnalífun, efnaskiptum. Um leið fæst lausn á upphaflega verkefninu. Antimetabolite heitir þá andlífunarefni. Skil- greining Stedmans á antimeta- bolite er þessi: efni sem keppir við, kemur í stað eða verkar gegn tilteknu lífunarefni. Rétt er að minna á að heitin andefni og mótefni eru þegar frátekin um önnur en þó að vissu leyti sam- bærileg hugtök. Lagfæringar Eistalyppa (epididymis) ligg- ur á eista aftanverðu og skiptist í höfuð (caput), bol (corpus) og rófu (cauda). Frá eistalyppu- rófu liggur sáðrás (ductus defer- ens) sem með aðlægum æðum og taugum myndar kólfinn (fun- iculus spermaticus), en hann gengur í gegnum náragöngin (canalis inguinalis). Sæðis- blöðrungur (vesicula seminalis) hét sáðblaðra í prentaða íð- orðasafninu, en nú hefur verið skipt um hið íslenska heiti, sjá Líffæraheitin bls. 108. Frá sæð- isblöðrungi gengur sæðisblöðr- ungsrás (ductus excretorius ves- iculae seminalis), sem áður hét sáðblöðrupípa, og sameinast sáðrásinni. Þá tekur við sáð- fallsrás (ductus ejaculatorius), en sú rás hafði óheppilegt heiti í prentaða íðorðasafninu, út- varpsrás. Sáðfallsrásin opnast inn í hvekkshluta þvagrásar (pars prostatica urethrae). Hvekkur (prostata) heitir einn- ig blöðruhálskirtill (glandula prostatica). Jóhann Heiðar Jóhannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.