Læknablaðið - 15.06.1996, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
483
Frá Læknafélagi Norð-Vesturlands
Breikkun brúa
Aðalfundur Læknafélags
Norð-Vesturlands haldinn í
Þormóðsbúð á Siglufirði 11. maí
1996, skorar á ráðherra sam-
göngumála að flýta sem mest
breytingum á einbreiðum brúm
í tvíbreiðar, þetta til þess að
draga úr hárri slysatíðni við og á
einbreiðum brúm.
Greinargerð:
Á þjóðveginum í Norður-
landskjördæmi vestra eru fjöl-
margar einbreiðar brýr, sem við
vitum að eru miklar slysagildr-
ur. Samkvæmt könnun á tíðni
umferðarslysa, hafa á síðustu
fimm árum orðið 105 slys við og
á 52 einbreiðum brúm á land-
inu. Nú hefur verið reiknað að
afleiðingar umferðarslysa kosti
íslenska þjóðfélagið 16-19 mill-
jarða árlega. Við teljum að
breikkun einbreiðra brúa komi
til með að fækka slysum veru-
lega og stórlækka þennan
kostnað.
Mótmælt
sölu
ríkisíbúða
Aðalfundur Læknafélags Norð-
Vesturlands haldinn í Pormóðs-
búð á Siglufirði 11. maí 1996
mótmælir harðlega áformum
sem felast í frumvarpi um breyt-
ingar á lögum um íbúðarhús-
næði í eigu ríkisins.
Greinargerð:
Samkvæmt frumvarpinu stend-
ur til að selja íbúðir í eigu ríkis-
ins þegar núverandi leigutakar
hverfa úr þeim. Petta þýðir
væntanlega að íbúðir í eigu
sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva yrðu seldar. Þar með
skapast mikið vandamál við
ráðningu afleysingafólks og
nýrra starfsmanna þegar ekki er
hægt að bjóða upp á húsnæði.
Enn erfiðar en áður myndi því
reynast að útvega fólk til starfa
á þessum stofnunum á lands-
byggðinni.
Námskeið um samskipti lækna við
Tryggingastofnun ríkisins
Fréttatilkynning
Þann 2. maí síðstliðinn var á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri haldið námskeið um sam-
skipti lækna við Trygginga-
stofnun ríkisins. Námskeiðið
var haldið af Tryggingastofnun
ríkisins í samvinnu við Lækna-
félag Akureyrar. Á námskeið-
inu fluttu erindi Sigurður
Thorlacius tryggingayfirlæknir,
Vigfús Magnússon aðstoðar-
tryggingayfirlæknir, Ingibjörg
Georgsdóttir barnalæknir, Sig-
urjón Sigurðsson bæklunar-
læknir og Reynir Jónsson trygg-
ingayfirtannlæknir. Fjallað var
meðal annars um nýlegar breyt-
ingar á þeim reglum sem gilda
um afgreiðslu lækna trygginga-
stofnunar og hvernig þær eru
framkvæmdar. Jafnframt gafst
kostur á að ræða þessi mál og
samskipti lækna við trygginga-
stofnun almennt.
Á tryggingastofnun er áhugi
fyrir að halda svona námskeið
víðar. Læknum sem áhuga hafa
á að sitja slíkt námskeið er bent
á að hafa samband við trygg-
ingayfirlækni.
Mynd tekin á námskeiði fyrir lækna og hjúkrunarfólk á Akureyri.