Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 64
484 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Tillögur stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. 1. Inngangur Ákvæði til bráðabirgða nr. 1 í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 kveður á um að heilsuverndarstarf í Reykjavík skuli haldast óbreytt til ársloka 1994 en þá skulu heilsugæslu- stöðvar hafa verið skipulagðar til að annast það. Sérstakri þriggja manna stjórn er ætlað að annast rekstur Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og vinna að endanlegri gerð áætlunar um framtíðarhlutverk stöðvarinn- ar. í samræmi við ofangreint ákvæði hafa áætlanir um fram- tíð Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur verið lagðar fram af stjórnum stofnunarinnar, sú fyrsta í nóvember 1991, og má lesa um þessar hugmyndir og af- drif þeirra í fylgiskjölum með tillögum þessum. Þar sem ekki hefur náðst sátt um tillögurnar og þær ekki komið til fram- kvæmda hefur gildistími bráða- birgðaákvæðisins verið fram- lengdur ár frá ári um eitt ár í senn og því breytt lítilega. Á þessum árum hefur hlut- verk Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur verið rætt víða og Meðfylgjandi tillögur stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, sem birtar voru 6. maí, munu hafa mikil áhrif á skipun heilbrigðisþjónustu í Reykja- vík, komi þær til framkvæmda. Rétt þótti því að birta þær hér. margvíslegar tillögur settar fram um breytingar og þróun stofnunarinnar. 2. Stjórn Heilsuverndar- stöðvarinnar Núverandi stjórn Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur er skipuð af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra með neðan- greindum hætti: Ragnheiður Haraldsdóttir formaður, Óttar Guðmundsson tilnefndur af Tryggingaráði, Guðrún Ágústs- dóttir tilnefnd af borgarstjórn Reykjavíkur. Stjórnin hefur annast rekstur Heilsuverndarstöðvarinnar og kynnt sér vel þá starfsemi sem þar fer fram. Hún hefur hlýtt á yfirmenn deilda gera grein fyrir starfsemi sinna eininga, heim- sótt deildir og skipst á skoðun- um við stjórnendur og starfs- fólk. Hún hefur kynnt sér sögu stofnunarinnar og fyrri áætlanir um starfsemi hennar. Þá hefur stjórnin skoðað samhengi þeirr- ar þjónustu sem veitt er á Heilsuverndarstöðinni og ann- arrar heilbrigðisþjónustu. Núverandi stjórn Heilsu- verndarstöðvarinnar setti sér það markmið að leggja fram til- lögur sem væru líklegar til að tryggja almenningi að minnsta kosti jafn góða þjónustu og þá sem nú er veitt, kostnaður yrði minni og hugmyndirnar væru til þess fallnar að efla umræðu um heilsuverndarstarfið og þróun þess. Mikilvægt þótti að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur frá lagasetningunni og eyða óvissu starfsfólks Heilsuverndarstöðv- arinnar og annarra um framtíð- ina. 3. Tillögur 3.1. Framtíðarstarf Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur leggur til að stofn- unin verði lögð niður í núver- andi mynd. Mæðra- og ung- barnaeftirlit flytjist í auknum mæli til heilsugæslustöðva en sameinist að öðru leyti sam- bærilegum einingum á Land- spítalanum. Heimahjúkrun flytjist einnig í auknum mæli til heilsugæslustöðva en þær sam- einist um miðstöð til að mæta sveiflukenndu álagi heima- hjúkrunar. Aðrar einingar verði endurskipulagðar eða lagðar niður. Hér á eftir verður gerð grein fyrir starfsemi Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur eftir deild- um og hugmyndum stjórnar stofnunarinnar um hvernig koma megi starfseminni fyrir með öðrum hætti. Mœðraeftirlit og ungbarnaeftir- lit Lagt er til að mæðradeild verði sameinuð svipaðri starf- semi á kvennadeild Ríkisspítala og ungbarnaeftirlit verði með sama hætti sameinað svipaðri starfsemi á göngudeild Barna- spítala Hringsins. Flestar skoð- anir barna og barnshafandi kvenna fari fram á heilsugæslu- stöðvum, en þangað komi sér- fræðingar á þessum sviðum til ráðgjafar. Starfsfólk heilsu- gæslustöðva, læknar, hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður eigi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.