Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.06.1996, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 485 greiðan aðgang að sérfræðiráð- gjöf á þessum nýju sameinuðu einingum. Konum og foreldrum verði eftir sem áður tryggt val þó kostirnir verði færri. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar umræður um fram- tíð mæðraverndar og ungbarna- eftirlits í Reykjavík. Talið er sjálfsagt og eðlilegt að samræmi sé í fyrirkomulagi þessarar þjónustu og tengsl mikil þar á milli. Þessi þjónusta hefur smám saman verið að færast yfir á heilsugæslustöðvarnar og er það í fullu samræmi við stefnu heilbrigðisyfirvalda íþessu efni. Mikilvægt er vegna vaxandi sér- þekkingar að efla tengsl heilsu- gæslunnar við sjúkraþjónustu á þessum sviðum og ekki síst að tengja hana með skýrum hætti við rannsóknastarfsemi sem fram fer í Háskóla íslands og á stóru sjúkrahúsunum. Komið hafa fram tillögur um breytt fyrirkomulag mæðraeft- irlits og ungbarnaeftirlits á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur frá starfsfólki þeirra deilda, og eru tillögurnar unnar í sam- vinnu við fagstjórnendur kvennadeildar Landspítalans og Barnaspítala Hringsins. Bréf og greinagerðir um þetta efni er að finna í fylgiskjölum. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur tekur undir þessar tillögur og telur þær vel til þess fallnar að bæta þjónustu við verðandi mæður og börn, efla fagþróun og auka hagræðingu. Tillögurnar marka þáttaskil í umræðum um starfsemi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, því þar kemur fram sú skoðun fagfólks að vel sé framkvæman- legt að sameina hluta þessarar þjónustu. Gert er ráð fyrir ráðgjöf barnalækna, kvensjúkdóma- lækna og ljósmæðra á heilsu- gæslustöðvar þegar þær taka að sér aukna þjónustu á þessu sviði. Bent hefur verið á að þetta kerfi gæfi gott tækifæri til að auka þekkingu og reynslu starfsfólks, þannig að starfsfólk heilsugæslu geti komið í meira mæli að sérhæfðari barna- og mæðraskoðun, en barna- og kvensjúkdómalæknar og ýmist annað starfsfólk sjúkrastofnana kynnst betur heilsugæslunni. Heimáhjúkrun Heimahjúkrun getur flust til heilsugæslustöðvanna á næstu árum án þess að til þurfi að koma mikil aukning á húsnæði þar. Þá væri nauðsynlegt að nokkrar heilsugæslustöðvar sameinuðust um vaktir utan dagvinnutíma til að mæta sveiflukenndu álagi í heima- hjúkrun. Einnig mætti hugsa sér að áfram yrði rekin heimahjúkr- unareining svipað og nú. Slík eining gæti verið rekin með ýmsum hætti og þyrfti ekki að vera hluti af stærri stofnun. Reyna mætti önnur rekstrar- form og tengsl gætu verið við ýmsa aðra þjónustu, enda er heimahjúkrun sjúkraþjónusta en aðeins í litlum mæli forvarnir og heilsuvernd. Atvinnusjúkdómadeild Atvinnusjúkdómadeild er mjög lítil og hefur ekki verið sinnt nema í hlutastarfi í nokk- urn tíma. Klíníski þátturinn, göngudeildarstarfsemi, á vel heima á göngudeildum sjúkra- húsa og á heilsugæslustöðvum. Ráðgjafarþáttur og forvarnar- vinna tengist starfsemi Vinnu- eftirlits ríkisins, sem heyrir und- ir Félagsmálaráðuneytið, en auk þess er eðlilegt að lögð verði vaxandi áhersla á um- hverfisáhrif á heilsu á komandi árum. Hollustuvernd ríkisins sinnir einnig svipuðum verkefn- um nú. Lungna- og berklavarnadeild Deildin á góða samleið með lungnadeild á Vífilsstöðum. Á deildinni vinna sérfræðingar í lungnalækningum og ofnæmis- lækningum og starfa báðir lækn- arnir jafnframt á Ríkisspítölum. Tóbaksvarnir eru hluti af starf- semi stofnunarinnar og væri þeim væntanlega vel fyrir kom- ið hjá Forvarnasjóði (sbr. nr. 2 hér á eftir). Berklavarnir eiga að fara fram á heilsugæslustöðv- um en skipulag þeirra yrði Vænt- anlega í höndum nýráðins smit- sjúkdómalæknis hjá landlæknis- embættinu, sem skipuleggja á farsóttaviðbrögð og varnir. Kynfrœðslumiðstöð Frá síðustu áramótum er rek- in kynfræðslumiðstöð á Heilsu- verndarstöðinni samkvæmt sér- stökum samningi til eins árs. Miðstöðinni mætti koma fyrir hjá Forvarnasjóði (tillaga 2). Skólatannlækningar Á undanförnum árum hefur náðst umtalsverður árangur í forvörnum gegn tannskemmd- um hér á landi. Þó erum við mun skemmra á veg komin en nágrannaþjóðirnar í þessu efni og stór hópur (ekki vitað hve stór) barna og unglinga nýtur ekki tannlæknaþjónustu. Kostnaður við þessa þjónustu er hár. Skólatannlækningum er ann- ars vegar sinnt af skólatann- læknum en hins vegar af sjálf- stætt starfandi tannlæknum. Þetta hefur í för með sér að tveir greiðendur borga fyrir þessa þjónustu. Stjórnin er ósátt við skipulag þessarar starfsemi og það eftirlitsleysi, sem virðist ríkja. Ákveðinn hluti barna nýt- ur engrar þjónustu og enginn veit hvernig eftirliti með stórum hópi er háttað. Tillaga stjórnarinnar er sú að starfsemi skólatannlækninga verði endurskipulögð og tryggt, að öll börn á skólaskyldualdri njóti lögboðinnar tannverndar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.