Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1996, Page 66

Læknablaðið - 15.06.1996, Page 66
486 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 án tillits til efnahags og áhuga foreldra. Skólaheilsugœsla Skólaheilsugæsla hefur flust til heilsugæslustöðvanna og er sinnt í skólunum. Skipulag skólaheilsugæslu er ekki nema að litlu leyti hjá Heilsuverndar- stöðinni en þar eru vistaðar nokkrar stöðuheimildir þeirra er vinna á þessu sviði. Mikilvægi skólaheilsugæslu eykst með ári hverju þar sem skólarnir eru oft og einatt besta leið heilbrigðis- þjónustunnar til að ná til barna og unglinga í vanda. Pví er það áhyggjuefni að ekki sé lögð meiri áhersla á þennan þátt en raun ber vitni. Stjórn Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur leggur til að Samstarfsráði heilsugæslunnar í Reykjavík verði falið að gera tillögur um hvernig tryggja megi að þessi þjónusta verði ekki látin víkja í framtíðinni. Rannsóknastofa Lögð niður. Verkefni flytjist með viðkomandi deildum. Starfsemi stjórnsýslu Sameiginleg skrifstofa fyrir stjórnsýslu heilsugæslustöðva í Reykjavík er talin gefa góða raun og er gert ráð fyrir að sú stjórnunareining verði áfram til þó starfsemi Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur verði flutt eða lögð niður. 3.2. Forvarnamiðstöð í ýmsum fyrri tillögum um framtíðarhlutverk Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur er gert ráð fyrir að stofnuninni verði breytt í forvarnamiðstöð er þjóni landinu öllu. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur telur að þar sem sú starf- semi er nú fer fram á Heilsu- verndarstöðinni er ólík um margt þeirri starfsemi sem fram myndi fara á miðstöð forvarna fyrir landið allt, sé betri kostur að leggja Heilsuverndarstöðina niður og hefja starfsemi for- varnamiðstöðvar á nýjum grunni. Stjórn Heilsuverndarstöðvar- innar telur skynsamlegt að sett yrði á laggirnar forvarnamið- stöð sem myndi þjóna heilsu- gæslustöðvum og innan veggja hennar væru ýmis ráð, nefndir og stofnanir er nú sinna for- vörnum. Má þar nefna tóbaks- varnaráð, manneldisráð, um- ferðarráð, áfengisvarnaráð og fleiri. Þessar stofnanir gætu sameinast um yfirstjórn og stoð- þjónustu og tengst með góðum árangri. Jafnframt yrði stofn- settur forvarnasjóður, er fengi úthlutað árlega fjármagni á fjár- lögum og úthlutaði til ýmissa verkefna á sviði forvarna. 3.3 Húsnœði Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur í umræðunni um hlutverk Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur er oft blandað saman hús- næði og stofnun. Stjórn Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur tekur ekki afstöðu til tillagna um nýtingu á húsnæði stöðvar- innar. Þó skal á það minnt að saga stofnunar og húss er sam- tvinnuð og því ef til vill eðlilegt að stefnt verði að því að húsið hýsi áfram heilbrigðisþjónustu. Vel má hugsa sér að þær ein- ingar sem áfram störfuðu væru til húsa í Heilsuverndarstöð- inni, það er sameinað mæðra- eftirlit, sameinað ungbarnaeft- irlit og hugsanlega heimahjúkr- un. Þá gæti einnig komið til greina að göngudeildarþjónusta á Vífilsstöðum sem tengist berkla- og lungnasjúkdómum flyttist í húsnæði Heilsuvernd- arstöðvarinnar. 4. Lokaorð Starfsfólk Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur hefur búið við óvissu um framtíð stofnun- arinnar í nokkur ár og hefur það á margan hátt hamlað þróun hennar og lamað framtak. Á Heilsuverndarstöðinni vinnur mikið af úrvals starfs- fólki sem aflað hefur sér mennt- unar og reynslu á starfssviði sínu. Því er afar mikilvægt að tryggja að starfskraftar þess fólks nýtist í framtíðinni með flutningi stöðuheimilda, nái þessar tillögur fram að ganga. Sumt af starfseminni er barn síns tíma og telja má að breyt- ingar hefðu verið gerðar ef stofnunin hefði ekki búið svo við það ástand, sem lýst hefur verið hér að framan. Mikilvægt er að höggvið verði á þennan hnút með einhverjum hætti, svo takast megi á við annað hvort framkvæmd þessara tillagna eða aðrar úrlausnir. Frá því er núverandi stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur byrjaði að undirbúa fram- angreindar tillögur síðsumars 1995 hafa margir látið í ljósi þá skoðun sína að rétt væri að gera verulegar breytingar á starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar. Má þar sérstaklega benda á ný- legt bréf landlæknis til heil- brigðisráðherra sem er að mörgu leyti samhljóða ofan- greindum tillögum. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er reiðubúin til að útfæra tillögur sínar betur sé þess óskað eða leggja fram áætl- anir um framkvæmd. Með því að leggja þessar til- lögur fyrir heilbrigðisráðherra hefur stjórn Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur uppfyllt hluta af starfsskyldum sínum, en ber áfram ábyrgð á rekstri stofnunarinnar. Þar sem tillög- urnar fela í sér lok starfseminn- ar er stjórn Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur reiðubúin að segja af sér í kjölfar þeirra, sé þess óskað. Reykjavík, 13. mars 1996

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.