Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 68

Læknablaðið - 15.06.1996, Síða 68
488 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Þriðja vísindaþing Félags íslenskra heimilislækna Akureyri 18.-20. október Á þinginu verða bæði frjálsirfyrirlestrar og spjaldþing. Kynntar verða rannsóknir og rannsóknaráætlanir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði inn- lendir og erlendir gestafyrirlestrar. Ágrip skal skrifa á A4-blað með sama sniði og á fyrri þingum. Þar skal koma fram tilgangur rannsóknarinnar, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Ágripum skal skilað á disklingum ásamt einu útprenti til Emils L. Sigurðssonar, Heilsugæslustöðinni Sólvangi, 220 Hafnarfjörður fyrir 1. september. Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift er til allra lækna á íslandi. Flugferðir frá Reykjavík verða í tengslum við þingið. Þingið er styrkt af Thorarensen Lyf ehf. Þátttaka tilkynnist Jóni Steinari Jónssyni, Heilsugæslustöðinni í Garðabæ, 210 Garðabær, fyrir 15. september. Vísindaþingsnefndin Emil L. Sigurðsson Jón Steinar Jónsson Þorgils Sigurðsson Fyrirlestur á vegum Félags íslenskra kvensjúkdómalækna Anthony A. Luciano sérfræðingur í kvensjúkdómum og innkirtlasjúkdómum kvenna við University of Connecticut Health Center Farmington Connecticut mun halda fyririestur föstudaginn 7. júní. Fyrirlesturinn nefnist Endometriosis- nýjungar í meðferð. Fyrirlesturinn verður haldinn á vegum Félags íslenskra kvensjúkdómalækna á Hótel Sögu og hefst kl. 18:00. Allir félagar í F.I.K. svo og innkirtlafræðingar eru hjartanlega velkomnir. Sameiginlegt borðhald verður eftir fyrirlesturinn. Stjórn F.Í.K.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.