Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1996, Side 6

Læknablaðið - 15.07.1996, Side 6
502 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Ritstjórnargrein Þögull kransæðasjúkdómur Hver þegir? Er það hjartað eða úttaugakerf- ið, miðtaugakerfið eða sjúklingurinn sjálfur? Pótt brjóstverkur hafi löngum verið talinn helsta einkenni kransæðasjúkdóms hafa þögul eða verkjalaus form sjúkdómsins verið kunn allt frá því að James B. Herrick lýsti fyrst þöglu hjartadrepi árið 1912 (1). Þögul blóðþurrð (silent myocardial ischemi) er blóðþurrðarkast sem getur endurspeglast í ST-T breytingum á hjartarafriti eða skertri slökunar- eða samdráttarhæfni hjartavöðvans án þess að valda brjóstverk eða annarri vanlíð- an. Slík köst eru algeng meðal kransæðasjúk- linga og er talið að á milli 60-100% sjúklinga með hjartaöng fái slík einkennalaus köst (2) en þau koma einnig fyrir hjá einstaklingum sem fengið hafa hjartadrep sem og hjá þeim sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm. Rann- sóknir hafa sýnt að um 70% blóðþurrðarkasta hjá sjúklingum með hjartaöng eru þögul (3) og eins og önnur blóðþurrð hafa þau slæm áhrif á horfur (4). Þessi þöglu blóðþurrðarköst virðast hafa sama lífeðlisfræðilega bakgrunn (3) og þau sem einkenni gefa og þau láta undan hefð- bundinni meðferð við hjartaöng (5, 6). Það er hins vegar óvíst hvort sú meðferð hefur áhrif á horfur og flestar rannsóknir hafa miðast við sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm. Það er því enn umdeilt hvort lyfjameðferð eigi að beinast gegn þessum þöglu blóðþurrðarköst- um (7). Niðurstöður íslenskra rannsókna hafa staðfest að að minnsta kosti 30% hjartadrepa meðal karlmanna eru þögul (8). Áhugi og þekking manna á einkennalausum kransæðasjúkdómi hefur vaxið mjög síðastlið- in ár. Sú vitneskja sem fengist hefur í rannsókn Hjartaverndar bendir til að hér sé um mikil- vægt heilbrigðisvandamál að ræða og greining og meðferð leggi drjúgan vanda á herðar starf- andi læknum. Tvær greinar hafa nýlega birst í erlendum læknatímaritum, sem byggja á efni- viði Hjartaverndar, annars vegar um ógreint hjartadrep (8) og hins vegar um klíníska þýð- ingu þögulla ST-T breytinga á hjartarafriti meðal karla sem ekki höfðu þekktan krans- æðasjúkdóm (9). Fyrri rannsóknin leiddi í ljós að um þriðjungur allra hjartadrepa var ógreindur þegar þátttakendur rannsóknarinn- ar komu fyrst í Hjartavernd; það er hjartadrep- ið greindist fyrst á hjartarafriti sem tekið var í hópskoðuninni. Almennt er talið að um helm- ingur ógreindra hjartadrepa sé þögull en hinn helmingurinn valdi svo óljósum einkennum að hvorki sjúklingurinn né heilbrigðiskerfið gerir sér grein fyrir að hann er að fá hjartadrep en ekki flensu, kvef, magapest eða vöðvabólgu. í rannsókn Hjartaverndar kom það hins vegar glöggt fram að hinum ógreindu hjartadrepum fylgdu jafnslæmar horfur og hjartadrepum sem höfðu greinst sem slík. Áhættuþáttamyndin var svipuð en saga um hjartaöng var miklu sjaldgæfari meðal þeirra sem hlotið höfðu þög- ult hjartadrep (34% á móti 58%). Slík saga um hjartaöng hafði hins vegar í för með sér mun verri áhrif á horfur en þegar einstaklingar sem greinst höfðu með klínískt hjartadrep áttu í hlut. Þessi miklu áhrif sem hjartaöng hefur á horfur sjúklinga með þögult hjartadrep var mönnum áður algerlega óþekkt og hún er enn óútskýrð. Meðal sjúklinga sem lifað hafa af þögult hjartadrep upplifa ef til vill aðeins þeir hjartaöng sem hafa sérstaklega alvarlegan kransæðasjúkdóm. í nýbirtri rannsókn (9) var síðan kannað hvaða klíníska þýðingu þöglar ST-T breytingar hafa. Rannsakaðir voru einstaklingar sem ein- göngu höfðu þöglar ST-T breytingar á hvíldar- rafriti, breytingar sem samrýmst gátu krans- æðasjúkdómi, en jafnframt var á kerfisbundinn hátt búið að útiloka þá er höfðu einhver ein-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.