Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 16
512
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
mínútna blóðsykur. Oftast kom fram mark-
tækur munur á gildi áhættuþátta er hópur 4 var
borinn saman við einhvern hinna, en sjaldnar
var munur milli hinna hópanna innbyrðis. Eina
undantekningin við þessa almennu reglu fólst í
því að meðal kvenna var hópur 2 líklegri en
hópur 4 til að reykja 25 eða fleiri sígarettur, en
hlutfall þeirra sem reyktu þetta magn var lítið
eða um 2,6% af öllum konum.
Ekki er ljóst hvers vegna karlar í hópum 1 og
2 höfðu hæstu þríglýseríðgildin. Samkvæmt
skýrslu Manneldisráðs fer hlutfall orku sem
fengin er úr fitu stiglækkandi með hækkandi
menntastigi. Aftur á móti fer hlutfall orku úr
kolvetnum stighækkandi (18). Þyngdarstuðull-
inn skýrir ekki þennan mun þar sem karlar í
hópi 1 voru léttari en karlar í hópi 4. Ef 90
mínútna blóðsykur er skoðaður gæti það gefið
vísbendingu þar sem hópar 1 og 2 höfðu
minnsta sykurþolið og þekkt tengsli eru á milli
minna sykurþols og hækkunar á þríglýseríðum.
Önnur möguleg skýring gæti legið í meiri
áfengisneyslu þeirra meira menntuðu en við
höfum ekki tölur um hana. Dönsk könnun (19)
bendir raunar til hins gagnstæða. Enginn mun-
ur er á næringargildi fæðu kvenna eftir skóla-
göngu, hvorki með tilliti til orku, kolvetna, fitu
né annarra næringarefna (18). Eftir sem áður
er neikvæð fylgni milli menntunar annars vegar
og þríglýseríða, kólesteróls (hópur 2) og
þyngdarstuðuls hins vegar. Líkamleg hreyfing
einstaklinganna var ekki metin í rannsókninni
en gæti varpað ljósi á þennan mun hjá báðum
kynjum. Aðrir höfundar hafa fundið að minni
líkamleg hreyfing fylgi þeim sem eru minna
menntaðir eða tilheyra lægri þjóðfélagsstétt
(4,19-22). Erfiðara hefur gengið að sýna fram
á fylgni heildarkólesteróls við þjóðfélagsstöðu.
Þar hafa menn fundið jákvæða (4,21), nei-
kvæða (22) og enga fylgni (19,20).
Blóðþrýstingur hefur oftar sýnt neikvæða
fylgni við þjóðfélagslega stöðu (19—22) og það
sama er að segja um offitu eða þyngdarstuðul
(4,19-22).
Af öllurn þekktum áhættuþáttum kransæða-
sjúkdóma vega reykingar líklega þyngst, að
minnsta kosti hjá yngra fólkinu. Rannsókn
okkar sýnir að reykingar eru mjög háðar
menntun. Samantekt á reykingavenjum ís-
lendinga fyrir árið 1989 og 1990 sem Hagvangur
hf. tók saman fyrir tóbaksvarnanefnd og land-
læknisembættið styður þá niðurstöðu að í hópi
minna menntaðra séu fleiri sem reykja dag-
lega, færri sem hafa aldrei reykt og færri sem
hætta reykingum (23). Reykingakönnun á Rík-
isspítölum árið 1989-1990 sýndi að reykingar
þar væru háðar meðal annars starfshópum og
þekkingu á skaðsemi reykinga þar sem mest
menntaðir reyktu minnst (25). Aðrir höfundar
erlendis hafa komist að svipaðri niðurstöðu
(4,19-22).
Fáar rannsóknir sýna samband menntunar
eða þjóðfélagslegrar stöðu og líkamshæðar, en
jákvæðu sambandi hefur þó verið lýst (4,19).
Gildi líkamshæðar sem áhættuþáttar fyrir
hjartasjúkdóma hefur verið lýst í nokkrum
greinum (25,26) og í rannsókn Hjartaverndar
var lág meðalhæð talin mögulegur áhættuþátt-
ur fyrir dauða af völdum kransæðasjúkdóms
(27).
Rannsókn okkar er frábrugðin flestum öðr-
um á þessu sviði meðal annars vegna annarra
aðferða við úrvinnslu gagna. Skoðaðar voru
nánar tvær nýlegar rannsóknir, önnur frá Dan-
mörku (19) og hin frá Þýskalandi (20). Danska
rannsóknin tók til 504 fertugra karla sem fylgt
var eftir í 11 ár. Auk þekktra áhættuþátta var
meðal annars kannað blýmagn í blóði, hávaði á
vinnustað og heima og fleiri þættir sem ekki
hafa hlotið almenna viðurkenningu sem
áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Skil-
greind voru fimm þjóðfélagsstig sem tóku ekki
einungis til menntunar heldur einnig starfs.
Úrvinnsluaðferð Dananna gerði þeim kleift að
kanna þá kenningu að einstaklingar með mikla
sjúkdómsáhættu veljist eða færist í lægri þjóð-
félagsstöðu eða öfugt. Þótt niðurstöður væru
ekki allar á eina lund renndi rannsókn Dan-
anna ekki stoðum undir þessa kenningu. Lík-
legra virtist að vel menntað fólk væri móttæki-
legra fyrir leiðbeiningar um heilsusamlegt líf-
erni.
Þýska rannsóknin byggði á stóru úrtaki karla
og kvenna á aldrinum 25-69 ára. Kynin voru
skoðuð sitt í hvoru lagi og til að leiðrétta fyrir
mögulegum skekkjum meðal annars vegna
mismunandi aldurs og hugsanlegra svæðis-
bundinna áhrifa var notuð margliða aðhvarfs-
greining og líktist því rannsóknin að þessu leyti
meira okkar en sú danska. Niðurstaða hennar
var á svipaða lund og úr okkar rannsókn, en að
auki kom í ljós jákvætt samband þjóðfélags-
legrar stöðu og líkamshreyfingar. Sálgerð A
(type A) reyndist algengari meðal mennta-
manna, en alls er óvíst að það hafi nokkur áhrif
á meinþróun kransæðasjúkdóms.