Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 36

Læknablaðið - 15.07.1996, Síða 36
526 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 (8), með fáum undantekningum (3). Hér var reynt að afla mun nánari upplýsinga. Aukning sem sást á miðtaugakerfisgöllum á síðasta fimm ára tímabilinu, er líklega að mestum hluta til vegna bættrar greiningar og skráning- ar, einkum á göllum eins og augnleysi og hvela- tengslaleysi. Engin gögn fundust um greiningu slíkra galla á nýbura- eða fósturskeiði fyrir 1984, en greining þeirra á meðgöngutíma getur verið erfið (9). Gallarnir hafa einnig verið bet- ur skráðir eftir 20. viku meðgöngu síðustu ár. Annars staðar í norðvestur Evrópu er nýgengi svipað og hér eða aðeins lægra, nema í norð- vesturhluta Bretlandseyja, þar sem það er enn- þá um helmingi hærra (3). Nýleg nákvæm at- hugun frá suðurhluta Astralíu sýndi svipaða heildartíðni og sást hér hin síðari ár eða 2,01 á 1000 fæðingar. Tíðnin hafði ekki breyst þar á 25 ára tímabili þó fæðingum nýbura með mið- taugakerfisgalla hefði fækkað í 0,35 á 1000 fæð- ingar (6). Ekki er þekkt hvað veldur miðtaugakerfis- göllum, þó tengsl séu við töku nokkurra floga- veikilyfja og á milli fólínsýruneyslu og tíðni endurtekinna galla (10,11). Líklegt er að um fjölgena galla sé að ræða, þar sem hlutfallsleg- ur skortur á fólínsýru er samverkandi þáttur í aukinni sýnd (penetration). Fylgni milli ungs aldurs mæðra og heilaleysis hjá fóstrum og fylgni milli klofins hryggjar og fárra eða margra fyrri fæðinga hjá mæðrum er einnig þekkt (12). í þungunum þar sem fósturlát verð- ur er tíðni miðtaugakerfisgalla einnig hærri en meðal nýfæddra barna (13). Einni ætt hefur verið lýst hér á landi þar sem tilhneiging til heilaleysis og klofins hryggjar virðist orsakast af kynbundnum fjölgenaerfðum (14). Ómskoðun hófst á íslandi árið 1975 og var fyrst í stað einungis beitt við skoðun þungaðra kvenna, en þó ekki með skipulegum hætti fyrr en á árinu 1984. A næstu einu til tveimur árum varð venja að gera ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngu og má gera ráð fyrir að flestar konur á íslandi hafi farið í slíka skoðun frá ársbyrjun 1986. Síðan hefur nýgengi miðtaugakerfisgalla hjá nýfæddum börnum lækkað um helming, jafnframt því að fleiri og minni gallar hafa greinst. Þetta er svipuð tilhneiging og sést hef- ur annars staðar á sama tímabili, þar sem heild- artíðni hefur verið óbreytt en fæðingum barna með galla af þessu tagi hefur farið fækkandi (2-7). Flestar konurnar (um tvær af hverjum þremur) voru skoðaðar á Kvennadeild Land- spítalans. Best gekk að greina heilaleysi og heilahaulun og voru það einu gallarnir sem fundust við ómskoðun utan Reykjavíkur. Meiri þjálfun og menntun þeirra sem starfa við langstærstu ómdeildina, á Kvennadeild Land- spítalans, kann að hafa skipt mestu um betri árangur þar. A þessum 20 árum lifðu 58 börn með mið- taugakerfisgalla lengur en eina viku. Kostnað- ur við meðferð hlýtur að hafa verið verulegur því örkuml sem fylgja þessum göllum eru yfir- leitt mikil. Kostnaður verður vegna sérhæfðrar meðferðar á nýburatíma, vegna skurðaðgerða, lyfjameðferðar og sjúkraþjálfunar, í örorku- bótum og hjálpartækjum og eru þá ótalin vand- kvæði þeirra sem fyrir þessu verða og aðstand- enda þeirra. Góð fósturgreining skiptir því miklu máli. Ljóst er að allmargir miðtauga- kerfisgallar, einkum klofinn hryggur, greinast ekki nægilega vel með ómskoðun, sérlega ekki á stöðum þar sem þjálfun þeirra sem vinna við ómskoðun kann að vera takmarkaðri (15). Það er áhyggjuefni að frá því að farið var að gera kembileit á íslandi greindust ekki 25 alvarlegir fósturgallar af þessu tagi. Þó þróun síðari ára hafi stefnt í fleiri greiningar miðtaugakerfis- galla snemma í meðgöngu og fækkun greininga eftir fæðingu, þá hlýtur ófullkomin greining að hvetja til þess að skirnun með alfafósturprótíni í sermi allra þungaðra kvenna á íslandi verði hafin. Avinningur af því yrði annars vegar bætt greining miðtaugakerfisgalla, en hins vegar einnig tiltekinna litningaafbrigða svo sem þrí- stæðu 21. Rök hafa verið færð fyrir því að slík leit væri þjóðhagslega hagkvæm og vel fram- kvæmanleg (16). Þá er einnig æskilegt að konur á barneignaaldri, sem ætla að verða þungaðar eða nota ekki öruggar getnaðarvarnir, taki daglega viðbótarskammt af fólínsýru (í fjöl- vítamíntöflu), enda fyrirbyggjandi áhrif þess vel rannsökuð (11). HEIMILDIR 1. Carstairs V, Cole S. Spina bifida and anencephaly in Scotland. BMJ 1984; 289; 1182-4. 2. Davis CF, Young DG. The changing incidence of neural tube defects in Scotland. J Pediatr Surg 1991; 26: 516-8. 3. EUROCAT Working Group. Prevalence of neural tube defects in 20 regions of Europe and the impact of prena- tal diagnosis, 1980-1986. J Epidemiol Comm Health 1991; 45: 52-8. 4. Stone DH. The declining prevalence of anencephalus and spina bifida: its nature, causes and implications. Dev Med Child Neurol 1987; 29: 541-6. 5. Yen 1H, Khoury MJ. Erickson JD, James LM, Waters

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.