Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1996, Page 39

Læknablaðið - 15.07.1996, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 529 skráningu. Skráningarkerfið er til staðar og hafa tilfelli verið tilkynnt til Landlæknisem- bættis og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þar sem Lungna- og berklavarnadeild hefur séð um og unnið úr berklaskránni. Skráin nær aftur til 1975 með um 40 atriðum fyrir hvern einstakling. Því fer fjarri að öll tilfelli séu til- kynnt og til að bæta úr því þarf að kanna grein- ingar frá Rannsóknastofu í vefjafræði og Rann- sóknastofu í sýklafræði og fylla í myndina ef skráin á að þjóna tilgangi sínum. Þar til viðbót- ar geta komið klínísk tilfelli þar sem greining er ekki staðfest. Fram hefur komið tillaga til heilbrigðisráðu- neytis um að leggja niður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í núverandi mynd. Þessar tillögur eru áhyggjuefni. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvaða starfsemi verður sett á og hverri verður fargað. Það er ekki rétt að skera niður mannafla, húsnæði og fé til berklavarna. Slíkur gerningur þynnir út gæði veittrar þjónustu og kemur sér illa síðar eins og reynsla erlendis sýnir (1, 10-11). íslenskir læknar sjá færri berklatilfelli núna en nokkru sinni. Heimilislæknir getur vænst þess að sjá eitt tilfelli á tíu ára fresti og lungna- læknir eða smitsjúkdómalæknir eitt til tvö til- felli á ári. Þegar þannig er í pottinn búið eru berklar ekki læknum ofarlega í huga. Á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur er árlega svar- að fjölda fyrirspurna um berkla og berklapróf. Allir læknar og sérstaklega heimilislæknar eru ómissandi hlekkur í keðju berklavarna. En sér- þekking um berkla verður að vera til og svig- rúm til rannsókna og uppgjörs. Það verður líka að tryggja gæði þjónustu á sviði berkla. Vandamál berklavarna þegar nýgengi verð- ur lágt er alþjóðlegt fyrirbæri og ekki ekki neinn sér-íslenskur höfuðverkur. Víða hefur þjónustunni þá verið beint til heimilislækna og berkladeildir lagðar niður. Sérþekking lækna um sjúkdóminn minnkar og hættan á greining- artöf eykst. Jafnframt lengist sá tími sem sjúk- lingurinn er smitandi og fleiri eru móttækilegir fyrir sjúkdómi en ella þegar bókstaflega tekið allir undir fimmtugu eru neikvæðir. Smitun við þessar aðstæður tekur mynd míkrófarsóttar eins og gerðist hér síðast fyrir tveimur árum að einn sjúklingur smitaði 32 áður en hann greind- ist og var settur á meðferð. Mikil vinna er að rekja öll samskipti við slíkar aðstæður. Berkla- eftirlit á ekki að kosta berklasjúklinga neitt og ekki heldur þá sem þarf að kalla í berklapróf en reynast ósmitaðir. Fólksflutningar eru nú meiri en nokkru sinni. Tæplega einn fjórði jarðarbúa eða 1700 milljónir er smitaður af berklabakter- íu, 10 milljón manns fá virka berkla á ári og þrjár milljónir deyja árlega úr berklum. Við þannig kringumstæður eru hreinir órar að tala um upprætingu berkla í einhverju einstöku landi. Ef halda á í horfinu má ekki minnka fjárveitingar til berklavarna. Það þarf alþjóð- lega áætlun og meiri samvinnu milli landa til að ná tökum á berklum. í stað þess að tala um að uppræta berkla er raunhæfara að miða við að ná nýgengi niður í eitt tilfelli eða minna á millj- ón íbúa á ári eða að algengi berklabakteríusýk- ingar hjá þjóðinni sé komið niður fyrir 1% . Á íslandi gæti þetta markmið náðst á fyrri hluta næstu aldar. Þorsteinn Blöndal, med. dr. Heimildir: 1) Romanus V, Tala E, Blöndal T, Heldal E, Poulsen S. Tuberkulosbekampning i Norden. Nordisk Medicin 1995; 110(2); 45-7. 2) Rieder HL, Zellweger JP, Raviglione MC, Keizer ST, Migliori GB. Tuberculosis controi in Europe and international migration. Eur Respir J 1994; 7: 1545-53. 3) Enarson DA, Wang J-S, Dirks JM. The incidence of active tuberculosis in a large urban area. Am J Epidemiol 1989; 129: 1268-76 4) Spence DPS, Hotchkiss J, Davies PDO. Tubercu- losis and poverty BMJ 1993; 307: 759-61. 5) Bhatti N, Law MR, Morris JK, Halliday R, Moore- Gillon J. Increaseing incidence of tuberculosis in England and Wales: a study of the likely causes. BMJ 1995; 310: 967-9. 6) Blöndal P, Árnadóttir Þ. Berklar — Berklabakter- fur meö lyfjaviðnám. Læknaneminn 1993; 46(2); 36-43. 7) Wang J-S, Allen EA, Enarson DA, Grzybowski S. Tuberculosis in recent Asian immigrants to British Columbia, Canada: 1982-1985. Tubercle 1991; 72: 277-83. 8) Magnúsdóttir SD, Blöndal P, Matthíasson SB, Ja- kobsdóttir S. Berklapróf á heilbrigðisstarfsfólki. Læknablaðið 1990; 76: 243-5. 9) Leitch AG. Control of tuberculosis in low-preva- lence countries. In: Davies PDO, ed. Clinical Tu- berculosis. London: Chapman & Hall, 1994: 313- 24. 10) Broekmans JF. Control strategies and programme management. In: Porter JDH & McAdam KPWJ, ed. Tuberculosis: Back to the Future. Chichester: John Wiley & Sons Ltd, 1994: 171-88. 11) Styblo K. The elimination of tuberculosis in the Netherlands. Bull IUATLD 1990; 65(2-3): 49-55.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.