Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1996, Page 56

Læknablaðið - 15.07.1996, Page 56
544 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu - nám samhliða starfi - í október næstkomandi hefst á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands nám í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana. Námið er ætlað háskólamenntuðu fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu. Helstu námsgreinar verða: Stjórnkerfi, skipulag og uppbygging íslenskrar heilbrigðis- þjónustu. Stjórnun, áætlanir, skipulag. Starfsmannastjórnun. Gæðastjórnun. Hagnýting tölva, upplýsingatækni. Fjármálastjórn og reikningshald. Heilsuhagfræði. Siðferðileg mál sem snerta heilbrigðisþjónustu. Samanburður heilbrigðiskerfa. Stefnumótun og mat á heilbrigðisþjónustu. Stefnumótun stofnana og áætlanagerð. Leiðbeinendur verða innlendir og erlendir sérfræðingar. Helstu íslensku kennararnir veröa: Gísli S. Arason rekstrarhagfræðingur, Guðjón Magnússon læknir, Ingibjörg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðrún Högnadóttir forstöðumaður, Guðbjörg Sigurðardóttir tölvunarfræðingur og Ólafur Jón Ingólfsson viðskiptafræðingur. Námið samsvarar um 15 eininga námi á háskólastigi. Kennslustundir eru alls 300 á þremur misserum. Kennt er seinni hluta dags og um helgar, svo að nemendur geti stundað vinnu sína með náminu. Kennt er einn dag í viku kl. 16:00-20:00 auk þess er kennt föstudaga kl. 14:00-18:00 eða laugardaga 09:00-13:00. Verð: Kostnaður er 180.000 krónur á verðlagi í janúar 1996. Upplýsingabæklingur hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Davíðsbók Rit til heiðurs Davíð Da- víðssyni, prófessor emerit- us og fyrrverandi forstöðu- lækni á Landspítala. Nán- ari upplýsingar um ritið veitir Háskólaútgáfan, Há- skóla íslands, Suðurgötu, Reykjavík, sími 525 4003 og Lífeðlisfræðistofnun Háskóla íslands, Lækna- garði, Vatnsmýrarvegi 16, Reykjavík, sími 525 4835.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.