Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 57

Læknablaðið - 15.12.1998, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 957 riti fyrir hvern sjúkdóm með lýsingum á því ferli sem sjúklingur fer í gegnum frá því hann kemur inn og þar til hann er útskrifaður. Inn í þetta koma að sjálfsögðu mörg mis- munandi sjónarmið og vinnu- skipulag annarra þjónustu- deilda sem er nauðsynlegt að hafa samvinnu við í sambandi við ferli sjúklingsins. Tregðu- lögmálin eru mörg og það er mikið verk að samræma alla þessa starfsemi. A ráðstefnunni í Noregi sem ég nefndi heyrði ég að víða hafa læknar ekki sinnt gæðamálum nægilega og menn hafa velt því töluvert fyrir sér hvernig best væri að fá þá með. Margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin sé að fella gæðastarfið inn í launa- og framgangskerfi lækna þannig að vinna við gæðastjórnun leiði til stöðu- hækkunar." Hver á að hafa eftirlit? - Hverjir eiga að hafa eftir- lit með því að rétt sé staðið að málum í heilbrigðisþjónust- unni? A starfsfólkið að passa upp á sjálft sig eða á einhver annar að gera það? „Það getur aldrei orðið öðruvísi en að fólkið passi upp á sjálft sig. Ef mér sem lækni er falið að skera upp fólk þarf ég að uppfylla lág- markskröfur en ber líka ábyrgð á því að mennta mig og fylgjast með í faginu svo ég geti unnið mitt starf, það getur enginn annar fylgst með því. Það hlýtur að vera verk- efni hverrar sjúkradeildar að fylgjast með árangrinum og grípa til einhverra ráðstafana ef honum fer að hraka. í því augnamiði má nota ýmiss konar aðferðir til árangurs- mælinga sem meta árangur starfseminnar og bera hann saman við árangurinn í fyrra eða við aðrar deildir en það verður að vera með jákvæðum formerkjum svo það virki sem hvati. Það má ekki vera með þeim hætti að mönnum finnist að verið sé að gera þá að söku- dólgum.“ - I málinu sem upp kom í Bristol gerðist það að til varð einskonar samsæri þagnarinn- ar þar sem menn fóru að hylma yfir með kollegunum. Er sú hætta ekki alltaf fyrir hendi ef menn eiga að hafa eftirlit með sjálfum sér? „Jú, ef það er ekki gæða- stjórnunarkerfi í gangi með innbyggðu eftirliti. Það þarf að festa niður ákveðna tíma þar sem farið er yfir stöðuna og árangurinn metinn. Reynd- ar er aðhaldið inni á stofnun- um orðið miklu meira en það var hér áður fyrr. Fyrir svona þremur eða fjórum áratugum hefði sá skurðlæknir sem heilsaði upp á sjúkling eftir aðgerð og sagði honum að allt hefði gengið vel fengið hæstu einkunn fyrir mannleg sam- skipti. Nú væri þessi maður sennilega rekinn því sam- kvæmt lögum um réttindi sjúklinga ber honum skylda til að upplýsa sjúkling um að- gerðina og hættur af henni fyrir aðgerð, útskýra fyrir hon- um aðra möguleika og láta hann velja hvað hann vill gera. Eftir aðgerð á hann svo að útskýra fyrir sjúklingnum við hverju hann ntegi búast í framhaldinu og halda uppi samskiptum við hann þangað til hann er útskrifaður. Þessi samskipti eru nauð- synleg og að mínu viti gera þau starfið skemmtilegra, en lækn- ar þurfa að sinna margvísleg- um störfum á mismunandi stöðum á sama degi. Læknir- inn getur því lent í þeirri að- stöðu að þurfa að forgangsraða og jafnvel sleppa sumu og get- ur það þá orðið á kostnað þess- ara mannlegu samskipta. Skipulagið þarf að vera þannig að það gerist ekki.“ Blóðbankinn í fremstu röð - En hvað um þá leið að sjúkrastofnanir sækist eftir al- þjóðlegri vottun, rétt eins og iðnfyrirtæki gera í vaxandi mæli? „Jú, það er til í dæminu en það er feikileg vinna og við á Ríkisspítölum eigum langt í land með að sækja um slíkt. Það er aðeins ein deild sem á stutt í að geta sótt um slíka vottun en það er Blóðbankinn. Hann er kominn mjög langt í því að búa sér til gæðahand- bók. Einungis þrír eða fjórir blóðbankar í heiminum eru komnir með gæðavottun að ég held. Hins vegar eru einhver hundruð í slíkri vinnu en Blóðbankinn hér er trúlega sá næsti sem fær þannig vottun. Þangað er mikið leitað eftir upplýsingum og erlendir bank- ar eru að senda fólk hingað til að læra. Menn horfa á það að þetta kostar dálítið, ekki kannski svo mikla peninga en það þarf einhver að fá tíma til að setjast niður og vinna þá vinnu sem til þarf. Það er ekki hægt að fullyrða að þær krónur sem fara í gæðastjórnun skili sér í krónuformi aftur þótt það sé afar líklegt, en þær skila ör- ugglega fleiri ánægðum sjúk- lingum og starfsfólki eða betri vöru og ánægðari ytri og innri viðskiptavinum svo notað sé orðfæri gæðastjórnunar," sagði Leifur Bárðarson. -ÞH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.