Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 12
LÍMMIÐA LOTTÓ
KANANS, N1 OG
SPARK ER Í
FULLUM GANGI!
KOMDU VIÐ Á NÆSTU N1 STÖÐ OG FÁÐU LÍMMIÐA Í AFTURGLUGGANN
KOMDU Í SIGURLIÐ KANANS FM100.5 ÞAR SEM ÞÚ ERT NÚMER EITT Í RÖÐINNI
B jörgólfur Guðmundsson er gjaldþrota. Magnús Þor-steinsson er gjaldþrota.
Björgólfur Thor Björgólfsson hef-
ur sjálfur viðurkennt að hann hafi
verið tæknilega gjaldþrota áður en
hann gekk frá samkomulagi við
lánardrottna sína. Staða Samson-
hópsins í dag er því nokkuð önnur
en hún var síðla árs 2002 þegar þeir
komu eins og stormsveipur inn í ís-
lenskt viðskiptalíf með milljarða í
koffortinu eftir framúrskarandi vel
heppnað ævintýri í Rússlandi.
Björgólfur Thor sendi frá sér til-
kynningu 21. júlí síðastliðinn þar
sem greint var frá því að hann hefði
gengið frá samkomulagi um heild-
aruppgjör við erlenda og innlenda
lánardrottna. Í því felst að hann
heldur yfirráðum yfir fyrirtækjum
sínum, meðal annarra Actavis,
Play og CCP, en allur arður næstu
árin gengur til lánardrottna. Jafn-
framt felur samkomulagið í sér að
ekki verði gengið að persónulegum
ábyrgðum sem Björgólfur Thor var
í, á meðan það er í gildi. Þetta þýðir
með öðrum orðum að ef viðunandi
verð fæst fyrir Actavis getur Björg-
ólfur Thor komist fljótt aftur á skrið
sem viðskiptajöfur.
Björgólfur Guðmundsson var úr-
skurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi
Reykjavíkur 31. júlí 2009. Skuldir
og persónulegar ábyrgðir Björgólfs
námu um 96 milljörðum og er þetta
langstærsta persónulega gjaldþrot á
Íslandi. Ljóst er að litlar sem engar
eignir fást úr þrotabúinu.
Magnús Þorsteinsson var úr-
skurðaður gjaldþrota í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra 4. maí
2009. Rúmlega milljarðs krafa frá
Straumi-Burðarási keyrði Magnús
í þrot en gjaldþrot hans nemur á
þriðja tug milljarða.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
SelfoSS: Svala Möller JónSdóttir (43) og vilMundur SigurðSSon (42) flytJa til danMerkur í náM
Seldu húsið og innbúið og láta drauminn rætast
Nú þegar börnin eru uppkomin gefst tími til að stunda nám erlendis
„Kreppa! Skuldavandi? Nei, alls ekki, við stefnum
að því að flytja til Danmerkur og láta drauminn
rætast,“ segir Svala Möller Jónsdóttir, þjónustu-
fulltrúi á Selfossi. Hún og maðurinn hennar, Vil-
mundur Sigurðsson, ætla að stunda nám þar ytra.
„Við höfum nú ekki ákveðið hvað við viljum
læra, heldur ætlum að skoða hvað er í boði þegar
við komum út. Þetta er draumur sem við höfum
brætt með okkur í mörg ár, en við höfum ekki
viljað hrófla við krökkunum. Nú hafa þau lokið
framhaldsnámi og okkur því ekki til setunnar
boðið,“ segir hún og hristir ungviðið úr hreiðrinu.
Þau hjónin hafa selt húsið sitt og auglýstu
innbúið á sölusíðu Barnalands á netinu nú fyrir
helgi. „Við seldum allt frá sófasetti niður í teskeið.
Við fengum þokkalegt verð fyrir eigurnar enda
leyfði ég fólki að bjóða í en hækkaði verðið, vildi
ég meira. Húsgögnin runnu út eins og heitar
lummur.“
Hjónin stefna á að fara út í nóvember og skila
húsinu til nýrra eigenda „korteri fyrir flug“. Þau
reikna með dóttur sinni út að ári liðnu en hana
dreymir um að verða söngkennari og vill nema í
Kaupmannahöfn. Sonurinn fer í háskólanám hér
heima. En hvenær koma þau svo aftur heim? „Sú
hugsun hefur aldrei komið í kollinn á mér; eftir
viku, ár eða bara í kistunni. Við hugsum ekki
þannig. Kannski erum við einmitt að flytja heim
til Danmerkur.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
„Húsgögnin runnu út
eins og heitar lummur.“
Hjónin Svala Möller Jónsdóttir og Vilmundur
Sigurðsson láta drauminn rætast.
Ljósmynd/úr einkasafni
viðSkiPti Staða SaMSon-ÞríeykiSinS
Tveir í tjóni
og einn uppi-
standandi
Björgólfur Thor Björgólfsson gerði samkomulag við lánardrottna
sína en hinir tveir meðlimir Samson-þríeykisins eru gjaldþrota.
Afdrif eignarhaldsfélaga í eigu Samson-þríeykisins:
Landsbanki Íslands gjaldþrota Samson átti rúmlega 40%
Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota 50% Bell Global/50% Givenshire
Bell Global Investments væntanlega gjaldþrota 50% Samson (BG)
Givenshire Equites væntanlega gjaldþrota 50% Samson (BTB)
Straumur-Burðarás nauðasamningar Samson Global Holdings Sarl rúml. 34%
Samson Global Holdings Sarl væntanlega gjaldþrota 50% Rosetta/50% Rainwood
Rainwood S.A. væntanlega gjaldþrota BG
Rosetta Investors Ltd væntanlega gjaldþrota BTB
Hansa ehf. gjaldþrota BG
Ólafsfell ehf. gjaldþrota BG
Forsíða ehf. gjaldþrota BG
Árvakur tæknilega gjaldþrota Ólafsfell og Forsíða
West Ham United PLC fjárhagslegir erfiðleikar Hansa
HF Eimskipafélag Íslands nauðasamningar 33% Grettir/33% Frontline Holding
Icelandic Group tæknilega gjaldþrota 32% Grettir/11% Frontline Holding
Flugfélagið Atlanta hf. fjárhagsleg endurskipul.
Fjárfestingafélagið Grettir gjaldþrota BG/BTB
Grettir Eignarhaldsfélag S.A. gjaldþrota BG/BTB
Frontline Holding SA væntanlega gjaldþrota MÞ
Jointrace Limited væntanlega gjaldþrota eigandi XL
XL Leisure Group plc gjaldþrota
Actavis Group fjárhagsleg endurskipul. Novator Pharma Holding
Novator Pharma Holding skuldir í hlutafélögum BTB
Magnús Þorsteinsson gjaldþrota
Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota
Björgólfur Thor Björgólfsson samkomulag við lánardrottna
BG=Björgólfur Guðmundsson, BTB=Björgólfur Thor Björgólfsson, MÞ=Magnús Þorsteinsson
Samson-þríeykið Magnús Þorsteinsson er gjaldþrota, Björgólfur Thor er uppistandandi en Björgólfur faðir hans gjaldþrota.
12 fréttir Helgin 15.-17. október 2010