Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 24

Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 24
„Ég vakna iðulega upp á næturnar og sé fyrir mér andlit lögreglumannsins sem lá þétt upp að mér og hélt hönd- um mínum föstum. Ég sé fyrir mér glottið og fullnægju þess valdasjúka að ná fram vilja sínum með því að sví- virða mig á eins hrottafenginn hátt og hægt er að gera nokkurri manneskju. Og það af valdhafanum í þessu landi; sjálfri lögreglunni sem okkur er kennt ungum að sé okkur til verndar og að til lögreglumanna eigi maður að bera traust,“ segir María Bergsdóttir sem varð fyrir þeirri skelfilegu lífreynslu í mars 2007 að vera tekin með valdi af hópi einkennisklæddra karlmanna og einni konu og þvinguð inn í fangaklefa. Þar var með ofbeldi og pyntingum náð frá henni þvagsýni og notaður til þess þvagleggur. „Ég gat ekki annað merkt af fram- komu þess lögreglumanns sem stjórn- aði aðgerðum og hélt efri hluta líkama míns föstum, að honum þættu þessar aðfarir ekki slæmar; þvert á móti get ég ekki varist þeirri hugsun að hann hafi notið þess að beygja mig í duftið,“ áréttar María og bætir við: „Mér fannst hann gera þetta í skjóli stöðu sinnar, upphafinn í einkennisfatnaði sem sýndi, svo ekki leyndi sér, hver staða hans væri,“ segir hún og það má heyra að henni er ekki létt að rifja þetta upp. Óhrein og svívirt Eftir að þvagdropunum sem María hafði ekki fundið þörf fyrir að koma frá sér var náð, þusti allur hópurinn út úr klefanum og skellti á eftir sér Eftir sat hún, algjörlega stjörf, og velti fyrir sér hvort hana hefði dreymt þetta. Það gat ekki verið að lögreglan hegðaði sér á þennan hátt á 21. öldinni. „Ég var í taugasjokki, mér fannst ég vera óhrein, svívirt, og upplifði að mér hefði verið nauðgað af fjölda manns á hrottalegan hátt. Þannig leið mér og þannig líður mér enn,“ rifjar hún upp og bætir við að hún muni fátt frá þess- ari nótt; hvort hún vakti eða svaf, skalf og nötraði af ekka og gráti. „Nei, það þurrkaðist út úr heila mín- um og ég man heldur ekki eftir að hafa látið öllum illum látum eins og fram kemur í dómnum eða hótað einum né neinum, en ég veit að ég er reið, alveg ofboðslega reið. Það háir mér því það bitnar á þeim sem næst mér standa,“ segir hún og lítur á manninn sinn, Óla Friðberg Kristjánsson, sem segir að það sé í lagi ef það hjálpi henni. „En mér finnst konan mín ekki sú sama og hún var, þetta hefur haft gífur- leg áhrif á hana og allt hennar líf. Hún fer varla út úr húsi, á erfitt með að vera innan um fólk, er með stöðugan kvíða- hnút og ávallt vör um sig,“ segir hann en neitar því samt ekki að þrátt fyrir að þau hafi gengið í gegnum allan tilfinn- ingaskalann í þessum þrengingum, hafi þetta atvik þjappað þeim saman. Leið eins og mér hefði verið nauðgað Þegar himnarnir hrundu yfir Maríu og hennar nánustu þennan örlagaríka dag í mars fyrir bráðum fjórum árum voru þau Óli og María í heimsókn hjá bróð- ur hans fyrir austan Hvolsvöll. María fullyrðir að hún hafi aðeins drukkið tvö til þrjú rauðvínsglös með matnum fyrr um kvöldið. Hún hélt síðan heim á leið upp úr miðnætti einsömul þar sem bræðurnir voru komnir í stuð og vildu skemmta sér áfram. „Ég hélt því af stað heimleiðis um miðnættið. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur áttaði ég mig á því að vegurinn var eins og skautasvell og dansaði á veginum. Áður en ég vissi af missti ég stjórn á honum og fór út af veginum. Líklega hef ég skollið með höfuðið í rúðuna og vankast. Veit ekki hve lengi, en það kom fólk að og spurði hvort allt væri í lagi og ég svaraði því til að allt væri í lagi með mig og sagði þeim sem spurðu hvort hringja ætti á sjúkrabíl að það væri óþarfi, ég myndi bjarga mér. Þrátt fyrir það hringdi einhver á lög- reglu og sjúkrabíl og ég var strax flutt inn í hann. Lögreglan kom og spurði hvort ég vildi blása og ég sagði það sjálfsagt og blés. Það mældist eitthvert áfengismagn og þá spurðu þeir hve mikið ég hefði drukkið og hve langt væri síðan. Ég sagði eins og var, en illu heilli bætti ég við að ég hefði fengið eitthvað að drekka hjá vegfarendum sem komu á slysstað. Áður höfðu þeir spurt hvort ekki væri í lagi að taka blóð- sýni og ég rétti fram handlegginn og þeir fengu sitt sýni. En þegar lögreglu- mennirnir heyrðu að ég hefði drukkið eitthvað á síðustu klukkustund, vildu þeir fá þvagsýni. Mér skilst að það sé hægt að mæla nákvæmar með bæði blóð- og þvagsýnum,” rifjar María upp. Eftir að lögreglan varð þess áskynja að áfengi mældist í henni segist hún hafa orðið vör við gjörbreytt viðhorf hjá þeim. Þeir hafi breyst í viðmóti við hana, einkum sá sem stjórnaði, og töluðu til hennar bæði með hroka og dónaskap. „Þegar ég sagðist því miður ekki geta gefið þeim þvagsýni vegna þess að mér væri ekki mál, ég gæti hrein- lega ekki kreist úr mér dropa, skipti það engum togum að þeir rifu mig út úr sjúkrabílnum, köstuðu mér inn í lögreglubílinn og óku með mig beint í fangageymsluna. Á leiðinni fullviss- uðu þeir mig um að þeir myndu ná úr mér þvagsýni með góðu eða illu. Ég hefði ekkert um það að segja. Það væru verklagsreglur hjá þeim að ef þeir teldu nauðsynlegt að fá þvagsýni þá tækju þeir það,“ segir María. Hún segir upplifun sína í fanga- klefanum óhugnanlega. „Ég trúði varla mínum eigin eyrum en þegar í fangaklefann var komið fylltist hann af mönnum. Auk lögreglumannanna mætti ungur læknir og hjúkrunar- fræðingur. Ég gat enga björg mér veitt, heldur lögðust á mig fimm karlmenn og með aðstoð læknis og hjúkrunar- fræðings var eins og mér væri nauðg- að á hörðum steinbekknum. Ég er ör- yrki eftir vinnuslys og slæm í öxlum og þegar hendur mínar voru teknar upp yfir höfuð með valdi og fruntaskap, fannst mér eins og verið væri að rífa mig í sundur. Ég er ekki viss um að ég hafi verið með meðvitund eða hvort sjokkið var svo mikið að ég man óljóst eftir þessari skelfilegu valdbeitingu, en svo mikið er víst að þegar þeir höfðu fengið sitt, þá stukku allir út og skelltu á eftir sér klefahurðinni en eftir lá ég í sjokki, ber að neðan. Þá fann ég fyrst fyrir hve svívirt ég hafði verið; já, ekki bara svívirt, heldur leið mér eins og mér hefði verið nauðgað hryllilega í margra manna ásýnd. Enginn hirti um að hjálpa mér í fötin eða hlúa að mér á nokkurn hátt. En slíka mannvonsku og mannfyrirlitningu sem mér var sýnd þarna taldi ég fyrir þennan atburð að ég ætti ekki eftir að upplifa. Og það af hendi löggjafans sem á að vera okkur borgurunum til verndar,“ segir María og rifjar upp að þegar hún var barn og unglingur á ráfi um miðbæinn innan um allrahanda lið, róna og og glæpa- menn, hafi aldrei verið skert hár á höfði hennar. „Ég man ekki hvort ég svaf, vakti eða grét þessa nótt en þegar mér var sleppt var ég dofin, andlega og líkamlega. Ég hafði ekki einu sinni rænu á að hringja í manninn minn, ég stóð bara og starði út í loftið og vissi ekki hvert ég átti að fara. Til allra heilla hringdi maðurinn minn í mig þar sem ég stóð fyrir utan lögreglustöðina og heyrði að eitthvað mikið var að og sagði mér að bíða, hann kæmi strax.“ Óli grípur inn í og segist varla hafa þekkt konuna sína þegar hann hitti hana. „Hún var í sjokki og var lengi að reyna að segja mér hvað hafði gerst. Hún skalf og nötraði og grét viðstöðu- laust,“ segir hann og bætir við að hon- um hafi verið mjög brugðið. Í raun hafi hann ekki enn fengið aftur konuna sem hann kynntist. Þó kæmu dagar þegar brúnin á honum lyftist og vonin um að hún væri að ná sér hefði yfirhöndina. „Síðan þarf ósköp lítið að gerst til að hún falli aftur inn í sjálfa sig og brosið hennar, sem er svo fallegt, fæ ég alltof sjaldan að sjá,“ svarar hann þegar hann er spurður hvaða áhrif þessi valdníðsla hafi haft á samband þeirra. Bætir síðan við, eftir dálitla umhugsun, að reiðin sem búi innra með henni og hún geti ekki losað sig við, sé þeim báðum erfið. Gef manninum mínum kjaftshögg María bætir því við að því miður missi hún stundum stjórn á skapi sínu og þá sé maðurinn hennar blóraböggullinn. „Stundum hef ég gefið honum kjafts- högg fyrirvaralaust, já, án þess að átta mig á því. Mér svíður það því allra síst langar mig að beita manninn minn of- beldi eða vera honum reið. En innra með mér bullar reiðin og ég hef gert ýmislegt til að vinna úr henni og losa mig við hana. Ég hef leitað mér hjálpar hjá Stígamótum og er í mánaðarlegum viðtölum hjá geðlækni en ég held að ég muni aldrei ná mér ef ég get ekki farið í einkamál við lögreglumennina sem fóru svona með mig. Það var algjörlega óþarfi að taka þetta þvagsýni þar sem það sýndi ekkert sem blóðprufurnar sýndu ekki. Auk þess var ég öll mar- in og blá eftir átökin við að ná úr mér þessum fáu dropum, og önnur höndin á mér er hálflömuð eftir meðferðina,“ segir hún og sýnir að hún getur ekki lyft upp hægri hönd nema til hálfs. Óli, maðurinn hennar, grípur inn í og segir að það sé til boxpúði sem hún geti lamið, en María segist því miður ekki geta lamið af neinum krafti. „Það væri gott ef ég gæti ímyndað mér að ég væri að lúskra á þeim sem verst fóru með mig. Ég er bara ekki orðin nógu góð enn og veit ekki hvort ég verð það nokkurn tímann. Ég trúi því þó að tím- inn hjálpi mér. Þótt ég viti að ég eigi eftir að lifa með þessar minningar alla ævi, þá stefni ég að því að læra að lifa með þeim og geta lifað eðlilegu lífi. Það er svo fjarri lagi að ég geti það núna. Ég er ekki einu sinni fær um að hafa börn- in mín hjá mér, en þau eru hjá föður sín- um. Þau vilja auðvitað vera hjá mömmu sinni en ég ræð ekki við að vera með þau. Ég fæ þau til mín og það er yndis- legt, með þeim næ ég að gleyma van- líðan minni og kvíðahnúturinn í mag- anum er ekki eins sár,“ segir hún og í myrkum augum Maríu glittir í glampa þegar hún talar um börnin sín sem eru ellefu og fimmtán ára auk elsta sonar- ins sem kominn er yfir tvítugt. Þá fann ég fyrst fyrir því hve svívirt ég hafði verið, já, ekki bara svívirt, heldur leið mér eins og mér hefði verið nauðgað hryllilega í margra manna ásýnd. María Bergsdóttir vakti athygli þegar hún lenti í hat- römmum átökum við lögregluna í mars 2007. Líf hennar breyttist á svipstundu þegar lögreglumenn þröngvuðu þvaglegg upp í líkama hennar þegar hún, grunuð um ölvunarakstur, neitaði að gefa þvagsýni. Hún upplifði framferði lögreglunnar sem nauðgun, fannst hún óhrein og svívirt. Hún er með brotna sjálfsmynd í dag og fer vart út úr húsi. Bergljót Davíðsdóttir ræddi við Maríu. Lögreglan svívirti mig á hrottalegan hátt Dómurinn María var dæmd í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi og svipt ökuleyfi í eitt ár í dómsmáli sem höfðað var gegn henni eftir atburðina í mars 2007. Hún var dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglu- fólki lífláti. 24 viðtal Helgin 15.-17. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.