Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 22
Eigum hjól á lagEr Komdu við hjá oKKur og Kynntu þér úrvalið. traust og örugg þjónusta. opið á laugardögum frá Kl. 10.00-14.00 SportSman® xp 850 EFI/550 EFI AFL og krAFtur Kletthálsi 15 110 Reykjavík Sími 577 1717 A ðeins nokkrum tímum áður en norski sjávarútvegsráð­herrann átti að fljúga til Pek­ ing á þriðjudag, bárust skilaboð þess efnis að báðum fundum hennar með kínverskum ráðherrum hefði verið aflýst. Ástæðan er reiði Kínverja yfir þeirri ákvörðun Nóbelsstofnunarinn­ ar að veita kínverska andófsmannin­ um Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels. Þar til Kínverjunum rennur reiðin má reikna með að viðræður um fríversl­ unarsamning, sem Norðmenn renna hýru auga til, tefjist. Það tjáir lítið fyrir norska ráðamenn að útskýra að Nóbelsstofnunin njóti sjálfstæðis gagnvart stjórnvöldum. Kínverjum þykir þetta gróft inngrip í eigin innan­ ríkismál og trúa því að norska stjórn­ in hefði bæði getað og átt að koma í veg fyrir þessa ráðstöfun. Þeir gefa lítið fyrir mótbárur formanns nóbels­ nefndarinnar þess efnis að mannrétt­ indabrot séu óverjandi, hvar sem þau eigi sér stað, og því ekki einkamál neins ríkis. Kínverjar hafa lengi beitt efnahags­ legum og pólitískum áhrifum til að verjast gagnrýni á eigin stjórnvöld. Því veldur það mörgum áhyggjum hversu Kína hefur vaxið ásmegin á síðustu árum og hve landið hefur ein­ beitt sér að því að fjárfesta í öðrum hagkerfum, sérstaklega í Bandaríkj­ unum og í Afríku. Er ástæða til að óttast? Kínverjar hafa rakað að sér banda­ rískum ríkisskuldabréfum undanfar­ in ár og nú upp á síðkastið hafa þeir sankað að sér hlutafé í bandarískum einkafyrirtækjum. Áhyggjufullir hagfræðingar benda á að þetta geri bandaríska hagkerfið mjög viðkvæmt fyrir og óttast að Kínverjar geti nýtt sér stöðu sína til að spilla samkeppn­ isstöðu og stöðugleika Bandaríkj­ anna. Samskipti ríkjanna tveggja hafa verið þvinguð undanfarið. Kínverjar hafa krafist þess að dregið verði úr áhrifum bandaríkjadals í alþjóðasam­ skiptum og að jafnvel verði tekinn upp nýr alþjóðlegur gjaldmiðill sem nota megi sem varaforða. Þá hafa Banda­ ríkjamenn og fleiri þjóðir sakað Kín­ verja um að halda gengi kínverska jú­ ansins óeðlilega lágu til þess að bæta samkeppnisstöðu kínverska útflutn­ ingsgeirans á kostnað Vesturlanda. Ekki bætti síðan úr skák að Banda­ ríkjamenn seldu Taívan vopn og Obama Bandaríkjaforseti tók á móti Dalai Lama í Hvíta húsinu. Fátt fer jafnmikið fyrir brjóstið á Kínverjum og alþjóðlegur stuðningur við sjálf­ stæðisbaráttu Taívana og Tíbeta. Efnahagslegar árásir á hagkerfi Bandaríkjanna væru hins vegar óheillaráð fyrir Kínverja sjálfa. Þeir eiga stærsta gjaldeyrisvaraforða í heimi – hann nam um 270 billjónum (270 milljónum milljóna) í mars sl., og mikill hluti þess sjóðs liggur í Banda­ ríkjadölum. Að auki myndi bandarísk kreppa stórlækka útflutningstekjur Kínverja af Bandaríkjamarkaði. Kín­ verjar geta því ekki grafið undan hag­ kerfi Bandaríkjanna án þess að ógna eigin stöðugleika. Kína viðkvæmt fyrir sveiflum „Það er kínverskum stjórnvöldum mjög mikilvægt að halda kröftugum vexti áfram og forðast efnahagssveifl­ ur,“ segir Marc Lantaigne, prófessor við Victoria­háskólann í Wellington á Nýja­Sjálandi, sem hefur skrifað um fríverslunarviðræður Íslands og Kína. Kínverjar hafa búið við mikinn hag­ vöxt undanfarin ár. Jafnvel á síðasta ári, þegar flestar vestrænar þjóðir máttu þola neikvæðan hagvöxt, óx þjóðarframleiðsla Kínverja um 8,5 prósent. „Vissulega hafa Kínverjar hug á að láta meira til sín taka á al­ þjóðavettvangi, meðal annars með því að krefjast þess að kínverski gjald­ miðillinn njóti meiri áhrifa. Þeirra Peningar og völd Kínverja Í þeim Afríkuríkjum sem eiga auð­ lindir í jörðu er ekki bara líklegt að vegirnir að námunum og olíulindun­ um séu kínverskir. Það er líklegt að stór hluti vegakerfisins sé kínversk­ ur. Að auki gætu Kínverjarnir hafa byggt þó nokkur sjúkrahús í landinu, lagt járnbrautarteina, byggt skóla og lagt fé í allrahanda uppbyggingar­ verkefni. Hvað fá þeir í staðinn? Vil­ yrði fyrir námagreftri, olíuborun, skógarhöggi eða nýtingu annarra auðlinda sem stærsta þjóð heims á ekki í nægilegu magni innan eigin landamæra. Vesturlönd hafa gagnrýnt þessi þróunarverkefni Kínverja á þeim for­ sendum að með því að eiga viðskipti við verstu einræðisherra framlengi þeir neyðarástand og stríð í þessum löndum. Að auki séu verkin öll unnin af kínverskum fyrirtækjum þannig að mjög lítið skili sér inn í hagkerfi viðkomandi lands. Kínverska þróunarmódelið byggt á viðskiptasjónarmiðum Kínverjarnir skipta sér ekki af stjór­ nmálum landanna þar sem þeir vinna; ekki frekar en þeir kæra sig um að önnur lönd fetti fingur út í þeirra eigin stjórnskipulag. Hins vegar þýðir þessi aðferðafræði líka að fólkið í landinu sér yfirleitt skjót­ an mun til hins betra á innviðum samfélagsins. Svo rammt kveður að auðlinda­ þorstanum að Kínverjar hika ekki við að ráðast til verks í einu af talib­ anahéruðum Afganistans þar sem ríka koparæð er að finna. Það eru ekki einungis helstu nauðsynjar, eins og olía, kol og timbur, sem Kínverjar eru á höttunum eftir, heldur einnig hráefni sem þeir þurfa til að viðhalda útf lutningsframleiðslunni. Þeir hugsa sér til dæmis gott til glóðar­ innar að byrja liþíumvinnslu í Afgan­ istan. Liþíum er efni sem er nauðsyn­ legt í rafhlöður fyrir farsíma, tölvur og annan slíkan rafbúnað.  EfnhAgsstórvEldið í Austri styrkir stöðu sínA Uppbygging í skiptum fyrir auðlindir Þróunarstarfið gengur út á að tryggja Kína allt sem þarf til að reka 1.330 milljóna manna samfélag. VINAFUNDUR Meles Zenawi, forsætisráð- herra Eþíópíu, heilsar Hu Jintao, forseta Kína, á kín- versk-afrískum leiðtogafundi um þróunar- mál og við- skiptatengsl. Lósmynd/Getty Sú stefna kín- verskra yfir- valda að hver hjón megi ekki eignast nema eitt barn mun á næstu tíu til fimmtán árum leiða til þess að sjálfkrafa dregur úr hagvexti, þar sem vinnuaflið eldist og færri bætast í hópinn. Efnahagsákvarð- anir kínverskra stjórnvalda í dag verða að taka mið af þessari framtíðarsýn. Kínverjar koma vel undan kreppunni og hafa fjárfest af kappi á alþjóðavettvangi. Margir óttast að kínverska útrásin sé markviss leið til að auka pólitísk áhrif Kína á kostnað Vestur- landa og verjast gagnrýni á mannréttindabrot. Óþarfa tor- tryggni, segja aðrir. 22 fréttaskýring Helgin 15.-17. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.