Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 44
Á rangur Gunnars Nelson í íþrótt sinni er magnaður. Í sumar fór hann í efsta sæti íþróttavefjar- ins MMA Spot yfir efnilegustu bardaga- íþróttamenn heims í sínum þyngdarflokki. Hann var einnig langyngstur þeirra sem þar komust á blað. Gunnar hefur ekki tap- að bardaga frá því hann steig fyrst inn í keppnisbúrið í Kaupmannahöfn í maí árið 2007. Þeim bardaga lauk með því að hann og andstæðingur hans, miklu reyndari danskur kappi, skildu jafnir. Síðan þá hefur Gunnar unnið átta keppnir og aldrei tapað. „Mig langaði að prófa að keppa og fór til Dublin þegar ég var 19 ára. Þar fékk ég mjög góðan þjálfara, John Kavanagh, og hann þjálfar mig enn þann dag í dag. Ég æfði mig í mánuð fyrir bardagann og síðan keppti ég. Það var fyrsti bardaginn minn og hann endaði í jafntefli. Eftir það ákvað ég að þetta væri það sem ég vildi gera. Ég var auðvitað smá smeykur fyrir fyrsta bar- dagann. Maður er náttúrlega kvíðinn til að byrja með og þetta er alltaf smá stressandi en síðan lærir maður að takast á við þessar tilfinningar.“ Ekkert Mike Tyson-ævintýri Þótt keppnisslagsmálin liggi svona vel fyrir Gunnari segist hann ekki vera neinn slagsmálahundur og saga hans sé langt í frá að vera eitthvert Mike Tyson-ævintýri þar sem götuslagsmálagutta var kippt inn í hringinn svo að hann gæti farið að berja menn fyrir peninga. „Ég hef alltaf haft gaman af bardagaíþróttum og svoleiðis en aldrei verið neinn hundur. Ég hef aldrei verið með neitt ofbeldi og kæri mig ekkert um slíkt.“ Snýst ekki um peninga Gunnar gekk í Langholtsskóla og fór svo í Menntaskólann við Sund að loknum grunn- skóla. „Ég kláraði reyndar aldrei MS. Ég hætti rétt fyrir próflok í þriðja bekk og fór út að keppa og síðan tók sportið alveg yfir.“ Gunnar lifir á íþrótt sinni. Novator styrk- ir hann með því að greiða ferðakostnað og Peningar virðast alltaf hafa dálítið nei- kvæð áhrif enda ekki mjög eðli- legur hlutur. Gunnar Nelson er ósigraður í blönduðum bardagalistum (MMA) og talað er um hann sem hálfgert undrabarn í greininni. Kraftur hans þykir með ólíkindum og ekkert truflar einbeitingu hans á meðan hann tekst á við andstæðinginn í bardagabúrinu. Þórarinn Þórarinsson fór í bíltúr með þessum 23 ára, jarðbundna og hógværa bardagakappa og reyndi að komast að því hver galdurinn á bak við velgegni hans væri. Leiðist ofbeLdi annað þess háttar og svo hefur verð- launaféð fyrir bardagana gert honum mögulegt að einbeita sér að sportinu. „Ég lifi ágætu lífi og kvarta ekki und- an peningum. Verðlaunaféð er ekkert brjálæðislegt en dugir vel. Það er mjög mikið af peningum í þessu þegar mað- ur er kominn í ákveðnar keppnir. Þá er þetta komið í upphæðir sem maður kemst aldrei yfir að eyða, þannig séð. Fólk virðist samt alltaf vera að lenda á rassinum þótt það hafi átt allt. Peningar virðast alltaf hafa dálítið neikvæð áhrif enda ekki mjög eðlilegur hlutur.“ Sigrar andstæðingana með innri styrk Gunnar segir að það sé enginn galdur á bak við velgengni hans í bardaga- búrinu og hann geri ekkert sérstakt til að koma sér í rétt hugarástand fyrir keppni heldur passi hann upp á jafn- vægi hugans alla daga: „Ég reyni bara að hugleiða með sjálfum mér og þarf ekkert að fara í einhverja sérstaka jóga- stellingu til þess. Ég læt bara sjálfum mér líða vel, tæmi hugann og reyni að hugsa mjög hreinskilnislega með sjálf- um mér. Ég er í rauninni bara að ein- beita mér að því að skilja sjálfan mig. Þetta geri ég á hverjum degi og ekkert eftir einhverri tímaáætlun. Ég er voða- lega venjulegur einstaklingur og geri ósköp venjulega hluti. Mér finnst það alla vegana. Mér finnst allt þetta stress vera stór hluti af geðveikinni hérna. Mér finnst það hluti af því óeðlilega. Fólk segir að ég og það sem ég geri sé svo óeðlilegt en mér finnst það miklu heilbrigðara og náttúrulegra en margt af því sem fólk gerir. Við höfum verið að berjast frá því við urðum til.“ Gunnar segir að andlegt jafnvægi og sjálfsþekking sé lykillinn að árangr- inum. Þegar á hólminn sé komið skipti líkamsstyrkurinn ekki öllu máli og hann snýr andstæðinga sína ekki síð- ur niður með sínum innri styrk. „Ég held ég þekki sjálfan mig bara betur en margur. Ég held að ég búi yfir mjög rólegu sjálfstrausti. Mér líður mjög vel með sjálfan mig og á mjög auðvelt með að slaka mig niður og anda rólega. Ég hef mjög mikla trú á sjálfum mér, eða ég treysti í raun sjálfum mér fullkom- lega, þannig að ég þarf ekkert að vera að stressa mig yfir hlutunum. Ég set heldur ekki þessa pressu á mig sem svo margt fólk gerir. Ég er náttúrlega búinn að ganga í gegnum ýmislegt en finnst ég ekki lengur þurfa að ná nein- um árangri. Ég er ekki hræddur við að tapa.“ Styrkur ástarinnar Gunnar hefur eytt mestum tíma sínum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Írlandi eftir að keppnisferillinn hófst en nú er hann kominn heim og ætlar að vera á Íslandi í einhvern tíma og er ekki far- inn að huga að næsta bardaga. „Ég hef verið hérna miklu meira und- anfarið, sérstaklega eftir að ég byrj- aði með kærustunni minni. Við erum búin að vera saman í ár og ég læt til- finninguna svolítið ráða því hvenær ég fer út og reyni að vera í takt við kær- ustuna. Við erum miklir vinir en það er tími fyrir allt og stundum finnst okkur betra að sinna einhverju öðru en bara okkur og þá er kannski tímabært að ég fari út í smá tíma. Þá myndast líka bara meiri spenningur og söknuður sem viðheldur neistanum á milli okkar. Hún fylgist mjög vel með því sem ég er að gera og hefur mjög jákvæð áhrif á mig. Ég er betur settur með henni en án hennar.“ Gunnar fékk eftirnafnið í arf frá bandarískum afa sínum, Kenneth Dean Nelson. „Pabbi er hálfur Kani og heitir Haraldur Dean Nelson þannig að Nel- son-nafnið er ættarnafn. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunn- ars, er umboðsmaður hans og sér um öll hans mál er varða atvinnumennsk- una í MMA. „Pabbi sér um þau mál sem ég þarf ekki endilega að koma beint að sjálfur. Við ræðum samt auð- vitað um þetta allt og það er mjög gott að við séum saman í þessu feðgarnir. Samstarfið er nánara heldur en ef þetta væri einhver ótengdur manni og traust- ið er auðvitað mikið. Líf mitt snýst um þetta og ég vil vinna með fólki sem mér finnst gaman að vinna með og svo er enn betra að fá að vinna með fólki sem manni þykir vænt um.“ Finnst bern aise- sósa æðisleg Gunnar hugsar að sjálfsögðu um mataræðið og leggur mesta áherslu á kjöt og grænmeti. „Ég reyni eins mikið og ég get að borða nálægt náttúrunni. Ég vil helst fersk matvæli og reyni að sjálfsögðu að fá mikið af próteinum og fitu og vítamínum. Ég forðast kolvetni, sykur og sterkju ekkert sérstaklega en reyni að borða minna af því. Þetta eru samt hlutir sem fólk borðar alltof mikið af. Ég er mikið fyrir nautasteik og villi- bráð. Ég vil hafa nautakjötið vel blóðugt og ef þetta er nautalund þá vil ég bara hafa hana alveg löðrandi í blóði. Ef þetta er feit steik þá frekar „medium rare“. Mér finnst ber- naise-sósa rosalega góð en annars er ég enginn svakalegur sósumaður. Góð bernaise-sósa er líka bara smjör og eggjarauður og ég hef ekkert út á það að setja. „Mér finnst allt þetta stress vera stór hluti af geðveikinni hérna.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gunnar hefur eytt mestum tíma sínum í Bretlandi, Banda- ríkjunum og á Írlandi eftir að keppnis- ferillinn hófst en nú er hann kominn heim og ætlar að vera á Ís- landi í einhvern tíma Ljósmyndir/Hari 32 viðtal Helgin 15.-17. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.