Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 62

Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 62
Ég er með mjög fjölbreyttan og breiðan tónlistar-smekk og hlusta eiginlega á allt. Það fer yfirleitt bara eftir skapi og aðstæðum,“ segir Áskell. Hann spáir mikið í tísku og fær mikinn innblástur frá götutískunni. „Maður tekur allt inn sem maður sér í kringum sig. Svo er það líka hönnuðurinn Umit Benan sem ég lít mikið upp til. Hann er sjúklega svalur með mikið skegg og mikið hár. Hann hannar ekki karlaföt og ekki strákaföt. Eitthvað þarna á milli. Flott- ur gaur,“ segir Áskell. -kp Mánudagur: Úlpa: Spútnik Cheap Monday-buxur: Keyptar í New Work Nike Skór: Kron Kron Bolur: Tónlistarsíðu-Bleeb Áskell Harðarson er tvítugur áhugamaður um tónlist, ljósmyndun og tísku. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð síðastliðið vor og starfar nú sem verslunarstjóri í Spútnik á Lauga- vegi, samhliða því að vera plötusnúður um helgar. Verslunarstjóri á daginn, plötu- snúður á kvöldin Lj ó Sm yN d ir / H a r i Kröfur samtímans Snyrtivörur eru eitthvað sem mun lík-lega alltaf fylgja okkur kvenmönnum. Við notum þetta í miklum mæli og úr- valið er orðið svo mikið að við förum að þjást af valkvíða. Merkjavörur og óþekktari vörur – kannski sama gæðavaran en sjaldan sama verð. Svo um leið og þær verða eftirsóttar eða verða að einhverju tísku-trendi, rjúka þær upp í verði. En málið er samt að við kvenmenn kaupum yfirleitt alltaf sömu snyrtivörumerkin aftur og aftur. Það er í eðli okkar að vilja vera öruggar og þess vegna kaupum við sömu vöruna og tökum enga áhættu. Því keppast snyrtivörufyrirtækin við að ná okkur og koma okkur í fastan kúnnahóp. Við kvenmenn keppumst við að líta alltaf sem best út. Þannig er samtíminn. Við kaupum flottustu fötin, sléttum og litum á okkur hárið, setjum á okk- ur farða og lengjum neglurnar. Allt eru þetta kröfur samtímans sem byggir upp þessa útlitsdýrkun sem við eyðum tíma og peningum í. Það reynir mikið á að fylgja öllu sem er í gangi. Við heyrum af nýjustu andlitskremunum sem eiga að gera kraftaverk. Við lesum um nýjustu megr- unarkúrana sem eiga að svínvirka. Við sjáum nýj- ustu haustlínu Topshop sem allir verða að eignast! Heilaþvottur. Hann hefur aldrei verið meiri og út- litsdýrkunin er í hámarki. Stóra auglýsingaskiltið sem þú keyrir fram hjá daglega, tímarit og sjón- varpsstöðvarnar eru stútfull af mjóum konum með langa leggi og fullkomna húð. Photoshopið er ekki sparlega notað. Þetta eru skilaboðin sem við fáum daglega og við keppumst við að ná því takmarki okkar að líta sem best út. Kröfurnar eru ekki litlar. 50 tíska Helgin 15.-17. október 2010 Föstudagur: Skór: B store Jakkaföt: anderson & Lauth Skyrta: Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar Þriðjudagur: Cheap Monday-buxur: Kron Kron Converse- skór: New york Skyrta: Urban Outfitters Peysa: Götumark- aðurinn á menningarnótt. Bindi: Spútnik Miðvikudagur: Jakki: Spútnik Skór: B store Cheap Monday-buxur: Kron Kron Skyrta: Spútnik Fimmtudagur: Vintage-skór: keyptir í New york Cheap Monday Buxur: Kron kron Skyrta: Spútnik Jakki: Kolaportið October 13 -17 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Naglalakk ársins valið Það verður seint sagt að naglalakk detti úr tísku. Það þykir alltaf flott að vera með vel snyrtar neglur. Það er hins vegar misjafnt hvaða litir eru málið hverju sinni. Nú í ár hefur naglalakk ársins 2010 verið valið og er það lakkið Chanel Particulier sem er grátt með brúnum keim. Turkis-blár er einnig mjög sterkur litur í ár, ásamt öðrum skærum litum, svo sem gulum og bleikum. Svo eru í boði aðrir litir, til dæmis sá sígildi rauði sem aldrei dettur úr tísku. Í bikiní í fyrsta skipti Kelly Osbourne varð fræg fyrst og fremst fyrir að vera dóttir for- eldra sinna, þeirra Ozzy og Sharon Osbourne. Undanfarna mánuði hefur hún hins vegar verið í sviðsljósinu vegna þess hve hún hefur grennst mikið. Hún segist sjálf vera alveg dolfallin yfir því hversu mikið hún hefur lést, segir sjálfs- traustið aldrei hafa verið meira og treystir sér nú í fyrsta skipti í bikiní. Að auki flæða til hennar föt frá helstu hönnuðum heims í þeirri von að hún láti sjá sig í þeim á almannafæri.  kim kardashian: Fer aFtur úr öllu Hylur brjóstin með fyrirsögn Eitt þekktasta tískutímarit Bandaríkjanna, W, skart- ar Kim Kardashian kviknakinni á nýjustu forsíðu sinni. Forsíðan hefur að vonum vakið heimsathygli og ætla má að mjúkar línur Kim muni gleðja ófá augu á næstunni. Á forsíðunni hefur hún farið úr hverri spjör en fyrirsagnir hylja þrýstinn barm hennar og það allra heilagasta. Árið 2007 striplaðist Kim í Playboy en sá síðar eftir því. Hún er þó enn ófeimin og endurtekur nú leikinn enda studd af móður sinni sem sagði henni að „kýla á þetta“. Á myndunum inni í blaðinu hylur ekk- ert nekt Kim nema silfurmálning.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.