Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 25

Fréttatíminn - 15.10.2010, Page 25
Ég gat ekki annað merkt af framkomu þess lögreglumanns sem stjórnaði að- gerðum og hélt efri hluta líkama míns föstum, en að honum þættu þessar aðfarir ekki slæmar; þvert á móti get ég ekki varist þeirri hugsun að hann hafi notið þess að beygja mig í duftið. Ljósmynd/Hari Fer vart út úr húsi „Þetta sú hrikalegasta reynsla sem ég hef gengið í gegnum og er þó ekki fædd með silfurskeið í munni nema síð- ur sé. Ég hef svo sannarlega þurft að hafa fyrir lífinu. En eftir þessar hræði- legu aðfarir er ég ekki söm mann- eskja. Þetta mun fylgja mér alla ævi og ég held að það líði vart svo dagur að þetta mál komi ekki upp í huga minn,“ segir hún og bætir við að líf hennar nú sé alfarið markað af þessari skelfilegu lífsreynslu. Ég fer vart út úr húsi og allt sem ég þarf að gera reynist mér erfitt. Venju- bundnar athafnir á heimilinu, sem ég leysti af hendi án þess að hugleiða hvort ég þyrfti eða langaði til þess, vefj- ast fyrir mér núna. Bara það að lyfta símtóli og tala við einhvern sem ég á erindi við, reyn- ist mér heilmikið átak. Heimilisstörfum á ég erfitt með að sinna; ekki aðeins vegna líkam- legra verkja, heldur finn ég fyrir andlegri þurrð, á erfitt með að koma mér að verki og finn ávallt fyrir verkkvíða ef ég hugsa til ein- hvers sem ég verð að framkvæma. Ég er ein- hvern veginn lifandi dauð eftir þetta atvik,“ segir hún og úr augum hennar má lesa tóm. Það fer ekki á milli mála að mörg tárin hafa runnið úr dökkum augum Maríu. María situr þó ekki auðum höndum alla daga. Hún safnar steinum, smáum og stórum, og í þessu fallega safni má sjá marga fágæta steina. Hún minnist þess dags þegar hún ákvað að safna steinum og reyna með því að verða sér úti um fé til að geta höfðað einkamál. „Ég heyrði útvarpsfréttir og það var verið að tala um ferðamenn sem kæmu til Íslands. Þá skaut þeirri hugmynd upp í kollinum á mér að það væri eitthvað sem ég gæti gert. Síðan hef ég náð að slaka á með steinunum, flokka þá eftir lögun og tegundum, setja í poka og prófað að selja ferðamönnum. Það hefur gengið vel en ég get ekki sagt að ég sé í raun byrjuð, heldur var aðeins um tilraun að ræða til að fá viðbrögð. Ég ætla að nota veturinn í að undirbúa þetta og vera klár með steinana mína næsta sumar,“ segir hún bros- andi og smágert, fallegt andlit hennar lýsist upp þegar hún handfjatlar steinana sína. Bergljót Davíðsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is „Stundum hef ég gefið honum kjaftshögg fyrirvaralaust, já, án þess að átta mig á því. Mér svíður það því allra síst langar mig að beita manninn minn ofbeldi eða vera honum reið.“ viðtal 25 Helgin 15.-17. október 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.