Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 18
H ver er Rúna Magnúsdótt-ir? Hún er áhugaverð. Það segir viðskiptatímaritið For- bes, sem setti hana á lista yfir tutt- ugu konur í alþjóða viðskiptalífinu sem vert sé að fylgjast með á Twit- ter. Rúna hlær dillandi hlátri. „Já, ég frétti þetta frá konu sem býr í San Francisco í Bandaríkjunum. Hún er uppalin á Seltjarnarnesi, eins og ég, og fannst við því tengjast. Hugsaðu þér; um helgina streyma hingað kon- ur til að læra að markaðssetja sig.“ Það hefur tveggja barna móður- inni Rúnu tekist svo vel að eftir er tekið - erlendis. „Og nú vinn ég við að laða fram hæfileika fólks, því það get ég. Sem kona vissi ég af þeim grillum sem við setjum í kollinn á okkur um að við getum ekki og kunnum ekki.“ Sjálf hafi hún losað sig við slíkt fyrir löngu. „Þegar þetta er í kollinum á okkur. Hver annar stoppar okkur þá af?“ Hún segir mikilvægt að hlusta á fleiri raddir; beggja kynja á öllum aldri. „Við þurfum að vinna í því að horfa á glasið hálffullt, en ekki hálf- tómt. Við það breytist fókusinn.“ Hvað gerir Rúna? Rúna er eigandi Connected-Women. com vefjarins, sem er samskiptanet metnaðarfullra kvenna sem vilja vera sýnilegar og skara fram úr. Hún stofnaði einnig BRANDit með Bjarneyju Lúðvíksdóttur og hinni bandarísku Mary Schnack. Erlendu konurnar, sem Rúna nefndi hér að ofan, koma hingað til lands til að sækja námskeið á vegum þess. Þar er markið að endurstilla eldmóðinn til vinnunnar, setja sér framtíðar- áætlanir og móta ímynd sína svo hægt sé að setja hana fram á hnit- miðaðan máta. Þegar hafa þó nokkur námskeið fyrir íslenskar konur farið fram og stefnt á námskeið bæði í Hol- landi og Bretlandi. Þá kynna þúsund- ir kvenna frá yfir sjötíu löndum sig á Connected-Women vefnum. „Mig langaði að búa til vettvang þar sem konur gætu sett inn upplýsingar um hvað þær gerðu, hvaða þekk- ingu þær hefðu en einnig þar sem þær gætu skrifað greinar, birt af sér myndir og sett fram skoðanir sínar. Þar væri hægt að tengja konur um allan heim.“ BRANDit sé hins vegar afsprengi vefjarins en einnig fram- taki sjálfstæðiskvenna frá því í vor þar sem um eitt þúsund konur tóku þátt í leiðtoganámskeiði. „Þegar við höfðum hlustað á hundruð kvenna segja frá sýnum sínum stóðum við Bjarney Lúðvíks- dóttir eftir gapandi: Vá, ef við gætum bara séð þessar hugmyndir verða að veruleika.“ Hún gleymi aldrei orðum einnar sem sótti BRANDit vinnustofuna og sagði: „Ég labbaði inn með hnullung en fór út með slíp- aðan demant. Við fengum sæluhroll og stefnan var sett.“ Hvað finnst Rúnu um konur? Rúna segir konur ekki alltaf hafa leyft sér að setja metnaðinn í fyrsta sæti. „Þar sem við höfum margar einblínt á fjölskyldulíf okkar höfum við ekki leyft okkur að hugsa stórt. Þar af leiðandi erum við konur lítil- látar, ljúfar og kátar og ánægðar með það sem við höfum. Það er ekkert að því. Það hefur hins vegar leitt af sér að við höfum ekki byggt upp tengsla- net okkar eða hugleitt að við þurfum að hafa í kringum okkur fólk sem hjálpar okkur upp metorðastigann,“ segir hún og nefnir að konur verði einnig að vera óhræddar við að deila sigrum sínum með öðrum. „Það á að sjálfsögðu við um bæði kynin. Um leið og við tökum þá ákvörðun að draga úr því sem við höfum og bíða eftir því að aðrir taki eftir því sem við gerum, getur það endað þannig að við séum komin á grafarbakkann og enginn tók eftir verkum okkar.“ Hún vitnar í sögur af heilbrigðisstarfsfólki sem vinni með dauðvona fólki. „Þeir sjúku tala síður um að þeir sjái eftir að hafa gert eitt- hvað heldur sjá þeir frekar eftir að hafa ekki gert það sem þá langaði alltaf til.“ Hún vitnar í Napoleon Hill sem skrifaði um hugarfar sigurvegara í Bandaríkjunum í heimskreppunni. „Bakgrunnur fólks sem náði árangri í kreppunni 1929 skipti ekki máli. Það sem skipti máli var að það hafði markmið, það hafði sýn. Það vissi hvað það var að gera, hafði eldmóð og hafði fólk í kringum sig til að komast leiðar sinnar,“ segir hún. Hvað finnst Rúnu um ástandið? Rúnu langar oft til að hrista upp í ís- lensku samfélagi um þessar mundir. „Við breytum ekki því sem búið er að gera. Við getum lært af því og við getum ákveðið hvernig við viljum sjá hlutina gerða í framtíðinni. Ég held að staðan væri talsvert önnur gætum við horft fram á veginn á framtíð sem við gætum tengt okkur við,“ segir hún og hamrar á mikilvægi þess að virkja leiðtogann í sjálfum sér og samfélaginu. „Í Kúbudeilunni sagði John F. Kennedy Bandaríkjaforseti að lands- menn ættu eftir að sjá mann stíga fæti á tunglið. Hann fékk heila þjóð til að trúa því að hún væri sérstök, hæfileikarík, hefði tækifærin og möguleika. Þarna fór leiðtogi,“ seg- ir hún. „Þeir sem setja sér markmið eru þeir sem koma til með að skara fram úr. Það verða alltaf hindranir, það er partur af lífinu. Ef við ætlum að horfa á vegginn og vera pirruð yfir því að vera komin upp að hon- um, verðum við föst þar og komumst ekki burt.“ Rúna segir einsleitnina hafa fellt Ísland. „Við stóluðum aðeins á annað kynið, ungan aldur og litla þekkingu og reynslu,“ segir hún. „Sussað var á eldra fólk. Ef við ætlum að byrja upp á nýtt þurfum við að horfa á þessa hluti. Sýn mín er að berjast fyrir því að raddir kvenna fái að heyrast,“ segir Rúna. „Reynsla okkar var dýr- keypt. Við eigum að nýta hana.“ Breytir Forbes stefnu Rúnu? Rúna er stjórnendamarkþjálfi sem hjálpar fólki að ná árangri. „Enginn úti í hinum stóra heimi hefur náð framúrskarandi árangri án mark- þjálfa, því þeir virkja hæfileika fólks.“ En gerir Forbes-athyglin Rúnu ríka? „Já, ég verð rík - rík af reynslu. Draumur minn er þó fyrst og fremst að konur nýti Connected-Women sér til framdráttar.“En breytir athyglin stefnu Rúnu? „Ég held mínu striki. Ég er margsinnis búin að sjá það að fólkið sem ég vinn með og fylgist með er það sem skapar hlutina.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Íslenskar atHafnakonur rúna ÁHugaverðust um þessar mundir Óþarfar grillur kvenna Nýherji hf. Borgartún 37 / Kaupangur Mýrarvegi, Akureyri Sími 569 7700 www.netverslun.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 9 3 6 Hugbúnaður Microsoft hefur uppfært verkfærakistuna fyrir Office 2010. Í henni eru fjölmargar nýjungar sem hjálpa fyrirtækjum að koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og aðgengilegan hátt. Það eru margar gildar ástæður fyrir því að fá sér Office 2010 skrifstofuhugbúnaðinn. Fjarstýrðu kynningunni Nýttu þér Broadcast Slideshow þegar þú vilt kynna vöru og þjónustu með PowerPoint í gegnum vefinn. Þú stýrir kynningunni í gegnum þína tölvu og viðskipavinir fylgjast með á sínum skjá. Komdu á skipulagi Haltu utan um hugmyndir og glósur í OneNote og leyfðu öðrum að sjá eða breyta með OneNote Shared Notebook á vefnum. Aukin samvinna Með Office 2010 geta fleiri en einn unnið í sama skjalinu hvort sem það er í gegnum netið, tölvuna eða farsímann. Myndrænni gögn Öflugri myndbirting gagna í Excel töflureikni. Nú getur þú eytt meiri tíma í greiningu gagna í stað útfærslu þeirra. Kynntu þér fleiri frábærar nýjungar Office 2010 á www.nyherji.is Betri VerKFÆri Rúna Magnúsdóttir fann að hún hafði hæfileika og að hann væri að kalla fram það besta í fólki. Hún setti sér markmið og ýtti vanmáttarkenndinni til hliðar því eins og hún segir þá stöðvar mann eng- inn nema maður sjálfur. Viðskiptatímaritið Forbes hefur nú sett Rúnu á lista yfir áhugaverðar konur. Bakgrunnur fólks sem náði árangri í krepp- unni 1929 skipti ekki máli. Það sem skipti máli var að það hafði markmið, það hafði sýn. Rúna reikn- ar með að athyglin sem Forbes beindi að henni geri hana ríka – ríka af reynslu. Hún er á topp tuttugu yfir konur sem vert er að fylgjast með á samskipta- vefnum Twitter. Munið vinsælu gjafabréfin okkar Sportúðin - Krókhálsi 5 - 517 8050 • Veiðihornið - Síðumúla 8 - 568 8410 veidihornid.is - sportbudin.is Gott úrval – Gott verð Góð greiðslukjör Ódýrustu gæsaskotin á markaðnum? Rio 42 gr. 2 ¾“ skot aðeins 1.895 og 50 gr. 3“ skot aðeins 2.395 Sellier & Bellot 42 gr. 2 ¾“ skot aðeins 2.195 og 53 gr. 3“ skot aðeins 2.595 Stoeger M2000 Standard Bakslagsskift byssa með hnotuskeftum. Snúningsboltinn frá Benelli. Verð aðeins 92.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 15.948 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Stoeger M2000 Synthetic Bakslagsskift byssa með plastskeftum. Snúningsboltinn frá Benell. Verð aðeins 89.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 15.433 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Stoeger M2000 MAX4 Bakslagsskift byssa í felulitum. Snúningsboltinn frá Benelli. Verð aðeins 99.900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 17.150 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Stoeger P350 Synthetic Pumpa með svörtum skeftum. Tekur öll skot. Snúningsboltinn frá Benelli. Verð aðeins 61.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 10.626 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Stoeger P350 MAX4 Pumpa í felulitum. Tekur öll skot. Snúningsboltinn frá Benelli. Verð aðeins 65.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 11.313 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort Supreme Hálfsjálfvirk, gasskift byssa með hnotuskeftum. Verð aðeins 94.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 16.291 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort Xtreme Hálfsjálfvirk, gasskift byssa með plastskeftum. Verð aðeins 84.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 14.575 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort PS Hálfsjálfvirk, gasskift byssa með plastskeftum. Verð aðeins 74.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 12.858 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort Combo Hálfsjálfvirk, gasskift byssa í felulitum. 2 hlaup og hörð taska. Verð aðeins 125.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 21.612 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Beretta ES Synthetic Bakslagsskift byssa með plastskeftum. Svart láshús. Verð aðeins 159.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 27.450 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Beretta ES Synthetic Bakslagsskift byssa með plastskeftum. Hvítt láshús. Verð aðeins 165.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 28.480 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Beretta ES Standard Bakslagsskift byssa með hnotuskeftum. Svart láshús. Verð aðeins 169.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 29.166 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Beretta ES Standard Bakslagsskift byssa með hnotuskeftum. Hvítt láshús. Verð aðeins 175.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 30.196 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort Fieldhunter Pumpa með svörtum skeftum. Líklega sú ódýrasta á markaðnum. Verð aðeins 55.900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða 9.596 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort Marinehunter Pumpa með svörtum skeftum. Vinsæl í sjófuglinn og slarkið. Verð aðeins 68.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 11.828 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Escort Marineguard Pumpa með svörtum skeftum. Vinsæl í sjófuglinn og slarkið. Verð aðeins 59.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 10.283 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust. Optima B12 Yfir / undir tvíhleypa. Verð aðeins 109.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 18.866 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Optima S12 Yfir / undir tvíhleypa. Verð aðeins 109.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 18.866 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Optima Silver Select Yfir / undir tvíhleypa. Verð aðeins 129,900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 22,300 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Boito Miura Competition Yfir / undir tvíhleypa. Verð aðeins 159,900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 27,450 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Boito Miura Combo Yfir / undir tvíhleypa. 2 hlaup (12 gauge og 20 gauge). Verð aðeins 169.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 29.166 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Boito Miura 1 Yfir / undir tvíhleypa. Verð aðeins 99.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 17.150 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust Boito A680 Hlið við hlið tvíhleypa. Verð aðeins 89.900 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 15.433 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust. Boito Silverado Hlið við hlið tvíhleypa. Verð aðeins 99.900. 5% staðgreiðsluafsláttur eða aðeins 17.150 á mánuði í 6 mánuði vaxtalaust. 18 viðtal Helgin 15.-17. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.